Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 92
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 56TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför UNNAR AXELSDÓTTUR Víðilundi 24, Akureyri. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun fær starfsfólk á Reynihlíð og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri og starfsfólk lyfjadeildar FSA. Jónína Axelsdóttir Guðrún Bergþórsdóttir Jón Magnússon Sigurður Bergþórsson Hrafnhildur Eiríksdóttir Þórhallur Bergþórsson Ásdís Rögnvaldsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR JÓNSSON Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi mánudaginn 27. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. júní kl. 15.00. Bergþóra Jensen Jóhanna Gunnlaugsdóttir Árni Árnason Sigríður Gunnlaugsdóttir Ægir Breiðfjörð Steinunn Gunnlaugsdóttir Brjánn Árni Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Af heilum hug þökkum við samhug, hlýjar hugsanir og virðingu, sem þið sýnið minningunni um hana Láru okkar. Dísa, Valur, Eva, Bjarni Valur, Anna, Valdimar Helgi og systrabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓSKAR JÓNSSON Bjarnastöðum, Hvítársíðu, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 8. júní kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, Langholtsvegi 43. Hrefna Halldórsdóttir Jófríður Guðmundsdóttir Davíð G. Sverrisson Arndís Guðmundsdóttir Sigurður R. Gunnarsson Hrafnhildur Guðmundsdóttir Jóhannes Kristleifsson börn og barnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför okkar ástkæra HILMARS GUÐLAUGS JÓNSSONAR. Elísabet Jensdóttir Jens Hilmarsson Jón Rúnar Hilmarsson Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjó- manna, var opnuð við Brúnaveg í Reykjavík 2. júní árið 1957, á tuttugasta sjómannadegi Íslendinga. Hún var til sýnis almenningi þann dag og var ein stærsta íbúðarbygging landsins á þeim tíma, „Tólf þúsund teningsmetrar að rúmmáli“ eins og Henry A. Hálfdánsson, formaður fulltrúaráðs sjómannadagsins, orðaði það við vígsluna. Hornsteinn hafði verið lagður að dvalarheimilinu árið 1954. Upphaflega var það einungis ætlað sjómönnum á eftirlaunum og konum þeirra og í þessari fyrstu byggingu voru 70 her- bergi, flest eins manns en einnig nokkur hjónaherbergi. Byggingarkostnaður var 11,5 milljónir króna. Margir höfðu gefið stórfé til byggingarinnar, þar á meðal einn ónafngreindur maður sem gaf andvirði tíu herbergja, og einnig höfðu safnast peningar með útgáfu happ- drættis og skemmtunum. Strax var gert ráð fyrir tveimur álmum til viðbótar á sömu lóð, með sextíu rúmum í hvorri. ÞETTA GERÐIST: 2. JÚNÍ 1957 Hrafnista var vígð í Reykjavík „Ég ákvað að fara í þetta fjalla- mennsku nám af því að ég hef verið svo mikið að ferðast á fjöllum og jöklum alveg frá því að ég man eftir mér og langaði að auka þekkingu mína og reynslu á því sviði,“ segir Sólveig A. Sveinbjörnsdóttir, sem var meðal þeirra sjö nemenda við FAS á Hornafirði sem útskrifuðust nýlega af tveggja anna fjallamennskubraut. Hún segir FAS eina skólann á landinu sem býður upp á nám á framhaldsskólastigi þar sem jafnmikil áhersla er á fjalla- mennsku og útivist en í haust taki ný fjallamennskudeild til starfa við Keili og hún verði á háskólastigi. Hvað var síðan skemmtilegast við námið? „Að vera á jöklum í skóla. Bók- legu áfangarnir voru áhugaverðir en verklega námið enn skemmtilegra. Það eru forréttindi að vera í stærstu kennslustofu landsins einhvers staðar á Vatnajökli.“ En hver kennir þau fög sem nem- endum er boðið upp á í fjallamennsku? „Aðalkennarinn heitir Ragnar Þór Þrastarson. Hann hefur lokið tveggja ára diplómanámi í kanadískum skóla sem heitir Thompson Rivers Univers- ity, hefur verið í björgunarsveitum og verið leiðsögumaður hjá Arctic Advent- ures. Hann gat miðlað okkur heilmiklu og þegar við fórum í verklegu kúrsana fengum við aukaleiðbeinendur.“ Sólveig segir þrjár tíu daga ferðir hafa verið hluta af náminu og oftast hafi verið gist í tjöldum. „Fyrsta ferðin var í Öræfin, þar sem við æfðum kletta- klifur og straumvatnsbjörgun. Önnur var í Þórsmörk, þar löbbuðum við um há fjöll og pældum í snjóflóðum og æfðum sprungubjörgun á skriðjöklum. Útskriftarferðin var í Skaftafell, þar sem við vorum á skriðjöklum og gengum á Öræfajökul og gistum undir Dyrhamri. Svo það var ýmislegt brallað.“ Sólveig er þegar komin í atvinnu sem fjallaleiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og kveðst aðal- lega verða á Sólheimajökli og Skafta- fells- og Svínafellsjökli í sumar. „Þetta nám gefur mér hellings möguleika og það er mjög góður grunnur. Þá eru mér allar leiðir færar til að halda áfram,“ segir hún og kveðst vera að skoða námið í Thompson Rivers University í Kanada. „Ég er búin að fá inni þar í haust en er ekki viss um hvort ég fer. Sá skóli er að opna útibú í Keili og ég er að hugsa um að taka fyrra árið þar og fara til Kanada seinna árið.“ Gallinn við fjallamennsku er að sögn Sólveigar sá að allur búnaður er dýr sem honum fylgir. Skyldi hún hafa fengið brodda í stúdentsgjöf? „Nei, ég fékk þá í fermingargjöf en ég fékk nýjan svefnpoka í stúdentsgjöf.“ gun@frettabladid.is Skemmtilegast að vera á jökli í skóla Sólveig V. Sveinbjörnsdóttir varð stúdent frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaft afellssýslu og útskrifaðist um leið af nýrri fj allamennskubraut. Hún er þegar farin að vinna við áhuga málið sem fj allaleiðsögumaður og verður aðallega á jöklum í sumar. MERKISATBURÐIR 1479 Kaupmannahafnarháskóli er stofnaður. 1495 Förumunkurinn John Cor skráir hjá sér fyrstu uppskriftina að skosku viskíi. 1815 Napoleón Bónaparte sver eið að stjórnarskrá Frakklands. 1908 Fræðslulögin frá 1907 ganga í gildi og hefst þá skólaskylda 10 til 14 ára barna. 1908 Hafnarfjörður fær kaupstaðarréttindi. 1943 Vegna skorts á gúmmíi er fyrirskipuð skömmtun á gúmmístíg- vélum í stærðum sjö og yfir. 1968 Nýja sundlaugin í Laugardal í Reykjavík tekur til starfa og er þá gömlu sundlaugunum þar lokað. 1976 Bretar viðurkenna 200 mílna fiskveiðilögsögu við Ísland. 1990 George H. W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gor- batsjev, leiðtogi Sovétríkjanna, skrifa undir samkomulag um að hætta framleiðslu á efnavopnum. SÓLVEIG „Það eru forréttindi að vera í stærstu kennslustofu landsins einhvers staðar á Vatna- jökli,“ segir Sólveig, sem mun halda sig mest á jöklum í sumar sem fjallaleiðsögumaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.