Fréttablaðið - 07.05.2013, Síða 14
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
D
ómarar í knattspyrnuleikjum meistaradeildar karla
fá 156% hærri laun en þeir sem dæma leiki í efstu
deild kvenna. Ástæðan er sú að leikir karlanna
„eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað
tvímælis og það þýðir að gerðar eru meiri kröfur til
dómaranna“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knatt-
spyrnusambands Íslands, í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni
í gærmorgun. Hann benti á
að ekki væri hægt að tala um
kynjamisrétti í þessu sambandi
þar sem dómarar í efstu deildum
væru undantekningalítið karl-
kyns. Þórir bætti um betur og
afsakaði launamuninn með því
að hið sama gilti þegar leikur
í Meistaradeild Evrópu væri
borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn væri hrað-
ari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Það
var og.
Íslensk kvennaknattspyrna hefur á undanförnum árum verið
flaggskipið í íslenskri knattspyrnuútgerð og landslið kvenna
stendur landsliði karlanna langt framar á alþjóðlegum skölum.
Heldur eru þetta því kaldar kveðjur frá forráðamönnum KSÍ
sem samkvæmt þessu meta framlag kvennanna til jafns við
neðrideildarlið í Noregi á meðan karlalandsliðið er lagt að jöfnu
við bestu lið Evrópu. Eða telur framkvæmdastjórinn að landslið
kvenna sé samansett af konum sem ekki spila í efstu deild kvenna
hér á landi? Að þar spili einhverjar ofurkonur sem sprottið hafi
upp úr engu? Sennilegra er að honum þyki kvennaknattspyrna
almennt bara vera eitthvert dútl sem líkja má við það sem honum
þykir greinilega vera botninn í knattspyrnuheiminum: neðrideild-
arlið í Noregi.
Fordómarnir sem í þessum orðum birtast ættu svo sem ekki
að koma neinum sem fylgst hefur með íslenskri knattspyrnu á
óvart. Bæði forkólfar KSÍ og íþróttafréttamenn, sem flestir eru
karlkyns, hafa talað niður til „stelpnanna okkar“ í gegnum árin
þrátt fyrir frábæran árangur þeirra á alþjóðlegum mótum. Undir-
tónninn er sá að knattspyrna sé karlmannaíþrótt og engan veginn
hægt að taka sparkandi konur alvarlega. Þær standi sig auðvitað
vel greyin á sínum krúttlegu forsendum en frammistaða þeirra
standist engan samanburð við getu karlanna.
Það versta er að þessir fordómar eru svo inngrónir að fram-
kvæmdastjóri KSÍ virðist ekki sjá neitt athugavert við þessa
samlíkingu. Honum er í mun að ekki sé hægt að ásaka sambandið
um kynjamisrétti í launagreiðslum og bendir réttilega á að þar
sem dómararnir séu langflestir karlkyns eigi sú skilgreining ekki
við. Kvenfyrirlitningin sem í orðum hans birtist virðist hins vegar
algjörlega fara fram hjá honum. Kvennaleikir eru auðveldari fyrir
dómarana þar sem þeir eru hægari og færri atvik orka tvímælis
segir hann. Gaman væri að sjá einhverja statistík sem styður
þessa fullyrðingu eða liggur þarna að baki einungis sú viðtekna
skoðun að konur séu stilltari, hlíti reglum betur og séu almennt
með minni óskunda en karlar? Lifir mýtan um góðu stelpuna enn
svona góðu lífi innan stjórnar KSÍ? Er þá ekki löngu tímabært að
stokka upp í stjórninni og kynna meðlimi hennar fyrir 21. öldinni?
Kvenfyrirlitning í fjórða veldi:
Neðrideildar-
leikur í Noregi
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Sumarið er gleðitími fyrir margar fjöl-
skyldur og nú þegar hafa margir skipu-
lagt sumarið, hvert á að fara og hvað á
gera. Fríin snúast oftast um að gera eitt-
hvað saman, upplifa eitthvað nýtt og öðru-
vísi og eignast sameiginlegar minningar
sem er einmitt svo mikilvægt í öllum fjöl-
skyldum.
Hjá þeim fjölskyldum sem standa höll-
um fæti getur þessi tími valdið kvíða. Er
hægt að verða við óskum barna sem svo
gjarnan vilja upplifa skemmtilega hluti
með vinum og fjölskyldu? Ósk um sumar-
búðir, hjól, hestanámskeið eða annað sem
vinirnir eru að gera, getur verið ókleifur
múr fyrir margar fjölskyldur. Hvað þá að
geta gert eitthvað saman sem fjölskylda,
hvort sem það er að fara í útilegu eða í
sumarbústað. Sumarið getur því verið erf-
iður tími hjá þeim sem búa við fátækt. Oft
er eina lausnin að börnin fái að fara eða
gera eitthvað en staðan leyfir ekki að fjöl-
skyldan í heild upplifi nýja hluti. Augljóst
er að börn og foreldar sem búa við slíkar
aðstæður búa ekki við sömu lífsgæði og
aðrar fjölskyldur landsins.
Hvað gerum við þá?
Hjálparstarf kirkjunnar hefur undanfar-
in ár í samstarfi við Velferðarsjóð barna
aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að
verða við óskum barna sinna. Vænting-
arnar eru margvíslegar, oft í takt við hvað
vinir barnanna eru að gera; fara í sumar-
búðir, fara á línuskauta eða á siglinga-
námskeið. Við höfum valið að hlusta á
óskir hvers barns og fjölskyldu þess í stað
þess að kaupa t.d. sumarbúðir fyrir alla.
Það er mikilvægt fyrir börn og unglinga
að geta verið með vinum og deilt upp-
lifunum með þeim, jákvæð sameiginleg
upplifun lifir lengi og styrkir félagsauð
hvers barns. Við vildum gjarnan geta gert
meira í að styðja fjölskylduna í að gera
hluti saman, t.d. með því að fara í útilegu
eða sumarbústaðaferð, en til þess þarf
aukið fjármagn. Fjármagn sem er vel
varið og skilar góðum arði OG gleðilegu
sumri fyrir fleiri. Ert þú aflögufær? Þá
getur þú greitt valgreiðslu í heimabankan-
um þínum eða haft samband við Hjálpar-
starfið.
Er sumarið gleðitími fyrir alla?
HJÁLPARSTARF
Vilborg
Oddsdóttir
félagsráðgjafi
Hjálparstarfs
kirkjunnar
➜ Hjálparstarf kirkjunnar hefur
undanfarin ár í samstarfi við Vel-
ferðarsjóð barna aðstoðað efna-
minni fjölskyldur við að verða við
óskum barna sinna.
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
„Snjöll og bráðskemmtileg
spennusaga.“ B R Y N D Í S L O F T S D Ó T T I R
B Ó K S A L I
Sjónarsviptir
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra,
hlaut ekki brautargengi í nýafstöðn-
um þingkosningum, en leggur fram
mat á stöðunni í stjórnarmyndun
á bloggi sinu. Hann segist vona að
„Krónustjórnin“ muni leggja áherslu
á að halda krónunni. Jón fjallar í
stuttu máli um fyrrverandi félaga
sína í fráfarandi ríkisstjórn. „Svika-
söng“ forsætisráðherra og hennar
„heimiliskatta“ um krónuna,
sem og „smákattanna“ í for-
ystu aðila vinnumarkaðarins,
í gjaldmiðilsmálum mætti
jafnvel segja að varðaði við
„drottinssvik“. Brotthvarf
Jóns Bjarnasonar
af þingi verður
sannarlega áfall
fyrir upplýsta og hófstillta umræðu
á Alþingi.
Hrært í pottunum
Fyrrverandi samherji Jóns í
ríkisstjórn, Össur Skarphéðinsson,
fráfarandi utanríkisráðherra, hefur
mundað pennann svo eftir hefur
verið tekið síðustu daga og vikur
og nýtt hann til að hræra í hinum
pólitísku pottum sem kraumar
duglega í. Á meðan forsvars-
menn væntanlegrar
stjórnarandstöðu halda
sig til hlés atast Össur
og segir meðal annars
að Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
hafi „brutt
tauga-
kerfi“ Sjálfstæðisflokksins svo
flokkurinn minni helst á borðtusku
og forsvarsmenn hans séu bæði
tilbúnir til að afsala sér forsætisráð-
herrastólnum og ganga að skulda-
lækkunarhugmyndum Framsóknar.
Enn brosa borgarbúar
Síðustu misserin hafa sjálfstæðis-
menn í Reykjavík reynt að hamra
á því að brandarinn hjá Besta
flokknum væri búinn. Í könnun
sem var kynnt í gær kom hins
vegar fram að tæpur þriðjungur
borgarbúa myndi ljá Jóni Gnarr
og félögum atkvæði sitt,
rétt undir kjörfylgi flokksins.
Reykvíkingar virðast því ennþá
vera til í gamanið.
thorgils@frettabladid.is