Fréttablaðið - 13.04.2013, Síða 50
Umferðarstofa var bæði árið 2009 og 2010 valin stofnun ársins í könnun sem gerð var á meðal félagsmanna SFR –
stéttarfélag í almannaþjónustu. Árið 2012 var stofnunin í öðru sæti. Hjá stofnuninni starfa um 55 starfsmenn. Lögð er
áhersla á þjónustu, árangur, áreiðanleika og jákvæðni. Tilgangur Umferðarstofu er að auka lífsgæði með því að efla
öryggi í umferðinni. Stofnunin hefur innleitt stefnumiðað árangursmat og er því mikið lagt upp úr mælanlegum árangri.
Upplýsingar um Umferðarstofu má finna á heimasíðu www.us.is.
Upplýsingar veita:
Elísabet Sverrisdóttir
elisabet@hagvangur.is
Inga Steinunn Arnardóttir
inga@hagvangur.is
Kristín Guðmundsdóttir
kristin@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 29. apríl 2013.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is
Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k.
sex mánuði ef staða losnar á ný.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Starfsmaður í notendaþjónustu á
upplýsingatæknisvið
Forritari í NorType verkefnið
Lögfræðingur á rekstrarsvið
Helstu verkefni
Verkefni lögfræðings felast m.a. í svörun erinda sem stofnuninni
berast, mótun laga og reglna um bíltæknileg málefni, umferð og
umferðaröryggi. Innleiðingu EB-gerða, viðhaldi, breytingum og
túlkun laga og reglugerða sem eru á starfssviði stofnunarinnar,
ásamt gerð stjórnvaldsákvarðana í málum stofnunarinnar.
Starf lögfræðings heyrir undir yfirlögfræðing stofnunarinnar.
Starfshlutfall er 100%. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Fullnaðarpróf í lögfræði er skilyrði
• Góð þekking á sviði stjórnsýsluréttar er æskileg
• Mjög gott vald á íslensku, bæði í ræðu og riti
• Mjög gott vald á ensku, bæði í ræðu og riti
• Færni í Norðurlandamálum er kostur
• Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður,
úrræðagóður, skipulagður, drífandi, jákvæður og
fær í mannlegum samskiptum
Helstu verkefni
NorType verkefnið snýst um skráningu tæknilegra atriða úr evrópskum
heildargerðarviðurkenningum á fólksbifreiðum, sendibifreiðum og
mótorhjólum. Hlutverk forritara er að sjá um og þróa tölvukerfi NorType,
sem í dag eru unnin í Ruby on Rails með bakvinnslu í Clojure, JRuby og
Xquery. Möguleiki er á að þróa kerfin í aðra átt, með stuðningi frá öðrum
forriturum stofnunarinnar.
Starfið hentar einstaklingi sem er opinn fyrir því að læra og setja sig inn í
nýja hluti og þróast í starfi. Fyrst um sinn mun nýr forritari vinna samhliða
núverandi forritara NorType, en taka síðar við verkefninu að fullu.
Starfshlutfall er 100%. Upphafsdagur ráðningar er eftir samkomulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði,
eða önnur reynsla sem nýtist í starfi forritara
• Góð þekking á Excel, XML og gagnagrunnskerfum
nauðsynleg
• Þekking á Ruby on Rails, JRuby, Clojure
og Xquery kostur
• Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg
• Viðkomandi þarf að búa yfir miklu frumkvæði,
sjálfstæði í vinnubrögðum, vandvirkni, og hafa
sérlega góða samstarfs- og samskiptahæfileika
Helstu verkefni
Starfið felst aðallega í notendaaðstoð, uppsetningu og
þjónustu á vél- og hugbúnaði starfsmanna auk annarra
fjölbreyttra verkefna. Starfið hentar einstaklingi sem vill hafa
mikið að gera og læra nýja hluti. Starfshlutfall er 100%.
Gert er ráð fyrir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Rík þjónustulund
• Mjög góð almenn tölvukunnátta
• Góð þekking á Microsoft hugbúnaði á útstöðvum
• Góð þekking á tölvum og tengdum búnaði og færni til
bilanagreininga
• Þekking á netkerfum, tengingum og samskiptabúnaði
• Þekking á Microsoft hugbúnaði á netþjónum æskileg
• Microsoft gráður eru kostur
• Leitað er að einstaklingi sem er metnaðarfullur, samvisku-
samur og góður í mannlegum samskiptum, sýnir frumkvæði
og getur unnið sjálfstætt og í hóp
Vakin er athygli á því að þann 1. júlí nk. mun Umferðarstofa sameinast Flugmálastjórn og hluta Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar
undir nafninu Samgöngustofa. Öll störf og verkefni Umferðarstofu munu flytjast til nýrrar stofnunar.