Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.05.2013, Qupperneq 12
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Aðalfundur Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, þriðjudaginn 14. maí kl. 17,00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 4. gr. í skipulagsskrá Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Stjórnin STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA 6,3% Fastir vextir Óverðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu 2,5% Fastir vextir Verðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu Nýjung í landslaginu Við bjóðum ölbreytt úrval innláns- reikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% 36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% Miðað við útgefna vaxtatöflu MP banka 11. apríl 2013. BANGLADESS Fatafyrirtæki verða að grípa til raunverulegra aðgerða til að bæta aðbúnað starfsmanna í Bangladess. Það dugar ekki leng- ur að reyna að þagga niður vand- ann. Þetta segja almannatengla- sérfræðingar sem AP-fréttastofan hefur rætt við. Nú er ljóst að yfir sex hundruð manns létust þegar bygging við Rana-torg í Dakka hrundi til grunna. Yfirvöld höfðu fyrirskip- að að byggingunni yrði lokað en yfirmenn fimm fataverksmiðja hótuðu að draga mánaðarlaun af starfsmönnum sem ekki mættu til vinnu. Þrjár efstu hæðir hússins voru byggðar án leyfis og húsið var ekki ætlað verksmiðjurekstri. Þrýst hefur verið á vestræn stórfyrirtæki að grípa til aðgerða til að bæta ástandið í Bangladess. Margir undirskriftarlistar eru til að mynda í gangi á netinu. „Ég held að það sé ekki leng- ur nóg að segja: við erum ekki viðriðnir þessar ákveðnu verk- smiðjur. Fyrirtækin halda að þegar eitthvað hræðilegt eins og þetta gerist muni almanna- tengsl laga það. En nei. Þau verða að fara og laga vandann. Og þá, aðeins þá, geta þau auglýst að þau hafi gert eitthvað til að laga ástandið,“ segir Caroline Sapriel, sem er yfirmaður CS&A, stórs almannatengslafyrirtækis. Annar almannatengill, Rahul Sharma, segir stóru fataframleiðendurna treysta á skammtímaminni vest- rænna neytenda, sem einblíni á verðið en hugsi ekki um það hvar vörur eru framleiddar. Það sé hins vegar áhættusöm stefna, enda þurfi lítið til að skemma orð- spor stórra fyrirtækja. Aðeins breska fyrirtækið Pri- mark og kanadíska fyrirtækið Loblaw hafa viðurkennt að fram- leiðsla á fötum frá þeim hafi farið fram í verksmiðjunum. Bæði fyr- irtækin hafa lofað að borga fórn- arlömbum og fjölskyldum þeirra bætur vegna málsins. Forstjóri Loblaw hefur bent á að 28 fyrir- tæki til viðbótar hafi verslað við verksmiðjurnar, og hefur skorað á þau fyrirtæki að stíga fram. Mörg stórfyrirtæki hafa fundað með forsvarsmönnum fataiðnað- arins í Bangladess undanfarna daga. Þeirra á meðal er fataris- inn H&M, sem er stærsti kaup- andi fata frá Bangladess. Fyrirtækin hafa einnig verið hvött til þess að samþykkja áætl- un verkalýðsfélaga um uppbygg- ingu og óháðar, reglulegar eftir- litsferðir í verksmiðjur. Áætlunin myndi bæta aðbúnað í fataiðnaði alls landsins og vestrænu fyrir- tækin myndu fjármagna uppbygg- inguna. Aðeins tvö fyrirtæki hafa hing- að til sagst reiðubúin til að und- irrita slíka áætlun. Önnur hafa hafnað henni á þeim forsendum að hún sé of dýr fyrir fyrirtækin og að stjórnvöld í landinu eigi að bera ábyrgð á umbótum. thorunn@frettabladid.is Fatarisar grípi til aðgerða í Bangladess Ekki dugar að þagga niður vandann í fataiðnaði í Bangladess, heldur þurfa vest- ræn fyrirtæki að grípa til raunverulegra aðgerða til að bæta ástandið. Aðeins tvö fyrirtæki hafa játað að hafa keypt föt úr verksmiðjum sem hrundu í síðustu viku. SYRGT Í DAKKA Þessi kona bar kennsl á lík dóttur sinnar um helgina. Enn er mjög margra saknað og líklega langt þar til hægt verður að segja til um nákvæman fjölda þeirra sem létust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fataiðnaður í Bangladess veltir 20 milljörðum Bandaríkjadala á ári, eða 2.320 milljörðum íslenskra króna. Föt eru 80% alls útflutnings frá Bangladess 4.400 krónur eru lágmarks- mánaðarlaun í Bangladess – eða 38 dollarar. Milljarðavelta MENNING Fyrsta eintak Símaskrárinnar 2012-2013 var afhent við hátíðlega athöfn í tækjamiðstöð Björgunarsveitarinnar OK í Reykholti í Borgarfirði í gær. Viðstaddir voru félagar úr björgunarsveitunum í nágrenninu. Símaskráin þetta árið er tileinkuð sjálfboðaliðastarfi Slysavarnar- félagsins Landsbjargar. Reynslusögur og þakkir landsmanna sem hafa notið góðs af starfi Landsbjargar eru birtar í símaskránni. Með þessu vilja forráðamenn símaskrárinnar minna á þau verðmæti sem íslenskt samfélag á þeim 18 þúsund konum og körlum sem helga starfi Lands- bjargar frítíma sinn og eru ávallt reiðubúin þegar á þarf að halda. Símaskráin er 1.512 síður og kemur út í 100 þúsund eintökum. Hún hefur verið gefin út síðan 1905. - hó Símaskrá 2013 er komin út og fáanleg á um 100 stöðum: Sjálfboðaliðastarf Landsbjargar er innblástur Símaskrárinnar FYRSTA BÓKIN Snorri H. Jóhannesson, bóndi og björgunarsveitarmaður, tekur við fyrstu Símaskránni úr hendi Margrétar Lenu Kristensen líffræðinema.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.