Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 44
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 ➜Kristján málaði allt undir það síð- asta og eru fá dæmi um listamenn sem hafa haldið sér að verki langt fram á 96. aldursár. Kristján Davíðsson fæddist í Reykjavík árið 1917 en ólst upp á Patreksfirði, jafnaldri Jóns úr Vör. Listfengi Krist-jáns kom snemma í ljós; hann hafði næmt tóneyra og lærði meðal annars á fiðlu. Áhugi hans á myndlist kvikn- aði líka snemma; hann varð fyrir djúpstæðri reynslu sem barn þegar hann fylgist með Guð- mundi Thorsteinssyni, Muggi, mála höfnina á Vatneyri við Patreksfjörð. Til Reykjavíkur Þrátt fyrir kröpp kjör hélt Kristján til Reykja- víkur til að nema myndlist og dvaldi um tíma hjá Erlendi í Unuhúsi, sem var eins konar bækistöðvar íslenskra listamanna þess tíma. Frá 1932 til 1936 var Kristján í læri af og til við einkaskóla myndlistarmannanna Finns Jóns- sonar og Jóhanns Briem, sem Kristján sagðist síðar hafa búið að alla ævi. „Það var alls ekki sjálfgefið að hann færi þessa leið,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur. „Hann átti engan fjárhagslegan bakhjarl, heldur braust áfram af eigin krafti og þeirri vinnusemi sem hann þurfti ungur að temja sér. Hann er líka að miklu leyti sjálfmótaður og sjálfmenntaður, hans formlega skólun er mjög takmörkuð.“ Í byrjun fimmta áratugarins kynntist Kristján Þorvaldi Skúlasyni, sem kynnti honum franska myndlist, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hann. Á stríðsárunum bjuggu íslenskir mynd- listar menn hins vegar við einangrun og voru í eins konar „limbói“ í lok þess, að sögn Aðalsteins. „Þessi ár, 1942 til 1945, einkennast því af leit að einhvers konar haldreipi. Þegar stríðinu lauk og heimurinn opnaðist var það spurning hvert átti að leita; hvaða list var markverð og hver ekki? Barnes-stofnunin Kristján, sem málaði hefðbundið framan af en varð sífellt tilraunakenndari í efnistökum, hafði orðið fyrir áhrifum af expressjónískum skap- og litamönnum á borð við Picasso; listamönnum sem voru stórtækir og grófmálandi, og hann fann að það átti vel við hann. Hann fann að þetta átti vel við sig, að leyfa litnum að njóta sín. Vatnaskil urðu í lífi Kristjáns árið 1945 þegar hann hélt utan til Bandaríkjanna og hóf nám við Barnes-stofnunina í Fíladelfíu, þar sem mikið var lagt upp úr heimspeki og listfræði frekar en hefðbundnu myndlistarnámi. „Þarna kynnist hann þeirri myndlist sem hann vissi að hann vildi læra af, mönnum eins og Klee og afrískri list. Þetta mótar hann mjög mikið.“ September-sýningarnar Kristján sneri heim til Íslands 1947. Hann fann hljómgrunn með hópi listamanna sem voru handgengnir framúrstefnu og höfnuðu hinni klassísku hugmynd um málverk sem eftirmynd af veruleikanum. Listamaðurinn væri þvert á móti að skapa eigin veröld sem lyti eigin lög- málum. Upp úr þessu andrúmslofti spratt Sept- ember-hópurinn, sem hélt sína fyrstu sýningu árið 1947. September-sýningarnar voru haldnar með hléum til ársins 1952. Kristján tók þátt í þeim öllum en í millitíðinni hafði Kristján farið til París að kynna sér utangarðslist. „Í Frakklandi leitar hann í smiðju Soutine og Dubuffets, sem vann í gegnum list barna og frumstæðra þjóða. Þar var tilfinningalegi sann- leikurinn og fyrir Kristján var það eini sannleik- urinn sem skipti máli: sannleikur tilfinninganna. Þegar Kristján sneri aftur til Íslands var hann kominn vel á leið með myndir af slíku tagi, gróf- ar andlitsmyndir sem eru eins konar sálarlífs- stúdíur, en þá brast á með geómetríumyndlist.“ Geómetrían, eða strangflatarlist, tók að gera sig gildandi á fyrri hluta 6. áratugarins. Kristján fann hins vegar að hún átti ekki við sig og ákvað því að draga sig í hlé. „Hann er það sterkur karakter að hann lætur ekki berast með þessu,“ segir Aðalsteinn. „Hann hugsaði sem svo: „Þetta er eitthvað sem gengur yfir og á ekki við mig.““ Endurkoma Næstu árin hafði Kristján lifibrauð sitt af ýmsum verkefnum, hann hannaði til dæmis bókakápur og valdi liti á íbúðir fyrir fólk. Þegar leið á sjötta áratuginn urðu hins vegar breyt- ingar á hinni alþjóðlegu myndlist, einkum þeirri evrópsku, og geómetrían var á undanhaldi. Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is Sannleikur tilfinninganna Kristján Davíðsson, einn fremsti myndlistarmaður sinnar kynslóðar, er látinn. Með honum er horfinn síðasti eftirlifandi félaginn í upprunalega September-hópnum sem ruddi nýjum straumum og stefnum í myndlist til rúms hér á landi um miðja 20. öld. Kristján var á 96. aldursári þegar hann lést og málaði allt undir það síðasta. „Nú eru menn farnir að spila dálítið frjáls- lega og það kveikir í Kristjáni, sem byrjar að mála aftur og heldur tímamótasýningu árið 1957. Þar stígur hann fram sem fullvaxinn listamaður í mjög frjálslegri útleggingu á einhvers konar landslagsupplifunum. Þetta er leiðarhnoðan sem hann fer eftir upp frá því og hann fór aldrei langt frá.“ Málaði þar til yfir lauk Kristján málaði allt undir það síðasta og eru fá dæmi um listamenn sem hafa haldið sér að verki langt fram á 96. aldursár. Spurður um áhrif Krist- jáns segir Aðalsteinn hann hafa að mörgu leyti verið yfirburðamann, einkum í nálgun sinni á landslagi. „Hann gat gert allt sem hann vildi við lands- lag. Hann spinnur úr því í allar áttir, fyrst með feiknalegu litaflæði en undir lokin er það orðið að hreinni hrynjandi, bara nokkrar línur. En lands- lagið er þarna allt til loka. Þetta var líka það sem hann ólst upp við. Hann sagði það oft þegar menn voru að býsnast yfir abstraktverkum hans áður fyrr að þetta væru bara myndir af náttúrunni á Vestfjörðum; hafið, fjaran, skilin þar á milli og svo framvegis. Þetta var með honum alla tíð.“ MYND/VÖLUNDUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.