Fréttablaðið - 07.05.2013, Page 37

Fréttablaðið - 07.05.2013, Page 37
ÞRIÐJUDAGUR 7. maí 2013 | MENNING | 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 07. MAÍ 2013 Tónleikar 20.00 Sigurgeir Agnarsson, sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó- leikari koma fram á tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík í Garðabæ sem haldin er í Tónlistarskóla Garðabæjar. Fundir 19.30 Kristín Arnþórsdóttir bókasafns- fræðingur leiðir umræður um Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur innan bókmennta- félagsins, sem er opinn félagsskapur bókaáhugamanna sem hittist reglulega á Bókasafni Seltjarnarness. 20.00 Félagsvist spiluð hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík Stangarhyl 4. Tónlist 20.30 Kvintett danska kontrabassaleik- arans Richard G. Andersson og íslenska saxófónleikarns Sigurðar Flosasonar kemur fram á djasskvöldi á Kexi. 21.00 Kammerhópurinn Stilla heldur tónleika á Rósenberg. Fyrirlestrar 12.00 Randi Benedikte Brodersen, lekt- or í dönsku máli við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn Sprogmixere og purister. Sprogbrug, sprogholdninger og identitet blandt danskere i Norge. í fyrirlestrasal Norræna hússins. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. BÆKUR ★★★ ★★ Úlfshjarta Stefán Máni JPV-ÚTGÁFA Stefán Máni rær á ný mið í nýj- ustu bók sinni Úlfshjarta. Bókin er flokkuð sem „young-adult“ bók en einfaldara er nú að flokka hana sem unglingabók, enda markhópurinn 12 til 15 ára unglingar, ef mér skjátlast ekki. Í anda þeirra bóka sem vin- sælastar hafa verið fyrir þennan aldurshóp er Úlfshjarta með yfirnáttúrulegu ívafi, aðalsögu- hetjan Alexander reynist vera varúlfur og fjallar sagan um þau átök sem því fylgja og leiðina til bata með aðstoð óvirkra varúlfa. Stefnuskrá óvirkra varúlfa er sótt þráðbeint í 12 spora kerfi AA-samtakanna að öðru leyti en því að sporin eru þrettán í tilfelli varúlfanna og erfða- venjurnar sömuleiðis. Freist- andi er því að lesa söguna sem varnaðar orð til unglinganna um að varast áfengi og eiturlyf sem breyta karakternum og gera fólk óábyrgt gerða sinna. Verst bara að unglingarnir fatta þau skila- boð sennilega ekki. Þótt bókin sé með þessum formerkjum er hér árgangs Stefán Máni á ferð: átök pers- óna við sjálfar sig og þá sem standa þeim næst, átök milli góðs og ills alias undir- heimalýðs og þeirra sem feta þrönga stíg- inn, yfirnáttúrulegir kraftar, glæpir og syndagjöld. Auk Alexanders eru aðalpersónur bókarinnar stelpan sem hann er skotinn í, Védís, vondi varúlfurinn Rúnar sem þó á sér málsbætur, góði óvirki varúlfurinn Sæmundur, sem leiðbeinir Alexander um leiðina út úr varúlfamennskunni, og drulludelinn Eddi feiti sem virð- ist vera rotinn frá grunni. Allar þessar persónur þekkjum við úr fyrri bókum Stefáns Mána nema unglingana tvo en þó má með góðum vilja lesa Alexander sem yngri útgáfu af Herði lögreglu- manni sem við þekkjum úr nýj- ustu glæpasögum SM. Allar eru þær vel dregnar og sannfærandi þótt lesandi eigi dálítið erfitt með að kyngja því að Alexander sé nítján ára, eins barnslegur og óreyndur og hann er. Védís er hins vegar sterkasta kvenpers- óna sem SM hefur skapað og óskandi að hann skrifaði fleiri bækur með hana í for- grunni. Sagan er vel sögð og mátulega spenn- andi, ofbeldi og kynlíf í hæfilegum skömmt- um og hin aldagamla barátta þeirra sem eru á skjön við samfélagið skemmtilega sett fram. Ofan í kaupið er hér heilmikill fróðleikur um goðsöguna um varúlfa í gegnum aldirnar þótt atriðið frá Noregi á þrettándu öld hefði gjarnan mátt missa sig. Bókin er prýðilega stíluð og á köflum er textinn með því besta sem Stefán Máni hefur skrifað. Það er ekkert slegið af kröfun- um þótt ætlaður lesendahópur sé yngri en sá sem hann hefur áður skrifað fyrir. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Hressileg og vel skri- fuð unglingasaga með sannferðugum persónum og skemmtilegri útfærslu á átökunum við fíkniefnaneyslu. 13 spora kerfi fyrir varúlfa 2010 Grímuverðlaunin fyrir leikmyndina í Fjölskyldunni 2008 Grímuverðlaunin fyrir Hamskiptin (tilnefndur til Evening Standard Theatre Awards fyrir sömu sýningu 2006) 2006 Grímuverðlaunin fyrir Woyzeck og Afmælisveisluna Styttum prýddur ferill Barkar FJÖLSKYLDAN HAMSKIPTI AFMÆLISVEISLAN WOYZECK E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 7 3 6 KEX klikkar ekki Pétur Marteins og Gunnar kokkur á KEX taka á móti þúsundum erlendra og innlendra ferðalanga í hverjum mánuði. Sumir ferðast yfir hálfan hnöttinn og vantar afslappaða gistingu meðan aðrir koma gangandi í mat, drykk eða á tónleika. Það eru alltaf hundrað hlutir í gangi á KEX og þess vegna þurfa kerfin að vera traust og örugg. Fyrirtæki Með Símavist er fyrirtækið í sterkara sambandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.