Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 40

Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 40
KYNNING − AUGLÝSINGJóga LAUGARDAGUR 13. APRÍL 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512 5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hatha-jóga Sú grein jóga sem er hvað vinsæl- ust á Vesturlöndum. Unnið er með hatha-jógastöður (asana), öndun (pranayama) og slökun (yoga nidra). Talið er að hatha-jóga næri líkamann og skapi jafnvægi í líkamsstarfseminni s.s. innkirtla- kerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfinu, hring- rás öndunar og blóðrásar og melt- ingu. Gr u n n l í k a m sstöðu r na r í hatha-jóga eru 84 en svo eru til margar útfærslur. Á Íslandi er kenndar ýmsar útgáfur af hatha- jóga, til dæmis kripalu-jóga. Karma-jóga Iðkun sem byggist á óeigingjarnri þjónustu. Hún byggist á því að þjóna velferð og andlegri vakn- ingu annarra án þess að vera háð útkomunni eða persónulegum ávinningi. Ásetningur karma-jóga er að sjá helgidóminn í sérhverri manneskju. Bhakti-jóga Hentar vel þeim sem hafa djúpa hjartatengingu við lífið, eru hrifnæmir og njóta fegurð- arinnar í lífinu. Þá eru not- aðar möntrur, söngvar, bænir og helgisiðir sem tengja djúpt við guð- dóminn og kærleiksvit- undina og opna hjarta okkar fyrir skilyrð- islausum kærleika og einingu. Raja-jóga Betur þekkt á Ve s t u r- löndum sem ashtanga, einnig þekkt sem „roy a l yoga“ ( jóga- hugleiðslu). Þetta er kerfis- bundin leið til sjálfsuppgötvun- ar og byggir á skilgreiningu Pat- anjali í Yoga Sutra. Ashtanga vin- yasa-jóga er kraftmikið, liðkandi og styrkjandi fyrir líkamann. Það á að auka einbeitingu og úthald, veita slökun og hugarró. Ashtanga vinyasa-jóga bygg- ist á seríum sem fólk lærir utan að. Sería er samansett af líkams- stöðum (asanas) í ákveðinni röð sem styðja hver aðra. Á milli as- anas eru tengiæfingar (vinyasa) sem mynda ákveðið flæði og hita. Ujjayi-öndun er tengd við hverja hreyfingu og er eins og þráður í gegnum alla seríuna. Kundalini-jóga Samkvæmt hefðinni er kundalini- jóga stundað í vernduðu umhverfi þar sem skyldustörf eru minnkuð eins og hægt er og þannig skapað rými til þess að vinna djúpt með að gefa eftir inn í einingu alls sem er. Kundalini-jóga (Yogi Bhaj- an) er kröftugt, markvisst og um- breytandi jóga. Unnið er mark- visst að því að styrkja innkirtla- og ónæmiskerfið. Aðferðin byggir á öndun, jógastöðum, möntrum, hugleiðslu og slökun. Til eru fjöl- margar útgáfur af kundalini-jóga. Jnana-jóga Er iðkun visku og þekkingar og byggist á því að stúdera texta og helgar ritningar til að ef la meðvitund um sjálfan sig og aðra. Með því að iðka jóga verðum v ið meðv ituð um viskuna sem býr hið innra og jnana- jóg i n n ný t i r sér alla reynslu t.d. úr karma- , bhakti-, raja-, eða hatha-jóga til þess að öðl- ast meðvitund u m v i s k u n a handan við tví- hyggju hugans. Mismunandi greinar jóga Á vef Jógakennarafélags Íslands www.jogakennari. is er lýsing á nokkrum mismunandi greinum jóga. Hatha-jóga er hvað vinsælast á Vesturlöndum en margar aðrar greinar jóga eru einnig kenndar. Búddalík- neski í hefð- bundinni lótus- stellingu. LÓTUSINN Lótusstellingin er alþekkt í jóga. Stellingin á að draga dám af fullkominni samhverfu og fegurð lótusblómsins. Siddh- artha Gautama, upphafsmaður búddismans, og guðinn Shiva úr hindúatrúnni eru venjulega sýndir í þessari stöðu. Til að setjast í lótusstellinguna er best að sitja á jógamottunni með fætur beina og bakið beint. Gott er að hugsa um að einhver togi í spotta sem standi upp úr hausnum á manni. Dragðu hægri hælinn í átt að maganum, settu hægri fótinn upp á vinstra lærið. Dragðu síðan vinstri hælinn að naflanum og hvíldu vinstri fótinn ofan á hægra læri. Dragðu and- ann djúpt og settu síðan hendurnar mjúklega á hnén þannig að lóf- arnir vísi upp í loft. Kristbjörg hefur lengi kennt jóga. Jógakennaranám Kristbjörg Kristmundsdóttir hefur kennt jóga í um 25 ár auk þess að þjálfa nýja jógakennara síðastliðin tíu ár. Hún er bæði með 240 tíma kennaranám og framhaldsnám sem er 500 tímar. „Kenn- aranámið fer ýmist fram í Bláfjöllum eða að Sólheimum í Gríms- nesi og í Reykjavík. Námið er ætlað öllum þeim sem hafa ástund- að jóga og vilja verða jógakennarar. Einnig hentar það þeim sem vilja vaxa og þroskast eða dýpka ástundunina og sig sem jógar,“ útskýrir Kristbjörg. „Jóga er miklu meira en iðkun á dýnu. Jóga þýðir eining og jóga- fræðin sýna okkur hinar ýmsu leiðir að henni. Fegurðin í jóga, viskan og dýptin er óendanleg. Í jóganáminu fer ég í grunninn á undirstöðu alls jóga og á dýpra svið jógafræðanna. Næsta 200 tíma nám hefst 2. ágúst.“ Kristbjörg er með jógatíma í Gerðubergi á mánudögum og miðvikudögum kl 17.15. Skólinn heitir Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar en hægt er að senda fyrirspurnir á kristbjorg@kristbjorg.is eða skoða heima- síðuna www.kristbjorg.is. jóga og Orkustöðvarnar Suðurlandsbraut 2 • Sími 444 5090 www.nordicaspa.is hefst 6. maí Mán. og mið. kl. 17:15 - 18:45 Kennari: Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur og jógakennari verð: 19.900 kr (meðlimir 4.900 kr) 4 vikna námskeið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.