Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2013, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 11.07.2013, Qupperneq 1
FRÉTTIR DJASS Á JÓMFRÚNNIVeitingastaðurinn Jómfrúin býður upp á sumartónleika og á laugardaginn er það Reykjavík Swing Syndicate sem kemur fram og flytur dagskrá helgaða sveiflu girnd og bannáragleði. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 og fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis. D úkalagningameistarinn Einar Bein-teinsson hefur áralanga reynslu af lagningu gólfs og veggefnis en hann leggur meðal annars gólfteppi, gólf-dúka, veggfóður og flotgólf. Honum finnst talsvert skorta liti á íslensk heimili. „Ef þú skoðar íslensk híbýlablöð þá ræður svart, hvítt og grátt víðast hvar ríkjum. Erlendis er hins vegar mun algengara að fólk lífgiupp á vistarv Einar flytur einnig inn efni frá hollenska fyrirtækinu Rodeka. Þetta eru strigi, bambusveggfóður og veggfóður með upphleyptri plussáferð og segir hann þó nokkurn áhuga fyrir því.Einar segir flesta sjá fyrir sér veggfóður á heimili eða á stöku vegg en það býðurupp á fleiri möguleik VEGGFÓÐUR FEGRAREINAR BEINTEINS EHF. KYNNIR Með lituðu eða munstruðu veggfóðri má lífga upp á hvers kyns vistarverur og skapa tiltekin áhrif. Þá er hægt að leika sér með efni og meðal annars setja bambus, pluss og striga á vegg. SVEITASÆLA Með því að veggfóðra sumar-bústaðinn má ná fram notalegri sveita-stemningu. 40% afsláttur af fatnaði og skóm TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 pHnífa aratöskur – 12 manna 14 tegundirVerð frá kr. 24.990 Kynningarblað Brimborg, Aflvélar, Vélfang, Konnasafn á Akureyri, fjörutíu ára jarðýta á Hellisheiði. VINNUVÉLAR FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 &VÖRUBÍLAR Ný kynslóð Volvo-vörubifreiða Volvo Truck-fjölskyldan samankomin. Fjórir nýir vörubílar bætast við fram- leiðslulínu Volvo Truck í september. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 20 2 SÉRBLÖÐ Vinnuvélar & vörubílar | Fólk Sími: 512 5000 11. júlí 2013 161. tölublað 13. árgangur Getur ekki hætt Björn Pétursson hætti í vor sem skólastjóri Melaskóla og var kvaddur með virktum. Í haust hefur hann hins vegar störf þar að nýju, þá sem skólaliði. 2 Enginn ráðinn Sinfóníuhljómsveit Íslands réð engan umsækjendenna um starf tónlistarstjóra, heldur endursamdi við sænskan ráðgjafa. 2 Skógur felldur á Ísafirði Skóg- ræktarmönnum á Ísafirði gremst að fella skuli skóg til að koma fyrir varnargarði. 8 Ver hleranir Angela Merkel Þýska- landskanslari kemur Bandaríkja- mönnum til varna vegna njósna. 10 MENNING Fjögur systkini halda úti vinsælu tískubloggi sem er tileinkað móður þeirra. 50 SPORT Öll þrjú íslensku liðin í for- keppni Evrópudeildar UEFA eiga möguleika á að komast áfram. 42 SKOÐUN Við eigum eina umburðar- lyndustu lögreglu í heimi, skrifar Gísli Jökull Gíslason. 21 Enn meiri afsláttur Opið til kl. 21 í kvöld Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla 500GB VASAFLAKKARI 11.990 Bolungarvík 12° VSV 2 Akureyri 15° SSA 1 Egilsstaðir 18° SA 1 Kirkjubæjarkl. 11° SSA 3 Reykjavík 11° V 3 Rigning vestan til fyrri hluta dags en styttir upp og léttir heldur til síðdegis. Austanlands verður bjart með köflum í fyrstu en rigning síðdegis. 4 STJÓRNSÝSLA Eðlilegt væri að gera sömu kröfur til þeirra sem Alþingi skipar í bankaráð Seðlabankans og þeirra sem setjast í stjórnir fjármála fyrirtækja, að mati stjórn- sýslufræðings. Í bankaráðinu situr nú vara- þingmaðurinn Björn Valur Gísla- son fyrir hönd Vinstri grænna. Hann uppfyllir ekki hæfisskilyrði um setu í stjórn slíkra fyrirtækja, eins og reyndar margir sem setið hafa í ráðinu á undan honum. „Það er að sjálfsögðu fullkomlega eðlilegt að þeir sem sitja í banka- ráði Seðlabankans uppfylli sömu kröfur og gerðar eru til þeirra sem sitja í stjórnum fjármála- fyrirtækja, opinberra fjármála- fyrirtækja og Fjármála eftirlitsins,“ segir Ómar H. Kristmunds son, pró- fessor við Háskóla Íslands. Stöðuna megi hugsanlega skýra með því að lög um Seðlabankann séu frá árinu 2001, en kröfur um hæfi stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja voru lögfestar á síðasta kjörtímabili. Ómar segir eðlilegt að setja slíkar kröfur um bankaráðsmenn þegar lög um Seðlabankann verða endurskoðuð. Þangað til reyni þing- menn væntanlega að nota reglur um fjármálafyrirtæki sem viðmið. Björn Valur segist treysta sér vel til setu í ráðinu en að hins vegar mætti hugsa sér að gera ákveðn- ar kröfur til bankaráðsmanna. „Hinn endinn á þessu máli er að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að sérfræðingavæða þjóðina. Þetta snýst líka um pólitíska stjórnun og það verður ekki allt gert af sér- fræðingum.“ - bj / sjá síðu 4 Herða ætti kröfur til bankaráðsmanna Prófessor í stjórnsýslufræði telur „fullkomlega eðlilegt“ að þeir sem sitji í bankaráði Seðlabankans uppfylli sömu hæfisskilyrði og stjórnarmenn fjármálafyrirtækja. Bankaráðsmaðurinn Björn Valur Gíslason segist treysta sjálfum sér vel til starfans. FÓTBOLTI „Ég er nánast búin að vera að bíða eftir þessari keppni frá því á síðasta leik á EM 2009,“ segir sóknarmaðurinn Hólmfríður Magnúsdóttir, sem verður væntanlega í stóru hlut- verki þegar Ísland mætir Noregi í fyrsta leik liðanna á EM í Sví- þjóð í kvöld. Ísland fór á sitt fyrsta stórmót þegar EM var haldið í Finnlandi fyrir fjórum árum en alls eru þrettán leikmenn í hópi Íslands nú sem tóku þátt í því móti. Stelpurnar töpuðu öllum sínum leikjum þá en ætla sér lengra nú. „Við erum íþróttamenn og við setjum ákveðnar kröfur á okkur sjálfar. Við viljum fá aðeins meira út úr þessu móti en bara ánægjuna af því að fá að vera með,“ segir markaskorarinn Margrét Lára Viðarsdóttir. - óój, esá / sjá síðu 40 EM í Svíþjóð hefst í kvöld: Fjögurra ára bið á enda BORIN Í GULLSTÓL Varnarmaðurinn Sif Atladóttir fær ferð í gullstól hjá þeim Katrínu Ómarsdóttur og Margréti Láru Viðars- dóttur. Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir, lengst til vinstri, og Hallbera Guðný Gísladóttir fylgjast glaðbeittar með. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ ATVINNUMÁL Stjórnendur fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum segja stjórnvöld kæfa fisk- eldisfyrirtæki með óskilvirku kerfi. Sjávar- útvegsráðherra hyggst gjörbylta kerfinu sem nú er notað við leyfisveitingar í fiskeldi. Leyfi fyrir um 7.000 tonna fiskeldi er nú fast í kerfinu, ásamt fleiri málum. Fyrirtæki hafa beðið í rúm tvö ár eftir svörum um það hvort stækkun þurfi að fara í umhverfis mat, sem mun taka önnur tvö ár. Framkvæmda- stjóri fiskeldisfyrirtækisins Fjarðarlax segir það gremjulegt að erfið asti ljár í þúfu þess- ara fyrirtækja skuli vera stjórnvöld. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra hefur hafist handa við breytingu á kerfinu. Hann segir stærstu breytinguna felast í því að leyfisveitingin fari í skipulags ferli í stað flókins umsagnar- og leyfisferlis hjá mörgum stofnunum og umsagnaraðilum. Í dag funda fulltrúar frá Landssambandi fiskeldisstöðva með Sigurði Inga um málið. - jse, ósk Sjávarútvegsráðherra hyggst gjörbreyta ríkjandi kerfi um leyfisveitingar: Fiskeldisfyrirtæki teppt í kerfinu SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON Ég er ekkert sérstak- lega hrifinn af því að sér- fræðingavæða þjóðina. Björn Valur Gíslason bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands BANDARÍKIN Bandarísk flugfreyja hyggst höfða mál á hendur fyrr- verandi vinnuveitenda sínum, American Airlines, eftir að flug- félagið sakaði hana um að hafa smyglað rottum með sér inn í flug- vél. Átti flugfreyjan að hafa falið þær í nærbuxum sínum. Engar rottur fundust hjá flug- freyjunni þegar leitað var á henni við lendingu en hefur hún samt sem áður verið á svörtum lista hjá amerískum flugfélögum eftir atvikið. Hún segist nú þjást af verulegri áfallastreituröskun og stefnir hún að því höfða dómsmál á hendur flugfélaginu vegna þess skaða sem hún hefur hlotið af ásökununum. - le Flugfreyja ætlar í mál: Átti að hafa smyglað rottum í nærbuxunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.