Fréttablaðið - 13.04.2013, Qupperneq 36
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36
Þegar Margaret Thatcher var kjörin formaður breska Íhaldsflokksins árið 1975 var henni stillt upp sem forsætisráð-herraefni þessa aldna
valdaflokks. Voru margir efins
í fyrstu um að þessi almúgakona
gæti leitt íhaldsmenn til valda á
ný enda á þeim tíma fá fordæmi
um farsæla kvenleiðtoga í stjórn-
málum Vesturlanda. Átti Thatcher
eftir að vera áhrifamikill en þó
umdeildur stjórnmálaforingi sem
sigraði þrisvar glæsilega í kosn-
ingum eins og Fréttablaðið fjallaði
nánar um á þriðjudag.
Thatcher varð forsætisráðherra
árið 1979 en á þeim tíma höfðu
aðeins fimm konur leitt nútíma-
ríkisstjórn og engin í Evrópu.
Thatcher varð því ein allra fyrsta
konan til að komast til æðstu met-
orða í stjórnmálum og sú fyrsti
auk Goldu Meir í Ísrael til að láta
að sér kveða á alþjóðavettvangi.
Frá því að Thatcher settist í
embætti hafa 68 konur til viðbót-
ar leitt ríkisstjórn og hefur fjöldi
þeirra tvöfaldast á síðustu tólf
árum. Samtals hafa 52 lönd valið
konu til forystu í ríkisstjórn en
þar af hafa fleiri en ein kona leitt
ríkis stjórn í ellefu löndum.
Tvö ríki hafa valið fleiri konur
til forystu en tvær; Bangladess
með þrjá kvenkyns forsætisráð-
herra og San Marínó þar sem tólf
konur hafa leitt ríkisstjórn. Stjórn-
kerfi San Marínó er þó ólíkt flest-
um öðrum því þar skipta tveir
þingmenn með sér verkum forseta
og forsætisráðherra til sex mánaða
í senn áður en skipt er um leiðtoga.
Fjöldi forsætisráðherra í San Mar-
ínó er því mun hærri en í flestum
öðrum ríkjum.
80
70
60
50
40
30
20
10
0
19
60
19
61
19
62
19
63
19
64
19
65
19
66
19
67
19
68
19
69
19
70
19
71
19
72
19
73
19
74
19
75
19
76
19
77
19
78
19
79
19
80
19
81
19
82
19
83
19
84
19
85
19
86
19
87
19
88
19
89
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
FJÖLDI KVENNA SEM HEFUR LEITT RÍKISSTJÓRN
Magnús Þorlákur
Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
➜ Thatcher varð forsætis-
ráðherra árið 1979 en á þeim
tíma höfðu aðeins fimm
konur leitt nútíma ríkisstjórn
og engin í Evrópu.
Síle
Perú
Panama
Kosta Ríka
Trínidad og Tóbagó
Gvæjana
Kanada Ísland
Noregur
Finnland
Litháen
Pólland
Úkraína
MoldóvaFrakkland
Portúgal
Tyrkland
Ísrael
Kyrgistan
Indland
Srí Lanka
Mósambík
Malaví
Rúanda
Líbería
Saó Tóme og
Prinsípe
Senegal
Malí
Búrúndí
Mið-Afríku ýðveldið
Bangladess
Taíland
Suður-Kórea
Filippseyjar
Indónesía
Ástralía
Nýja-Sjáland
Pakistan
Króatía
Slóvenía
Slóvakía
Þýskaland
Bretland Danmörk
Jamaíka
Níkaragva
Brasilía
Argentína
Kvenleiðtogum aldrei fjölgað hraðar
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta frá 1979 til 1990, féll frá í vikunni. Thatcher var áhrifamikill forsætisráðherra heima
fyrir en varðaði einnig veginn fyrir konur í stjórnmálum víða um heim enda aðeins sjötta konan til að leiða nútímaríkisstjórn.
VIGDÍS OG THATCHER Vigdís Finnbogadóttir, þá forseti Íslands, heimsótti Thatcher
í Downing-stræti 10, bústað forsætisráðherra Breta, árið 1983 í opinberri heimsókn
í Bretlandi. Vigdís var eins og Íslendingar þekkja fyrsti þjóðkjörni kvenkyns forseti
heims. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sirimavo Bandaranaike
Forsætisráðherra Srí Lanka
frá 1960 til 1965, 1970 til
1977 og 1994 til 2000.
➜ Fyrsta konan til að leiða
nútímaríkisstjórn.
➜ Tók við sem leiðtogi
valdaflokksins í Srí
Lanka eftir að eigin-
maður hennar, sem
var vinsæll forsætis-
ráðherra, var myrtur.
➜ Dóttir þeirra varð síðar
forsætisráðherra og
forseti Srí Lanka.
Indira Gandhi
Forsætisráðherra Indlands
frá 1966 til 1977
og 1980 til 1984.
➜ Dóttir Jawaharlal
Nehru, fyrsta forsætis-
ráðherra Indlands og
eins leiðtoga sjálfstæð-
ishreyfingar Indverja.
➜ Réði lögum og lofum
í stjórnkerfi Indlands
frá 1966 til 1984 með
stuttu hléi.
➜ Var myrt af tveimur
lífvörðum sínum árið
1984.
Golda Meir
Forsætisráðherra Ísraels frá
1969 til 1974.
➜ Virkur þátttakandi í
stjórnmálum í Ísrael
frá stofnun ríkisins árið
1948.
➜ Var lýst sem járnfrú
ísraelskra stjórnmála
löngu áður en Thatcher
var gefið það viðurnefni.
➜ Embættistíð hennar var
viðburðarík og má nefna
gíslatökuna á Ólympíu-
leikunum í München og
Yom Kippur-stríðið.
Gro Harlem Brundtland
Forsætisráðherra Noregs árið
1981, frá 1986 til 1989 og
1990 til 1996.
➜ Læknir sem lærði við
Harvard-háskóla.
➜ Settist á þing
fyrir jafnaðarmenn árið
1977 og var kjörin for-
maður þeirra árið 1981.
➜ Enn mjög vinsæl í
Noregi en Brundtland
leiddi Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunina
að stjórnmálaferli
sínum loknum.
Fleiri leiðtogar sem vörðuðu veg kvenna í stjórnmálum
1 kona leitt ríkisstjórn
(+ Júgoslavía sem er ekki lengur til)
2 konur leitt ríkisstjórn
3 konur eða fl eiri leitt ríkisstjórn
Dóminíka
Haítí
San Marínó
VIÐ VILJUM VITA
MÖGULEG INNGANGA ÍSLANDS Í
EVRÓPUSAMBANDIÐ SNÝST UM HAGSMUNI
ALMENNINGS – UM LÍFSKJÖR – UM FRAMTÍÐ.
KLÁRUM VIÐRÆÐURNAR OG SJÁUM
SAMNINGINN.
JAISLAND.IS