Fréttablaðið - 07.05.2013, Qupperneq 4
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
FJÁRMÁL Framlög ríkisins til stjórnmála-
flokka á árunum 2010 til 2013 nema rúmlega
1,2 milljarði króna. Árlegar greiðslur hafa
numið frá 295 til 334 milljóna króna á ári.
Þetta kemur fram í yfirliti fjármála- og
efnahagsráðuneytisins.
Greiðslur til stjórnmálasamtaka eru sam-
kvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Fram-
lagið fer til stjórnmálasamtaka sem hafa
fengið hið minnsta einn mann kjörinn á þing
eða náð 2,5% atkvæða. Það framlag skiptist
hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni
í næstliðnum kosningum.
Samfylkingin hefur fengið 375 milljónir á
tímabilinu, Vinstri græn 273 milljónir. Sjálf-
stæðisflokkur fékk í sinn hlut 298 milljónir og
Framsóknarflokkurinn 186 milljónir. Fimmti
flokkurinn sem hlaut greiðslur úr ríkissjóði
á tímabilinu var Borgarahreyfingin eða 91
milljón.
Þegar litið er til greiðslu til stjórnmála-
hreyfinga er taka til úrslita nýliðinna kosn-
inga kemur í ljós að þrjár hreyfingar náðu
2,5% lágmarkinu án þess að tryggja sér þing-
mann; Dögun, Flokkur heimilanna og Lýð-
ræðisvaktin. Greiðslur til þeirra verða hátt í
30 milljónir króna, en framlögin koma ekki til
greiðslu fyrr en í byrjun næsta árs. - shá
Ríkið greiddi stjórnmálaflokkunum um 300 milljónir á ári á kjörtímabilinu:
Flokkarnir fengið 1,2 milljarða króna
Samfylkingin 375
Sjálfstæðisflokkurinn 298
Vinstri-græn 273
Framsóknarflokkurinn 186
Borgarahreyfingin 91
➜ Framlög til flokka 2010-2013
Allr tölur eru í milljónum króna
VEÐUR Ellefu stiga hita mældist í
Skaftafelli í gær en níu stig í Reykja-
vík. „Þetta er ágætis hiti en hvort
sumarið er komið þori ég ekki að
segja. Það gætu komið einhverjar
breytilegar áttir með hlýindum en
svo kólnar aftur. Svona er þetta bara
alltaf í apríl og maí,“ segir Kristín
Hermannsdóttir, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands.
„Það hlýnar kannski heldur
næstu daga. Verður norðaustan-
átt á miðvikudag og norðaustan eða
breytileg á fimmtudag. Það ætti því
að verða heldur hlýrra í bili. Hitinn
gæti farið upp í tólf stig á suðvest-
urhorninu. Á föstudag er útlit fyrir
að það verði suðlægar áttir um
helgina og hiti tvö til sjö stig.“ - kh
Búast má við betra veðri:
Hiti gæti farið
upp í tólf stig
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akra-
nesi stöðvaði fyrir skömmu konu
við akstur sem reyndist ökurétt-
indalaus. Þetta var í þrettánda
skiptið sem hún er stöðvuð vegna
þessa.
Þá stöðvuðu lögreglumenn
annan ökumann sem þeir vissu
að var sviptur ökuréttindum og
stöðvuðu för hans. Prófun á lög-
reglustöð benti til að hann væri
auk þess undir áhrifum amfeta-
míns, metamfetamíns og kanna-
bisefna. Læknir var fenginn á lög-
reglustöð til að taka blóðprufu sem
send var til frekari rannsóknar. - kh
Ólögleg Skagakona á ferð:
Án ökuréttinda
í þrettánda sinn
STJÓRNSÝSLA„Sýningar kvikmynda
á vegum safnbíós eins og Kvik-
myndasafnið rekur geta ekki átt
samleið með rekstri leikhúss í sama
húsnæði,“ segir í bréfi Erlends
Sveinssonar, forstöðumanns Kvik-
myndasafns Íslands, vegna ákvörð-
unar bæjarráðs Hafnarfjarðar að
fela Gaflaraleikhúsinu rekstur
Bæjar bíós.
Í bréfi Erlends segir að verði leik-
húsi falinn rekstur hússins verði
kvikmyndasýningum hætt. „Mun
safnið þá eðli málsins samkvæmt
í kjölfarið taka niður sýningarað-
stöðu sína, sýningarvélar, mynd-
varpa, sýningartjald, öryggiskerfi
og fleira. Jafnframt er eðlilegt að
safnið kanni rétt sinn vegna kostn-
aðar sem það hefur lagt út í,“ skrif-
ar Erlendur.
Þrátt fyrir þessa skýru afstöðu
Kvikmyndasafns Íslands samþykkti
bæjarráðið að fela bæjarstjóra að
undirbúa samning við Gaflara-
leikhúsið um umsjón og rekstur
Bæjarbíós og einnig samninga við
Leikfélag Hafnarfjarðar og Kvik-
myndasafn Íslands um afnot af hús-
næðinu.
„Bæjarráð leggur áherslu á að
við útfærslu nauðsynlegra end-
urbóta á húsnæðinu verði eftir
fremsta megni tekið tillit til þarfa
Kvikmyndasafnsins vegna sýn-
ingarhalds þess í húsinu og hugað
verði að því að vernda það sem enn
telst upprunalegt og hefur sérstakt
varðveislugildi,“ var bókað í bæjar-
ráðinu.
Erlendur segist í samtali við
Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um
málið að svo stöddu. Í fyrrgreindu
bréfi til bæjaryfirvalda segir hann
málið mundu verða óheillaspor
fyrir kvikmyndamenningu þjóð-
arinnar og að kvikmyndasýningar
leggjast af í Hafnarfirði til fram-
búðar. Kvikmyndasafnið hafi flutt í
Hafnarfjörð vegna Bæjarbíós.
„Sá flutningur var ekki óum-
deildur og ráðuneyti menningar- og
menntamála hefur orðið að verja þá
ákvörðun allt til þessa dags vegna
viðvarandi kröfu um að starfsemin
eigi fremur heima í miðbæ Reykja-
víkur en í Hafnarfirði,“ segir í bréfi
forstöðumannsins sem bendir á
sögulega sérstöðu Bæjarbíós.
„Það er hiklaust talið einstakt í
sinni röð, ekki aðeins á Íslandi held-
ur einnig á Norðurlöndum og þótt
víðar væri leitað,“ segir Erlendur,
sem einnig minnir á að ríkið hafi
lagt tugmilljónir króna í að færa
bíóið til upprunalegs horfs. „Með
þeirri endurgerð og virðingu fyrir
sögu hússins hefur því verið bjarg-
að frá þeirri niðurlægingu sem það
var komið í eftir margra ára leik-
hússtarfsemi.“ gar@frettabladid.is
206,8504
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,79 116,35
180,21 181,09
151,7 152,54
20,347 20,467
19,877 19,995
17,715 17,819
1,1668 1,1736
174,65 175,69
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
06.05.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Schwinn Lil sta
rdust
Barnahjól
28.995 kr.
16” stráka og stelpustell
ERLENDUR SVEINSSON Forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands segir ómetanlegu menningarlegu djásni verða umbylt verði
rekstur Bæjarbíós í Hafnarfirði falinn leikhúsi. Safnið muni þá hverfa úr bænum með allar sýningarvélar sínar. SANMSETT MYND
ÁRÉTTING
Myndin sem fylgdi frétt í blaði
gærdagsins um tilraunaverkefni upp-
lýsingaveitunnar Já var ekki af bíl á
vegum fyrirtækisins líkt og mátti skilja
af myndatexta.
Kvikmyndasafnið farið fái
Gaflaraleikhúsið Bæjarbíó
Bæjarstjórnin í Hafnarfirði hyggst fela Gaflaraleikhúsinu rekstur Bæjarbíós sem Kvikmyndasafn Íslands leigir.
Forstöðumaður safnsins segir það munu taka niður sýningarvélarnar, hverfa úr Hafnarfirði og leita réttar síns.
Ráðuneyti menn-
ingar- og menntamála
hefur orðið að verja þá
ákvörðun allt til þessa dags
vegna viðvarandi kröfu um
að starfsemin eigi fremur
heima í miðbæ Reykjavíkur
en í Hafnarfirði.“
Erlendur Sveinsson, forstöðumaður
Kvikmyndasafns Íslands.
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Fimmtudagur
Hæg eða fremur hæg breytileg átt.
HELDUR HLÝNAR um landið norðanvert næstu daga þó ekki séu hlýindi í kortunum.
Á morgun og fimmtudag verður nokkuð bjart, síst þó á Austurlandi, en á föstudag
snýst í sunnanátt með dálítilli vætu.
2°
5
m/s
5°
4
m/s
8°
4
m/s
8°
10
m/s
Á morgun
Strekkingur með SA-strönd annars
hægari.
Gildistími korta er um hádegi
8°
6°
8°
2°
4°
Alicante
Aþena
Basel
26°
21°
22°
Berlín
Billund
Frankfurt
24°
19°
22°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
21°
17°
17°
Las Palmas
London
Mallorca
25°
20°
23°
New York
Orlando
Ósló
20°
26°
21°
París
San Francisco
Stokkhólmur
21°
18°
19°
8°
4
m/s
6°
8
m/s
6°
4
m/s
3°
6
m/s
6°
3
m/s
6°
4
m/s
2°
3
m/s
9°
4°
9°
6°
6°