Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2013, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 07.05.2013, Qupperneq 40
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 28 TÓNLIST ★★ ★★★ Grúska Babúska Grúska Babúska SYNTHADELIA RECORDS Grúska Babúska er fyrsta plata samnefndr- ar sveitar sem skipuð er þeim Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, Arn- dísi A. K. Gunnarsdótt- ur, Guðrúnu Birnu La Sage de Fontenay og Dísu Hreið- ars. Umbúðirnar eru að sönnu frumlegar og glæsilegar, usb-lyk- ill í líki babúsku, en innihaldið öllu misjafnara að gæðum. Á köflum gengur blandan af þjóðlaga- og rafpoppi mjög vel upp hjá Grúsku Babúsku. Þess ber helst merki í fyrstu tveimur lögunum (af sex, því í raun er um stuttskífu að ræða), Slagaranum og Daradada. Bæði eru stórgóð, melódísk og nánast dáleiðandi. Þessar lagasmíðar henta fjöl- skrúðugum hljóðfæraleiknum og vel útfærðum röddununum vel, en útsetningar þeirra eru líka hráar og skemmtilega á skjön við flest- ar viðteknar reglur. Þá sigla Burg og Snilldarlag (hið fyrra nokkurs konar skringileg afbökun á Brennið þið vitar og það síðara eftir fiftís- uppskrift) gremjulega lygnan sjó eftir lofandi byrjun. Meðlimir Grúsku Babúsku skammast sín ekki fyrir að setja krúttheit í öndvegi (einn þeirra lét hafa eftir sér í við- tali að tónlist sveitarinnar mætti kannski helst lýsa sem „krúttlegri og krípí“), en öllu má nú ofgera. Miðaldakirkja og Spiladósarvals eru svo hreinlega svo ofboðs- lega krúttleg lög, með tilheyrandi barnalegum söng og banal texta- gerð, að hlustun á þau framkall- ar pirringsviðbrögð hjá undirrit- uðum. Á svo stuttri skífu kemur slíkt harkalega niður á heildar- upplifuninni. Að því sögðu er ljóst að Grúsku Babúsku-meðlimir luma á góðum hugmyndum og útfærslum. Von- andi verður næsta (stóra?) plata markvissari. Kjartan Guðmundsson NIÐURSTAÐA: Kaflaskiptur frum- burður en nokkur lög lofa virkilega góðu. Kaflaskipt Babúsku-frumraun GRÚSKA BABÚSKA „Á köflum gengur blandan af þjóðlaga- og rafpoppi mjög vel upp hjá Grúsku Babúsku.“ Von er á 20 til 25 erlendum leikstjór- um og fólki úr kvikmyndabransan- um til Íslands á kvikmyndahátíðina Reykjavík Shorts & Docs sem hefst á fimmtudaginn. Meðal annars koma hingað blaðamenn frá Screen Inter- national og Indie Wire en blaðamað- ur Indie Wire starfar einnig fyrir kvikmyndahátíðina Sundance. Kim Longinotto, ein þekktasta heimildarmyndagerðarkona Breta og leikstjóri Salma, kemur hingað til lands og einnig James Moore, leik- stjóri opnunarmyndar hátíðarinnar, Mission to Lars. Helstu sýningarflokkar hátíðar- innar eru pólskar stuttmyndir, þýsk- ar stuttmyndir, stutt- og heimildar- myndir um málefni lesbía, homma, tvíkynhneigðra og transfólks og loks náttúra og útivist. Sérstakur flokkur tileinkaður íslenskum konum í kvikmyndagerð verður einnig á hátíðinni. Um er að ræða nýjar og nýlegar stutt- og heimildarmyndir og tónlistarmynd- bönd í leikstjórn kvenna. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Shortsdocsfest.com. Erlendir leikstjórar til Íslands Hópur erlendra leikstjóra sækir kvikmyndahátíðina Reykjavík Shorts & Docs. MISSION TO LARS Opnunarmynd hátíðarinnar er MIsson to lars. Leikarinn Josh Duhamel varð fyrir miklum vonbrigðum með nektar- strönd sem hann heimsótti. Á sínum yngri árum fór hann í bakpoka- ferðalag um Evrópu með vini sínum og varð mjög spenntur þegar hann rakst á nektarströnd. „Það eftirminnilegasta við ferðina var þegar við fórum á ítalska nekt- arströnd. Við héldum að þar yrði hellingur af sætum stelpum en þar var í staðinn fullt af nöktum, gömlum körlum,“ sagði Duhamel. „Við áttum eiginlega engan pening á þessu ferðalagi en vínið var ódýrara en vatnið á ítölsku rivíerunni. Ég nýtti mér það til fullnustu.“ Duhamel er kvæntur söngkonunni Fergie og eiga þau von á sínu fyrsta barni. Karlar á nektarströnd Josh Duhamel varð fyrir miklum vonbrigðum. DUHAMEL Leikarinn varð fyrir miklum vonbrigðum á ítalskri nektarströnd. ➜ Stærstu myndirnar verða sýndar í Bíói Paradís. Einnig verða myndir sýndar á Kexi Hosteli og er ókeypis inn á þær. IRON MAN 3 3D 5.20, 8, 10.10, 10.40(P) LATIBÆR 6 G.I. JOE 2 3D 8 OBLIVION 5.30, 8 SCARY MOVIE 5 10.30 þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð Empire Hollywood reporter T.K. - Kvikmyndir.is H.V.A - FBL 5% -H.S., MBL G.H.J., RÚV -H.V.A., FBL “FÍNASTI FUGL” SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ EVIL DEAD KL. 8 - 10 14 FALSKUR FUGL KL. 6 12 / THE CALL KL. 10 16 SCARY MOVIE 5 KL. 8 14 LATIBÆR KL. 6 L EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 EVIL DEAD LÚXUS KL. 8 - 10.10 18 THE CALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 LATIBÆR KL. 4 L FALSKUR FUGL KL. 6 14 SCARY MOVIE 5 KL. 6 - 8 - 10 14 OBLIVION KL. 8 - 10.40 12 OBLIVION LÚXUS KL. 5.20 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 2D KL. 3.30 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 PASSION KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 THE PLACE BEYOND KL. 6 - 9 12 THE CALL KL. 10.10 16 FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 14 LATIBÆR KL. 6 L IN MEMORIAM? (L) 18:00 HANNAH ARENDT (12) 17:50, 20:00 THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 20:00, 22:10 ON THE ROAD (L) 20:00, 22:20 DÁVALDURINN (16) 22:10 SLÓ Í GEGN Á ÞÝSKUM KVIKMYNDADÖGUM EFTIR ÓMAR RAGNARSSON IN MEMORIAM ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ: 950 KR MIÐINN MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI H.S. - MBL T.K., KVIKMYNDIR.IS H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.