Fréttablaðið - 11.07.2013, Side 21

Fréttablaðið - 11.07.2013, Side 21
FIMMTUDAGUR 11. júlí 2013 | SKOÐUN | 21 Gámasala! MEÐAN BIRGÐIR ENDAST 3+2+1 3+1+1 Brú nt Sva rt Hvít t Verð 299.000 Settið Sófasett Höfðabakka 9 (Bakvið Ruby Tuesday) Topp Grade Leður Sími: 864-8685 Opið Virka daga kl 15-19 laugardaga - sunnudaga kl 13-17 FRI HEIMSENDING Mjög ofarlega í um- ræðunni í dag er hand- taka lögreglumanns sem náðist á myndband. Umræðan er mjög á einn veg og orð eins og „ótrú- lega harkaleg handtaka“ verið notuð. Myndskeiðið er aðgengilegt tölvulæs- um einstaklingum. Lítið hefur þó verið fjallað um handtökuna af yfirvegun. Byrjum á byrjuninni. Lögregla á Norðurlöndum er heims- þekkt fyrir að vera umburðarlynd- asta lögregla í heimi og samstarfs- menn okkar á Norðurlöndum hafa oftar en einu sinni haft á orði að íslenska lögreglan sé vægari en þeir myndu líða. Við sem íslensk- ir lögreglumenn leyfum fólki í alls kyns ástandi og oft með ógnandi til- burði að koma mun nær okkur en vel sé án þess að bregðast við. Mun nær en við ættum frá einföldum öryggissjónarmiðum að leyfa. Þá er rétt að benda á að það er afar sjaldgæft að einstaklingur slasist í höndum íslensku lögregl- unnar. Svo sjaldgæft að það er fréttaefni ef það gerist, frekar en hitt að það er frásagnarvert hvað það gerist sjaldan. Hluti af atburðarás Í myndskeiðinu fáum við að sjá hluta af atburðarás. Við fáum ekki alla atburðarásina en við fáum hana nokkuð skýrt frá einu sjónar- horni. Kona tálmar för lögreglubif- reiðar, lögreglubifreiðinni er ekið áfram þegar tækifæri gefst til en konan gengur samt ekki í burtu. Hún gengur þá að glugga öku- mannsins sem í framhaldi stjakar henni frá með hurðinni. Þá gerist eitthvað sem verður til þess að lög- reglumaðurinn hleypur út úr bif- reiðinni og handtekur konuna. Við það beitir hann viðurkenndu lög- reglutaki sem íslenska lögreglan hefur tekið upp frá lögreglunni í Noregi. Aðferðin er ekki hnökra- laus að því marki að konan rekst í bekk sem er þarna, en allt annað er gert nákvæmlega eftir bókinni og ef vel er að gáð þá held- ur lögreglumaðurinn efri hluta konunnar uppi til þess að koma í veg fyrir að höfuð hennar skelli í götuna. Umburðarlynd lögregla Ástæðan fyrir því að hún er dreg- in áfram snýr að því að tryggja líkamsstöðu þess sem verið er að handtaka þannig að það sé auð- velt að setja viðkomandi í hand- járn og er hluti af aðferðinni. Vert er að benda á að sá tími sem líður frá því að lögreglumaðurinn gríp- ur í konuna, hún er handjárnuð og komin inn í lögreglubifreiðina er 25 sekúndur. Það er nokkuð fumlaus aðgerð. Annað er ekki hægt að sjá af myndskeiðinu og verður því að flokkast sem getgátur og ég ætla mér ekki út í þær enda væri það vitlaust af mér sem öðrum. Líkamleg valdbeiting lítur aldrei vel út, frá hvaða sjónarmiði sem hún er skoðuð. En hún getur verið fumlaus og eins hættulítil og völ er á og það á við um þetta mynd- skeið. Því þurfum við aðeins að fara rólega í það að básúna hugtök eins og ótrúlega harkaleg. Ekki síst ef við notum þau af vankunnáttu. Starf lögreglumanna er ekki auð- velt. Lögreglumenn sem vinna á götunni þurfa að taka ákvarðanir oft bæði undir álagi og tímapressu. Það má til sanns vegar færa að eitt erfiðasta starf lögreglumanns sé að vinna á götunni og þar ertu jafn- framt í langmestri hættu. Hættu á því að verða alvarlega slasaður eða átt á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla fyrir það að vinna vinnu þína í góðri trú. Við Íslendingar búum í einu öruggasta landi í heimi og eigum eina umburðar lyndustu lögreglu sem til er. Gerum því ekki úlfalda úr mýflugu og förum var- lega í stóru orðin þegar við dæmum aðra. Fumlaus handtaka Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunn- skólanemendur meira en háskólanema. Nú hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveðið að námsmenn þurfi að hafa 75% námsframvindu til að geta fengið námslán. Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftir- farandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á náms- lánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægileg- um LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar. 75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófun- um til að geta fengið krónu í náms- lán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrk- ur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæð- ur setur þetta fólk sem fær tíma- bundið lán þangað til að námslán- in koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskóla- námsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg. Töpum öll Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók BA-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133% nám) önnina eftir. Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnars- sonar menntamálaráð- herra um að þetta sé eðli- leg krafa sem þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svig- rúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mann- legt, æfingin skapar meistar- ann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri, sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms? Háskólamenntun vanmetin Allt bendir í sömu átt. Háskóla- menntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðing- ar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri. Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því. LÍN-grín MENNTUN Dóra Björt Guðjónsdóttir BA í heimspeki frá Háskólanum í Ósló LÖGREGLA Gísli Jökull Gíslason lögreglumaður ➜ Gerum ekki úlfalda úr mýfl ugu og förum varlega í stóru orðin þegar við dæmum aðra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.