Fréttablaðið - 07.05.2013, Qupperneq 2
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í
gær úrskurð héraðsdóms þar sem
ákvörðun innanríkisráðherra um
framsal pólsks afbrotamanns til
Póllands var staðfest.
Maðurinn er ákærður í Póllandi
fyrir að vera viðriðinn skipulögð
glæpasamtök og þátttöku í skot-
bardaga. Hann er einnig ákærð-
ur fyrir tvær alvarlegar líkams-
árásir og tilraun til ráns þar sem
maður særðist en skorið var af
honum annað eyrað. Hann er einn-
ig ákærður fyrir ærumeiðingar
í garð fangavarða sem voru við
skyldustörf.
Í greinargerð ríkissaksóknara
kemur fram að maðurinn hafi í júlí
2006 verið dæmdur í sex ára fang-
elsi fyrir að vera viðriðinn skotárás í
nóvember 2000 þar sem einn maður
lést og annar særðist lífshættulega.
Maðurinn krafðist að ákvörðun
innanríkisráðuneytisins yrði felld úr
gild og sagðist óttast að hann myndi
ekki njóta réttlátrar málsmeðferð-
ar heima fyrir. Á þetta féllst hvorki
héraðsdómur né Hæstiréttur. - hó
SPURNING DAGSINS
Er allt hægt á Djúpavogi?
„Ekki spurning! Allir góðir hlutir
gerast hægt.“
Gauti Jóhannesson er sveitarstjóri
Djúpavogshrepps sem er fyrsta sveitarfélagið
á Íslandi sem gengur til liðs við Cittaslow-
hreyfinguna.
Hæstiréttur staðfestir að pólskur afbrotamaður verði sendur heim:
Grunaður um fjölda glæpa
HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur staðfesti
framsalsbeiðni í gær.
STJÓRNMÁL „Við erum að ná utan um rammann
að stjórnarsáttmála smám saman, sagði Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í
gærkvöld um gang stjórnarmyndunarviðræðn-
anna við Framsóknarflokksins.
Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Framsóknarflokksins, héldu í gær áfram
viðræðum sínum í sumarhúsi við Þingvallavatn.
„Þetta hefur gengið ljómandi vel þessa tvo
daga. Við byrjum á stóru myndinni og fikrum
okkur smám saman niður eftir málaflokkunum.
Ég sé fyrir mér að við endum á frágangsatriðum
þegar að fram í sækir. Auðvitað eru efnahags-
málin fyrirferðamikil til að byrja með,“ svar-
aði Bjarni sem ekki kvaðst telja fyrirstöðu vera í
þeim efnum.
„En það er augljóst að efnahagsmál eru stóru
mál næstu ára. Verkefnið er að endurheimta stöð-
ugleika og fá hagkerfið til að vaxa að nýju. Við
stöndum frammi fyrir þeirri miklu áskorun að
láta enda ná saman í fjármálum ríkisins á sama
tíma og við þurfum að styðja við skuldsett heimili
og leita leiða til að auka ráðstöfunartekjur fólks.“
Aðspurður sagði Bjarni skiptingu ráðuneyta
afskaplega takmarkað verið rædda og alls ekki
hver eigi að gegna embætti forsætisráðherra. „Við
höfum ekki rætt það ennþá,“ svaraði Bjarni. - gar
Bjarni Benediktsson segir stjórnarmyndunarviðræður ganga ljómandi vel:
Nálgast nýjan stjórnarsáttmála
Á ÞINGVÖLLUM Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni
Benediktsson ræddu myndun ríkisstjórnar í gær.
MYND/SVANHILDUR HÓLM
LÖGREGLUMÁL Maður var hand-
tekinn í Breiðholti í fyrrinótt
grunaður um líkamsárás og
ölvun við akstur. Sá handtekni
hafði rotað mann á veitingahúsi
í austurborginni og farið burt af
vettvangi á bifreið.
Maðurinn fékk að gista fanga-
geymslur og til stóð að ræða
við hann þegar runnið væri af
honum.
Þá réðst kona í annarlegu
ástandi á starfsmann veitinga-
húss og var handtekin. - kh
Erill hjá lögreglunni:
Rotaði mann
og ók á brott
NEYTENDUR Verð á hráefni lækk-
ar að meðaltali um þrjú prósent
í ár, samkvæmt spá samtaka
evrópskra þjóðhagsstofnana,
AIECE. Gert er ráð fyrir að verð
á matvælum lækki mest eða um
tíu prósent, að því er kemur fram
í frétt á vef Hufvudstadsbladet.
Ástæðan er sögð vera hægur
hagvöxtur í heiminum. Offram-
boð er á mörgum tegundum hrá-
efnis og veldur það verðlækkun.
Veruleg hækkun varð á verði
á matvælum árið 2011 en í fyrra
lækkaði það um fimm prósent.
Verð á kaffi, kakói og tei hefur
lækkað um næstum fjórðung.
- ibs
Samtök þjóðhagsstofnana:
Lægra mat-
vælaverði spáð
SPURNING DAGSINS
Til leigu verslunarhúsnæði við Fjarðargötu 19 í miðbæ Hafnarfjarðar.
Hægt er að leigja húsnæði á bilinu 130 til 364,2 fermetrar.
Góð bílastæði, gott aðgengi og stórir gluggar. Húsnæðið er laust.
Uppl. veita Úlfar Þór Davíðson s: 897-9030 og
Gunnar Skúli Guðjónsson 696-7008
Til leigu verslunarhúsnæði
á besta stað í miðbæ Hafnarfjarðar
TIL
LEI
GU
DANMÖRK Sautján ára piltur lést af skotsárum á Ríkisspítalanum í
Danmörku á aðfaranótt mánudags. Þetta er þriðja dauðsfallið í Kaup-
mannahöfn á þessu ári eftir skotárásir á götum úti. Pilturinn var skot-
inn tvisvar í höfuðið á fjölförnum stað í Tingbjerg-hverfi á sunnu-
dagskvöld. Þar er ein fjölmennasta glæpaklíka borgarinnar, Loyal to
Familia, einmitt fyrirferðarmikil.
Lögregla sagði að verknaðurinn bæri flest merki aftöku þar sem
skotmaðurinn gekk beint upp að piltinum og skaut hann af stuttu færi.
Frá áramótum hefur mikill órói einkennt undirheimana í Kaup-
mannahöfn þar sem stórar klíkur berast á banaspjót og hnífa- og skot-
árásir skipta tugum. Lögregla fékk nýlega aukafjárveitingu að upphæð
tíu milljónir danskra króna til að bregðast við ástandinu. - þj
Mikill órói ríkir í undirheimum Kaupmannahafnar:
Táningur myrtur á götu úti
ÓÖLD Sautján ára piltur lést af sárum sínum í fyrrakvöld. Hann var skotinn í höf-
uðið á götu úti í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI RANNSÓKNIR Tekist hefur að aldurs-
greina fornskógaleifar við eyrar
Þverár í Fljótshlíð af mikilli
nákvæmni. Nú er sannað að skógur-
inn eyddist í jökulhlaupi veturinn 822
til 823, og það nær örugglega eftir
Kötlugos. Staðurinn nefnist Drumba-
bót og er í landi eyðibýlisins Aura-
sels.
Ólafur Eggertsson, sérfræðingur
hjá Skógrækt ríkisins, segir um að
ræða nákvæmustu aldursgreiningu
með geislakolsaðferð (C-14) á ein-
stökum atburði sem framkvæmd
hefur verið á Íslandi. Rannsóknin
fór fram í vetur við ETH-háskól-
ann í Zürich í Sviss. Mældir voru
allir árhringir í einu fornbirkinu frá
Drumbabót og niðurstöðurnar sýndu
að árhringurinn næst berki í trénu
myndaðist sumarið 822.
„Þessi nákvæma aldursgreining
byggir á því að árin 774 og 775 eftir
Krist urðu mjög miklar breytingar á
geislakoli í andrúmslofti og er þessi
atburður skráður, ef svo má segja, í
árhringjum forntrjánna í Drumba-
bót. Hlaupið sem grandaði skóginum
á Markarfljótsaurum átti sér því stað
veturinn 822-23, mjög líklega vegna
eldgoss í Kötlu. Hér eru því að öllum
líkindum komnar upplýsingar um síð-
asta hamfaraflóðið sem fór í vest-
ur og yfir Markarfljótsaura,“ segir
Ólafur.
Nú vinnur Ólafur að því að finna
öskulag frá Kötlu sem passar við upp-
lýsingarnar úr C-14 mælingunni. Það
hefur ekki tekist enn þá, en í aldurs-
greiningum Kötluösku í borkjarna frá
Mývatni segir Ólafur að nytsamlegar
upplýsingar liggi fyrir.
Ekki er rannsóknin einsdæmi. Við
Selsund við Heklurætur er skógur
sem eyddist í öskuflóði sem Ólafur
telur að megi aldursgreina með svip-
uðum hætti. Um mun eldri atburð er
að ræða í því tilviki, en sá atburður
átti sér stað fyrir um 2.800 árum.
Ólafur bætir við að árið 2004 voru
gerðar aldurgreiningar á forntrján-
um með geislakolsgreiningu og niður-
stöður þeirra sýndu að skógurinn
eyddist fyrir um 1.200 árum (755-
830). Í Drumbabót er á hverjum hekt-
ara lands 500–600 lurkar. Gildustu
lurkarnir eru yfir 30 sentimetrar í
þvermál sem er sambærilegt við stór
birkitré í skógum landsins í dag.
svavar@frettabladid.is
Fornskógur eyddist í
flóði veturinn 822-23
Með nákvæmustu rannsókn sinnar tegundar hér á landi liggur fyrir að fornskóg-
urinn í Drumbabót eyddist veturinn 822-23. Hér er nær örugglega fengin „dag-
setning“ á síðasta hamfaraflóði frá Kötlu sem fór vestur og yfir Markarfljótsaura.
Í FLJÓTSHLÍÐ Í Drumbabót er fjöldi trjádrumba sem standa 20 til 60 sentí-
metra upp úr sandi. Allt eru þetta birkitré og mælingar sýna að þau drápust
öll á nákvæmlega sama tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNUNGVERJALAND, AP Forsætis-
ráðherra Ungverjalands, Viktor
Orban, segir stjórnvöld í land-
inu ekki líða gyðingahatur. Hann
ávarpaði heimsþing gyðinga við
upphaf þess í gær, en var harð-
lega gagnrýndur. Orban sagði
gyðingahatur færast í vöxt í land-
inu, sem og í Evrópu. Það mætti
ekki umbera.
Þrátt fyrir að ræðu Orban hafi
verið fagnað að hluta lýstu full-
trúar einnig yfir vonbrigðum
með að hann hafi ekki talað um
þriðja stærsta stjórnmálaflokk
landsins, hægriflokkinn Jobbik.
Flokkurinn mótmælti flokks-
þinginu um helgina. - þeb
Forsætisráðherra fundar:
Segist ekki líða
gyðingahatur
Hér eru því að
öllum líkindum
komnar upplýs-
ingar um síðasta
hamfaraflóðið
sem fór í vestur
og yfir Markar-
fljótsaura
Ólafur Eggertsson
sérfræðingur hjá
Skógræktinni