Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2013, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 07.05.2013, Qupperneq 1
SAMFÉLAGSMÁL „Þetta er síðasta sort,“ segir Jóhann Karl Þóris- son, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sjö úti- gangsmenn gistu fangageymslur í fyrrinótt að eigin ósk því þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Stór hluti mannanna er af erlend- um uppruna. Vegna uppruna síns eiga þeir ekki kost á að nota gisti- skýlin í borginni því til þess þurfa skjólstæðingar að hafa skráð lög- heimili í Reykjavík. „Þeir fá enga sérmeðferð held- ur er bara skellt í lás á eftir þeim eins og öðrum föngum. Þeir þurfa því að fá sérstakt leyfi til að pissa eins og gengur um aðra svo banka þeir bara á hurðina að morgni þegar þeir vilja komast út og er þá sleppt. Þetta er mjög sorglegur veruleiki,“ segir Jóhann. Reykjavíkurborg hyggst skoða mál erlendu mannanna sérstak- lega. „Þetta er nýr vandi sem við blasir,“ segir Elfa Björk Ellerts- dóttir, upplýsingafulltrúi velferða- sviðs borgarinnar. „Það er hér hópur erlendra manna á vergangi sem varð fyrst sýnilegur fyrir einhverri alvöru í fyrravor. Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem þeir sækja í lög- reglustöðina í ár. En þangað hafa þeir sótt nokkrum sinnum frá því í mars. Okkur þykir sannarlega kominn tími til að skoða þeirra mál sérstaklega,“ segir Elva. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins eru mennirnir sem um ræðir í kringum tíu. Þeir hafast við í miðbænum á daginn eða nýta sér dagsetur á Hólmaslóð. Hjálp- ræðisherinn er lokaður á sumrin og nýttur sem gistiheimili fyrir ferðamenn. Mennirnir eru því með öllu úrræðalausir. - mlþ FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 HREYFINGARLEYSIKyrrseta hefur slæm áhrif á heilsu. Nýleg bresk könn- un leiddi í ljós að fjórðungur fullorðinna einstaklinga gengur í aðeins eina klukkustund á viku. 43 prósent til viðbótar ganga í minna en tvær klukkustundir á viku.Þurrktæki Er rakastigið of hátt? www.ishusid.isS: 566 6000 Stjórnaðu rakastiginu,dragðu úr líkum á myglusvepp Skipholti 29b • S. 551 0770 15% afsláttur af sumarvörum Boston leður Svart, Hvítt st. 35-48Rautt st. 36-42Blátt st. 36-47 Reynsluaostur Nissan LeafMclaren P1 að seljast uppAlfa Romeo jepplingur Honda og Mazda auka hagnað ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 B LAR 2 SÉRBLÖÐ Fólk | Bílar Sími: 512 5000 7. maí 2013 106. tölublað 13. árgangur Grípa þarf til aðgerða Ekki dugar lengur að þagga niður vandann sem ríkir í fataiðnaði í Bangladess heldur þurfa vestræn fyrirtæki að grípa til raunverulegra aðgerða. Þetta segja sérfræðingar í almannatengslum. 12 Fornskógurinn í Drumbabót Nú er sannað að birkiskógur í Fljótshlíð eyddist í hamfaraflóði veturinn 822 til 823. 2 Neita sök Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson segjast ekki hafa gert neitt rangt við 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu. 6 Utanríkismál vegalítil Sagnfræð- ingur telur mikilvægi utanríkismála í myndun ríkisstjórnar veigaminni en oft áður. 10 Þetta er mjög sorg- legur veruleiki.“ Jóhann Karl Þórisson, aðalvarðstjóri MENNING Brynja Þorgeirsdóttir tekur við sem ritstjóri Djöflaeyjunnar á RÚV. 34 SPORT Rúnar Kárason og félagar hjá Grosswallstadt hafa átt í vandræðum með að fá greidd laun í vetur. 30 10, 30 og 100 stk pakkning fæst án lyfseðils í næsta apóteki „Snjöll og bráðskemmtileg spennusaga.“ B R Y N D Í S L O F T S D Ó T T I R B Ó K S A L I www.forlagid.is SKOÐUN Björn Guðmundsson, íbúi í Norðlingaholti, skrifar um skógræktar öfgar í Elliðaárdal. 16 MENNING „Þetta var þrælgaman. Ég sat og glotti við tönn megnið af tímanum,“ segir Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann komst að áhuga- verðum niðurstöðum þegar hann rannsak- aði muninn á ummælum og hegðun karla og kvenna á einni Facebook-síðu yfir einn sólar- hring. Hann skoðaði tvö hundruð stöðuupp- færslur frá 113 mismunandi einstaklingum og 516 ummæli frá 360 einstaklingum á síð- unni. Finnur flokkaði efnið á Facebook í sam- félags-, stjórnmála- og hversdagsflokka. Samkvæmt niðurstöðu hans setja konur tvö- falt oftar en karlar inn hversdags-stöðuupp- færslur, til dæmis ef þær hafa skroppið í bíl- túr á Þingvöll, sett inn myndir af börnunum, eða svokallaða „montstatusa“ um börnin sín. Í samfélagsflokki tjáðu konurnar sig um föt eða tísku en karlar ræddu íþróttir og skelltu inn bröndunum. Karlar tjáðu sig jafn- framt mun meira um tónlist eða kvikmyndir en konur. Jafnræði var á milli kynjanna þegar stjórnmálaum- ræða var annars vegar. Á Facebook virtust karlar tjá sig að langmestu leyti um stöðuupp- færslur hjá öðrum körlum og konur gerðu það sama hjá öðrum konum, eða í um 75% tilfella í báðum tilvikum. - fb / sjá síðu 34 Rannsakaði muninn á ummælum og hegðun karla og kvenna á Facebook: Konur eru montnari á Facebook RANNSÓKN Finnur Friðriksson dósent skoðaði tvö hundruð stöðuuppfærslur frá 113 mis- munandi einstaklingum á Facebook. STJÓRNSÝSLA Forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands segir safnið munu hverfa frá Hafnar- firði og kvikmyndasýningar í bænum leggjast af verði Gafl- araleikhúsinu falinn rekstur Bæjarbíós. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vilja að Gafl- araleikhúsið taki við rekstri Bæjarbíós og að Kvikmyndasafnið verði þar líka. Forstöðumaðurinn segir það ekki ganga. Kvikmyndasafnið hafi flust í Hafnarfjörð vegna Bæjar- bíós. Safnið muni leita réttar síns vegna tugmilljóna sem fóru í end- urgerð hússins sem hafi bjargað því „frá þeirri niðurlægingu sem það var komið í eftir margra ára leikhússtarfsemi“. - gar Fararsnið á Kvikmyndasafni: Segja ófært að deila BæjarbíóiErlendir ógæfumenn gista hjá lögreglunni Hópur erlendra útigangsmanna hefur engan næturstað og leitar því á náðir lög- reglu til að geta hallað höfði sínu. Þeir mega ekki sækja gistiskýlin nema hafa skráð lögheimili í Reykjavík. „Sorglegur veruleiki,“ segir aðalvarðstjóri. Bolungarvík 2° NA 5 Akureyri 6° A 3 Egilsstaðir 6° A 4 Kirkjubæjarkl. 8° SA 4 Reykjavík 8° NA 4 Rigning með köflum eða slydda sunnan- og austanlands en bjart með köflum norðaustan til. Strekkingur allra syðst annars fremur hægur vindur. 4 SAMGÖNGUR „Isavia ohf. fer vinsamlega fram á að notkun nafnsins Leifsstöð verði hætt í fréttaflutningi þegar átt er við Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þess í stað notað fullt nafn flug- stöðvarinnar, styttingu þess „FLE“, Keflavíkurflugvöllur eða flugstöðin á Keflavíkurflugvelli eftir því sem best þykir henta hverju sinni,“ segir í orðsendingu frá Isavia. Vísað er til þess að Leifsstöð sé skráð firmanafn óskylds aðila. Því sé enginn réttur til notkunar nafnsins í tengslum við flugstöð- ina. „Orðið virðist á hinn bóginn allmikið notað í daglegu tali fólks og stundum á opinberum vett- vangi, hugsanlega til styttingar í einhverjum tilvikum eða hrein- lega af vana en það réttlætir ekki notkunina á opinberum vett- vangi,“ segir Isavia. - gar Misskilningur leiðréttur: Leifsstöð heitir ekki Leifsstöð ERLENDUR SVEINSSON ÍSLANDSMEISTARAR DAG EFTIR DAG Karla- og kvennalið Fram urðu Íslandsmeistarar í handbolta tvo daga í röð. Stelpurnar unnu á sunnudaginn og strákarnir fylgdu því síðan eftir með því að vinna titilinn í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM, VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.