Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 23
Þ
að er mál manna að
sýningin hafi heppn-
ast mjög vel. Það var
einnig frábær mæting
en yfir tuttugu þúsund
gestir komu hingað í
Fífuna um helgina sem
er metaðsókn. Það er greinilega
mikill áhugi meðal almennings á
bílum og það er vonandi að Íslend-
ingar fari nú að endurnýja bíla-
flotann sem er orðinn einn sá elsti
í Evrópu,“ segir Özur Lárusson,
framkvæmdastjóri Bílgreinasam-
bandsins, en sambandið stóð fyrir
stórsýningu á bílum og tækjum í
Fífunni um helgina.
Á sýningunni Allt á hjólum var
að finna nýjustu bílana á mark-
aðnum, auk þess sem margir
bílar voru sérstaklega fluttir til
landsins í tilefni sýningarinnar.
Alls voru um hundrað bílar og á
fimmta tug ferðavagna sýndir á
fjögur þúsund fermetrum. Mikið
var um spennandi og áhuga-
verða bíla enda sýndu öll bíla-
umboðin nýjustu gerðir af bílum
sínum. Auk allra helstu bílaum-
boða landsins voru einnig með á
sýningunni fyrirtæki sem bjóða
vörur og þjónustu sem á einn eða
annan hátt tengjast farartækjum.
YFIR 20 ÞÚSUND
GESTIR Á ALLT Á HJÓLUM
Margir forvitnilegir bílar voru fluttir til landsins vegna sýningarinnar
Reynsluaostur Nissan Leaf
Mclaren P1 að seljast upp
Alfa Romeo jepplingur
Honda og Mazda auka hagnað
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Svo gæti farið að enginn bílaframleiðandi sjái
ástæðu til að útbúa bíla sína með útvarpi. Ástæða
þessa er sú að internettengingar, streymi tónlist-
ar og samhæfing snjallsíma í bílum eru að leysa
af hólmi útvarpið og áhersla bílaframleiðendanna
er á hina nýju tækni. Því benda líkur til þess að
engin ástæða sé til að útbúa nýja bíla með hefð-
bundnu útvarpi innan 5-7 ára. Fólk getur áfram
hlustað á sína útvarpsstöð, en sú útsending kemur
með inter nettengingu, ekki FM- eða AM-hljóð-
bylgjusendingu. Bílaframleiðendur kappkosta nú
að útbúa bíla sína 4G internettengingu og General
Motors verður mjög fljótlega með slíka tengingu í
sínum bílum.
Öryggismál að hafa útvarp
Ekki eru allir jafn hrifnir af þessari þróun og benda
á að háhraðatengingu við Internetið sé ekki svo
auðvelt að ná í dreifbýli eða á fjöllum þar sem
lengra er á milli senda og útvarpsbylgjur náist
mjög langt frá þeim sendum sem þeir útvarpa. Því
sé verðugt öryggissjónarmið fólgið í því að hafa
áfram útvarp í bílum.
Engin
útvörp
í bílum
árið
2020
B LAR
LEGUR OG PAKKDÓSIR
VAGNHÖFÐI 7 – SÍMI 517 5000