Fréttablaðið - 13.04.2013, Page 37

Fréttablaðið - 13.04.2013, Page 37
PALLURINN LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Kynningarblað Gróður, viðarvörn, pallaolía, heitir pottar, harðviður, skjólveggir. Húsasmiðjan var frumkvöðull í hönnun sól-palla og skjólveggja hérlendis fyrir aldarfjórð-ungi. Samvinna Húsasmiðjunnar og franska landslagsarkitektsins Stanislas Bohic vakti mikla at- hygli á sínum tíma og átti eftir að fæða af sér ótal sól- palla og skjólveggi um allt land. Í dag býður fyrir- tækið upp á heildarþjónustu fyrir viðskiptavini sem eru að íhuga byggingu sólpalls eða skjólveggs. Einar Sveinsson hjá söludeild Húsasmiðjunnar segir sól- pallinn stækka íverustað fjölskyldunnar og bjóða upp á fjölbreytta möguleika, auk þess sem hann eykur verðgildi eignarinnar. „Þegar hugað er að byggingu sólpalls er mikilvægt að undirbúa sig vel. Það þarf til dæmis að huga að því hvar og hvenær sólin skín, hvar eigi að staðsetja heita pottinn, grillið og húsgögnin. Einnig þarf að huga að jarðveginum og gróðri á lóð- inni.“ Teikningar í þrívídd Húsasmiðjan býður upp á ráðgjöf, allt efni og verk- færi til pallasmíðar og að sjálfsögðu allt á pallinn sjálfan. „Húsasmiðjan býður þjónustu garðhönnuð- ar sem teiknar pallinn í þrívídd frá mismunandi sjón- arhornum. Þannig sér viðskiptavinur hugmyndina í þrívídd og grunnteikningu ásamt verðáætlun fyrir öllu, allt niður í smæstu skrúfu. Fyrir þá sem vant- ar verkfæri og tæki til pallasmíða bjóðum við upp á öfluga áhaldaleigu þar sem viðskiptavinir geta feng- ið bora, staurabora, litlar gröfur og ýmis önnur tæki og tól.“ Þegar kemur að framkvæmdinni sjálfri hvetur Einar fólk til að leita ráða hjá fagmönnum, að minnsta kosti til að koma að koma sér af stað. „Lang- vinsælasta efnið sem við seljum í palla og skjólveggi er AB gagnvarin fura. Húsasmiðjan selur eingöngu efni með viðurkenndri gagnvörn sem endist til fjölda ára en þau eru samkvæmt ströngustu umhverfis- reglum. Einnig er mikilvægt að nota ryðfríar skrúfur ef pallurinn er nálægt sjó.“ Lerki hefur einnig verið að vinna á, að sögn Einars, en það er náttúrulega gagn- varið og dugir í áratugi. Lerkið þarf líka minna við- hald ef fólk sættir sig við að láta það grána en lerk- ið fær silfurgráan lit. Einnig er í boði harðviður sem endist von úr viti að sögn Einars, enda nánast eins og bryggjudekk. Reglulegt viðhald nauðsynlegt Ef vandað er til verksins í upphafi að sögn Ein- ars getur sólpallurinn og skjólveggurinn enst vel og lengi, sérstaklega ef hann fær reglulegt viðhald með því að bera á hann pallaolíu eða viðeig- andi viðarvörn. „Það þarf að bera fyrst á hann fljótlega eftir að hann er tilbúinn. Svo þarf að bera á hann reglulega, helst á hverju ári. Best er að gera þetta á vorin og sumrin en það þarf að muna að þrífa hann vel áður.“ Ekki má gleyma því sem fer á pallinn. Húsasmiðjan býður upp á gott úrval grilla, húsgagna og heitra potta og boðið er upp á heimsendingarþjón- ustu vara á sanngjörnu verði. Ráðgjafar og sölumenn Húsasmiðjunnar um land allt eru ávallt tilbúnir að veita þjónustu og eru flestir þeirra faglærðir með margra ára reynslu. Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa í síma 525-3000 og allar nánari upplýsingar má finna á www.husa.is. Allt fyrir pallinn hjá Húsasmiðjunni Viðskiptavinir fá ráðgjöf og allt efni í pallasmíðina í verslunum Húsasmiðjunnar. Fyrirtækið var á sínum tíma frumkvöðull hérlendis í hönnun sólpalla og skjólveggja. Auk þess býður Húsasmiðjan upp á úrval grilla, húsgagna og heitra potta á pallinn. Gott er að eiga notalega stund í heitum potti á pallinum heima. MYND/ÚR EINKASAFNI Húsasmiðjan býður upp á ráðgjöf vegna pallasmíðar, efni í pallinn, verkfæri og að sjálf- sögðu allt á pallinn sjálfan, að sögn Einars Sveinssonar hjá söludeild Húsasmiðjunnar. MYND/GVA Ef vandað er til verksins í upphafi getur pallurinn enst vel og lengi. Húsasmiðjan leigir út tæki og tól til pallagerðar og selur úrval grilla og hús- gagna á pallinn. MYND/ÚR EINKASAFNI MYND/ÚR EINKASAFNI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.