Fréttablaðið - 13.04.2013, Page 78
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38
Góðu verkin fram í dagsljósið
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi miðvikudag. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á
einstaklingum og verkefnum sem geta verið öðrum til fyrirmyndar. Lesendur Fréttablaðsins tóku þátt í að tilnefna til
verðlaunanna og bárust á fjórða hundrað tilnefningar. Dómnefnd vann úr tilnefningunum og kynnir nú niðurstöðuna.
STEINDÓR ANDERSEN
Steindór hefur með starfi
sínu með íslenskum tónlistar-
mönnum unnið ómetanlegt
starf við framgang og kynn-
ingu íslenskrar rímnahefðar.
Farsælt samstarf Steindórs
við hljómsveitir og tónlistar-
menn á borð við Sigur Rós,
Hilmar Örn Hilmarsson og Erp
Eyvindarson hefur vakið verð-
skuldaða athygli. Steindór hefur
með flutningi sínum unnið að
miðlun og varðveislu íslenskrar
tónlistarhefðar.
FÉLAG ELDRI BORGARA
OG GRUNNSKÓLABÖRN Í
REYKJANESBÆ
Félag eldri borgara á Suður-
nesjum og grunnskólabörn
í Reykjanesbæ tóku í fyrra
höndum saman um að brúa
bil kynslóðanna með margvís-
legum verkefnum og samstarfi.
Í tilefni af útnefningu Evrópu-
samtaka aldraðra á árinu 2012
sem Evrópuári aldraðra leitaði
Félag eldri borgara á Suður-
nesjum eftir því við skóla-
yfirvöld að liðkað yrði fyrir
heimsóknum fulltrúa félagsins í skóla sveitarfélagsins. Þessar heimsóknir
hafa auðgað skólastarfið og verið bæði börnunum og eldri borgurunum
mikils virði.
MARGRÉT PÁLMADÓTTIR
Margrét hefur unnið mikilsvert starf með kórum og um árabil stuðlað
að söngmennt stúlkna og kvenna. Hún stofnaði Stúlknakór Reykjavíkur
haustið 1994 og hefur verið listrænn stjórnandi hans frá upphafi. Kórinn
hefur alltaf verið stór og eru félagar nú um eitt hundrað, á aldrinum fimm
til nítján ára. Framlag Margrétar til þess að þroska söngnæmi nemenda
með flutningi kórtónlistar er ómetanlegt.
FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR
SIGURLAUG HERMANNSDÓTTIR
Sigurlaug hefur um árabil verið ötul í
félagslífinu á Blönduósi. Meðal annars
hefur hún, ásamt eiginmanni sínum
Hlyni Kárasyni, boðið eldri borgurum
á Blönduósi til árlegrar veislu heima
hjá sér. Þau sækja fólkið á eigin bíl og
selflytja í nokkrum ferðum. Hefur fólk
í byggðarlaginu á orði að heimsóknin
til Sigurlaugar og Hlyns jafngildi
árshátíð eldri borgara.
HALLDÓR GUNNAR PÁLSSON
Halldór, sem er kórstjóri Fjallabræðra, hefur stuðlað að aukinni samkennd
þjóðarinnar með upptöku á laginu Ísland. Hann hefur ferðast vítt og breitt
um landið til þess að fanga rödd þjóðarinnar. Um 30 þúsund landsmenn
hafa með glöðu geði tekið þátt í söngnum. Framtak Halldórs hefur haft
góð og hvetjandi áhrif í bæjarfélögum víða um land og þátttakendur hafa
fundið til samkenndar í gegnum sönginn.
GUÐMUNDUR STEFÁN
GUNNARSSON
Guðmundur Stefán
er íþróttakennari við
Akurskóla í Reykjanesbæ.
Hann hafði frumkvæði
að stofnun Júdódeildar
UMFN fyrir fáeinum
misserum. Guðmundur
hefur gefið vinnu sína og
æfingar í júdó hafa verið
börnum að kostnaðar-
lausu. Júdóhugsjónin er
Guðmundi hugleikin og
markmiðið með íþrótta-
starfinu er að veita
börnum og unglingum
tækifæri til að efla bæði
líkamlegt og andlegt
atgervi.
HVUNNDAGSHETJAN
ALZHEIMER-KAFFI
Alzheimer-kaffi er fyrir fólk með alzheimer og
skylda sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Kaffi-
húsið er sett upp með það að markmiði að gefa
fólki tækifæri til þess að koma saman þar sem
þörfum þeirra er mætt. Með þessu er markvisst
unnið að því að draga úr einangrun sem fólk með
minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra kunna
að finna fyrir, auk þess að bjóða upplyftingu og
aðstoð.
KAFFISTOFA SAMHJÁLPAR
Kaffistofan er fyrir utangarðsfólk og aðstöðu-
lausa og hefur verið starfrækt frá árinu 1982.
Fyrstu árin var opið virka daga og á stórhátíðum.
Haustið 2001 bættist svo við helgaropnun og
hefur kaffistofan verið opin alla daga síðan. Að
jafnaði fær kaffistofan rúmar hundrað heim-
sóknir á dag, eða upp undir 40 þúsund á ári.
Tveir starfa á kaffistofunni, sem að auki nýtur
liðsinnis sjálfboðaliða.
KATTHOLT
Kattavinafélagið var stofnað árið 1976 og hóf
þegar að taka til dvalar heimilislausa óskilaketti.
Fljótlega bauð félagið einnig upp á vistun katta
ef eigendur þurftu að bregða sér frá. Hús félags-
ins, Kattholt, var opnað í júlí 1991. Í Kattholti er
ávallt staðinn vörður um gott atlæti katta, að þeir
eigi sér húsaskjól og fái mat. Markmið Kattholts
er einnig að upplýsa fólk um mikilvægi þess að
merkja og gelda ketti og veita almenna fræðslu
um kattahald.
SAMFÉLAGSVERÐLAUN
PROJEKT POLSKA
Hópur ungra Pólverja vinnur að aðlögun og eflingu
félagsstarfs og bættum aðstæðum innflytjenda á
Íslandi. Hópurinn telur að innflytjendur beri sjálfir
á því nokkra ábyrgð að bæta hag sinn og kalli það
á virka starfsemi. Stór þáttur í starfi félagsins er
að kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska
menningu hérlendis, þannig megi mynda tengsl og
aukinn skilning á milli landanna tveggja.
ADHD-SAMTÖKIN
ADHD-samtökin fagna aldarfjórðungsafmæli á
árinu. Markmið samtakanna er að börn og full-
orðnir með athyglisbrest og skyldar raskanir njóti
sannmælis í samfélaginu og fái þjónustu sem
stuðlar að bættum lífsgæðum. Samtökin vinna
mikilvægt starf þegar kemur að börnum og ung-
lingum með ofvirkni og athyglisbrest. Fræðslufundir
samtakanna eru jafnan mjög vel sóttir en auk þess
standa samtökin fyrir námskeiðshaldi af ýmsu tagi
og útgáfu fræðsluefnis.
SENDIHERRAR SAMNINGS SAMEINUÐU
ÞJÓÐANNA UM RÉTTINDI FATLAÐRA
Sjö einstaklingar með þroskahömlun kynna
samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs
fólks og eru sendiherrar samningsins. Þau vinna að
því að kynna samninginn og freista þess að breyta
viðhorfi til fatlaðra til hins betra. Sendiherrarnir
eru Gísli Björnsson, Ingibjörg Rakel Bragadóttir, Ína
Valsdóttir, María Hreiðarsdóttir, Skúli Steinar Péturs-
son, Þórey Rut Jóhannesdóttir og Þorvarður Karl
Þorvarðarson. Verkefnisstjóri er Ásdís Guðmunds-
dóttir, kennari hjá Fjölmennt.
TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM
Umboðs- og dreifingaraðili Ray Ban á Íslandi