Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 36
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Karlar eru í síauknum mæli að setja upp svunturnar og elda mat af lífi og sál. Þessi þróun er auðvitað ekki nýtilkomin. Fyrir rúmlega hálfum ára- tug veitti matvælaframleiðandinn PurAsia því athygli að kynjahlut- föllin í eldhúsinu voru farin að breytast það rækilega að það þyrfti að taka það með í reikninginn við markaðssetningu á nýjum vörum. Fyrirtækið lét því vinna fyrir sig skýrslu þar sem þátttaka karla í eldhúsinu var rannsökuð. Skýrslan leit dagsins ljós árið 2008 og nefnist „The Emergence of Gastrosexuals.“ Samkvæmt henni hafði sá tími sem karlar verja í matseld og upp- vask meira en fimmfaldast síðan 1961 (úr fimm mínútum á dag í 27 mínútur). Fram að því sáu konur nær eingöngu um matseld á heim- ilum frá tímum iðnbyltingarinnar. Eldamennskan sjálf hafði síðan þá tekið stakkaskiptum og öðlast aðra og meiri merkingu en að við- halda manneskjum. Matreiðsla var orðinn partur af lífstíl og jafnvel sjálfstjáningu og renndi stoðum undir fjölmenna stétt ástríðufullra áhugakokka sem skýrsluhöfundar nefndu „gastrosexuals“ (samanber „metrosexual“). Nafnið var valið til að leggja áherslu á ástríðuhliðina og undirstrika hvernig tengsl mat- reiðslu og kynímynda hafa smám saman breyst. Við skulum kalla þessa kokka „matrómenn“, sbr. „metrómenn“, að minnsta kosti þar til betra orð finnst. Matrómenn eru ekki einsleitur hópur en hinn dæmigerði matró- maður er líklega karl á aldrinum 25 til 44 ára, í ágætum efnum, sem hefur yndi af matarhefðum frá öllum heimshornum, einkum Asíu. Sterkir félagslegir kraftar hafa ýtt undir tilkomu matrómanna, einkum aukin atvinnuþátttaka kvenna. En tilkoma matrómanna skýrist ekki eingöngu af ríkari kröfu um að karlar létti undir með mökum sínum. Samkvæmt skýrslu PurAsia litu 52 prósent karla sem tóku þátt í rannsókninni á matreiðslu sem áhugamál en ekki kvöð en innan við 40 prósent kvenna tóku undir það. Aðrir þættir á borð við aukna velsæld og fjölmenningu spila líka inn í, og ekki spilla stjörnukokkar á borð við Jamie Oliver og Gordon Ramsay fyrir. Útbreiðsla matró- mannsins er enda ekki bundin við karlmenn í sambúð. Að kunna að elda er töff. Einhleypir karlar vilja líka ná valdi á eldamennsku til að sýna fram á hvað þeir eru nútíma- legir og jafnvel til að ganga í augun á hinu kyninu. Fjölgun ástríðukokka, af báðum kynjum, er í sjálfu sér jákvæð. Fagurkerar í eldhúsinu hafna rusl- fæðinu og eru líklegri til að leggja mikið upp úr gæðum hráefnisins og uppruna (siðleg ræktun, lítið sót- spor og svo framvegis). Hugsum því fallega til ástríðukokkanna, sem stuðla að bættri lýðheilsu og umgengni við náttúruna. Karlar sem kynda ofninn sinn Það er af sem áður var þegar karlar komu ekki nálægt eldamennsku nema að sumarlagi með grilltangir að vopni. Leikni í eldhúsinu er orðin að slíku karlmennskutákni að slegið hefur verið sérstakt hugtak yfir karla sem elska að elda– gastro- sexuals. Fréttablaðið rak garnirnar úr nokkrum „matrómönnum“ sem vita fátt betra en að láta ljós sitt skína við hlóðirnar. Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is Sverrir Viðar Hauksson er 48 ára gamall ráð- gjafi hjá Capacent og fjölskyldufaðir í Garða- bænum. Hann er kóngur í eigin eldhúsi og hefur sérstakt dálæti á líbönskum mat. Áhuga hans á mat rekur hann allt aftur til æskuáranna, þar sem hann sat á eldhúsborðinu og fylgdist með móður sinni elda. „Fyrst og fremst hafði ég áhuga á að borða mat, þannig að það var í rauninni rökrétt fram- hald að fá líka áhuga á því að búa hann til. Ég var ekki gamall þegar ég var farinn að hjálpa til í eld- húsinu. Mamma var mikill matgæðingur. Seinna fór hún út í rekstur á ferðaþjónustu. Þar dróst ég út í að elda mat í magni fyrir gesti.“ Sverrir sér alfarið um eldamennskuna á sínu heimili. „Það er fyrirkomulag sem hentar öllum. Ég bý með konu sem getur varla soðið kartöflur án þess að brenna þær, þannig henni er helst ekki hleypt inn í eld- húsið nema til að vaska upp.“ Þegar Sverrir heldur veislu eldar hann líbanskan mat, sem hann smakkaði í fyrsta sinn í Þýskalandi fyrir mörgum árum síðan og kolféll fyrir. Fyrir um aldarfjórðungi var líbanskur veit- ingastaður opnaður á Íslandi. Sverrir kynntist eigandanum og fékk hann til að kenna sér tökin. „Þetta er mikið um smárétti, þannig maður endar kannski í tíu til fimmtán réttum. Þetta kostar því fyrirhöfn en er þess fyllilega virði.“ Sverrir er eldri en tvævetur í eldhúsinu og man þá tíð þegar það var óalgengt að karlarnir sæju um matinn. Hann segist þó aldrei hafa orðið var við að matreiðsluáhugi hans hafi verið sérstakur. „Það var helst þegar það voru matarboð hjá vinahópnum. Hjá vinum mínum sáu konurnar alltaf um eldamennskuna en þegar ég hélt matarboð eldaði ég sjálfur. Þetta varð stundum til þess að þær sendu mönnunum sínum sneiðar um að þeir mættu vera liðtækari í eldhúsinu og sjálfsagt kunnu þeir mér þá litlar þakkir.“ Sverri finnst gaman að skreyta matinn og láta hann líta vel út fyrir gesti. Hann gefur lítið fyrir það að parturinn af ánægjunni við elda sé aðdáunin sem fylgir því að láta ljós sitt skína fyrir matargesti. „Ánægjan er fyrst og fremst fólgin í því að hafa matinn til, undirbúa, elda, framreiða og borða.“ Sat á eldhúsborðinu og horfði á mömmu Neyðin kennir nöktum kokki að spinna Elur upp föðurbetrunga í eldhúsinu Hrannar Freyr Hallgrímsson er 28 ára einhleypur gullsmiður sem býr í miðbænum. Hrannar hefur verið ástríðukokkur í mörg ár og var einmitt að byrja að útbúa mat fyrir út- skriftarveislu um helgina þegar Fréttablaðið náði í hann. En hann byrjaði að elda á sínum tíma af neyðinni einni saman. „Ég var í sambúð með konu, við eigum saman barn, og það kom einfaldlega í minn hlut að elda. En smám saman varð þetta að ástríðu, ég komst fljótt að því hvað matur varð miklu betri ef maður eldaði hann sjálfur og lagði sig allan í matseldina.“ Hrannar er sjálfmenntaður í eldhúsinu, fyrir utan nokkur brögð sem hann lærði af móður sinni. Hann les mikið af uppskrifta- bókum og veit fátt skemmtilegra en að gera tilraunir í eldhúsinu. En hvenær kom að þeim tímapunkti að hann gat horft í spegilinn og sagt kinnroðalaust að hann væri fjári góður kokkur? „Ætli það hafi ekki verið fyrir tveimur árum. Þá var ég orðinn einn en kominn með stærra eldhús sem bauð upp á fleiri tilraunir. Það er alltaf öðruvísi að elda fyrir sig einan heldur en gesti, maður leggur ekki jafn mikið upp úr útlitinu og bragðinu, en þarna fann ég hvað mér fannst virkilega gaman að elda.“ Vinir Hrannars gera stundum góðlátlegt grín að matreiðsluáhuga hans. „Það helgast sjálfsagt af því að þeir eru sjálfir gjörsamlega ófærir í eldhúsinu. Ætli þeim standi ekki ógn af mér, vitandi að karl- maður sem kann að elda þykir sjálfsagt betri kvenkostur,“ segir hann og hlær. Kjúklingur er uppáhaldshráefni Hrannars. „Það er svo einfalt að það getur varla klikkað. Mér finnst mjög gaman að gera kjúklinga- salöt með aðeins öðruvísi tilbrigðum en maður fær yfirleitt á veitingahúsum. Mér finnst mikilvægt að leita eftir áhrifum frá öðrum heimshlutum, maður vill ekki festast í sama farinu.“ En hvað myndi Hrannar elda ef hann ætlaði að ganga í augum á einhverjum? „Líklega rjómalagaðan kjúkling, með heimatilbúnu gvakamóle og heimagerðu naanbrauði. Það hefur vakið góða lukku.“ Stefán Hrafn Hagalín er 42 ára forstöðu- maður samskiptasviðs hjá Advania og fjöl- skyldufaðir í Laugardalnum. Hann sér alfarið um matseldina á heimilinu og ver að jafnaði um tveimur tímum í eldhúsinu á dag. „Ég hef séð um eldhúsið frá því ég hunsk- aðist að heiman upp úr tíu ára aldri. En þetta var nú frekar beisik eldamennska fyrsta áratuginn. Ástríðueldamennskan byrjaði ekki fyrr en upp úr þrítugu þegar ég var orðinn nógu hvatvís og hrokafullur til að telja mig geta toppað atvinnumenn.“ Stefán segir að fyrir sig sé matreiðsla eins og jóga. „Hentug leið til að vinda ofan af sér eftir strembna vinnudaga og glöggva sig kannski í leiðinni á nýjum bjórtegundum eða for- vitnilegu rauðvíni.“ Hann kveðst hafa yfir- fært eigin matarsmekk á fjölskylduna með þrjósku. „Þess vegna verður bragðsterkur arabískur, indverskur, ítalskur, mexíkóskur eða spænskur matur alltaf fyrir valinu. Í bland heiðrum við þó japanskar sushi-hefðir og hægeldað íslenskt heiðasælgæti. Grænmeti dekkar um það bil sjötíu prósent af öllum diskum. Þess má geta að yngstu gaurarnir mínir eru hörkuduglegir við að hjálpa til í eldhúsinu og eiga örugglega eftir að verða föðurbetrungar í þeim efnum sem öðrum.“ Yndi Stefáns Hrafns af matseld fer ekki fram hjá vinum hans á Facebook, þar sem myndir af marokkóskum lambaspjótum og grilluðum lúðubitum dúkka reglulega upp. „Það er sjálfsagt meira framboð af matar- statusum en eftirspurn, en fólkið nýtur von- andi góðs af. Allavega þora þau ekki að kvarta.“ En hverjar eru fyrirmyndirnar í eldhúsinu? „Ætli ég eigi ekki flest eftir Jamie Oliver. Þrusukokkur og annars vegar við mitt hæfi í ítalska skólanum með hráefnin í öndvegi og hins vegar samstíga mér í bragðsterkum en þó hóflega elduðum mat. Við erum báðir með chilli, engifer og rósmarín í öllu og finnst bjór og hvítlaukur passa við allt. Annars þykir mér óhátíðleikinn við Jamie mest heillandi, hvernig hann nálgast öll verkefni hrokalaust og óbundinn af hefðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.