Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 31
Kynningarblað Brimborg, Aflvélar, Vélfang, Konnasafn á Akureyri, fjörutíu ára jarðýta á Hellisheiði. VINNUVÉLAR FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 &VÖRUBÍLAR Fjórir nýir fjölskyldu meðlimir, sem munu tilheyra fram-leiðslulínu Volvo Truck í september, voru kynntir fyrir um- boðsaðilum Volvo Truck í Svíþjóð í vor. „Þeir hafa allir fengið andlits- lyftingu og eru búnir fullt af nýj- ungum,“ segir Kristinn Már Emils- son, framkvæmdastjóri atvinnu- tækjasviðs Volvo hjá Brimborg. Um að ræða Volvo FM sem er alhliða vörubíll. Hann er einna helst notaður til dreif ingar á vörum en er þó tilbúinn í hvaða verkefni sem er. Eins var kynnt- ur nýr Volvo FMX sem er hugsað- ur í erfiða verktakavinnu og hefur því verið líkt við ofurhetju. Volvo FE og FL eru svo hugsaðir í vöru- dreifingu innanbæjar. Þeir henta að sögn Kristins einstaklega vel í þéttbýli við þröngar og krefjandi aðstæður. Tækninýjungar Mesta tæknibyltingin í Volvo FM og FMX er að sögn Kristins án efa tengd stýrinu. „Í báðum bílunum er hægt að fá aukabúnað sem nefnist Volvo Dynamic Steering en tæknin gengur út á raf stýrðan rafmótor áföstum vökvastýris- dælunni. Útkoman er nákvæm- ari stjórnun stýris sem skapar öruggara, þægilegra og betra ökumannsumhverfi.“ „Þessi nýja tækni mun gera það að verkum að álag á öku- manninn við það að stýra vöru- bifreiðinni verður mun minna, sem leiðir til þess að minni hætta verður á verkjum í hálsi, hönd- um og baki ökumanna. Jafnvel á litlum hraða á fullhlöðnum vöru- bíl er svo auðvelt að snúa stýrinu að ökumaður getur gert það með einum fingri,“ segir Claes Nils- son, forstjóri Volvo Truck. Yfirgripsmiklir bæklingar á íslensku „Undanfarið hefur verið unnið að þýðingu á bæklingum um nýju lín- una á íslensku og eru þeir einn af öðrum að detta í hús,“ segir Krist- inn. Hann hvetur menn endi- lega til að koma við að Bíldshöfða 6, ræða málin og grípa bæklinga. „Þeir eru mjög yfirgripsmiklir og er farið ítar lega ofan í allar helstu nýjungar í hverri tegund Volvo- vörubifreiðanna.“ Flaggskip Volvo Truck eru nýir Volvo FH og FH16 Síðastliðið haust voru nýju Volvo FH og FH16 kynntir til sögunnar en þar er um alfarið nýja vörubíla að ræða. Framleiðsla bílanna hófst fyrr á þessu ári í verksmiðju Volvo Truck TUVE í Gautaborg. „Volvo FH-flaggskipið býr yfir fullt af góðum nýjungum. Ber þar helst að nefna sjálfstæða fjöðrun að fram- an með tannstangarstýri sem gerir stjórnun vörubifreiðarinnar ná- kvæmari og betri og er tilfinning- in ekki ósvipuð því að aka fólksbíl. Sjálfstæða fjöðrunin að framan er fáanleg sem aukabúnaður,“ segir Kristinn. Hann segir Volvo FH16-bílana koma til landsins von bráðar en Jón og Margeir ehf., Ragnar og Ás- geir ehf. og Einhamar ehf. fá þá af- henta innan skamms. „Það verður gaman að sjá þá aka um þjóðvegi landsins á komandi misserum,“ segir Kristinn. Volvo CE-vinnuvélar Að sögn Kristins eru stöðugar upp- færslur á framleiðslunni í gangi en helsta stækkunin í framleiðslu- línunni hefur verið í flokki vega- gerðarvéla (e. Road Machinery). Í þeim flokki eru malbikunarvélar, valtarar og vegheflar en Volvo CE keyptu malbikunarvélina og valtar- ann af vörumerkinu Ingersoll Rand árið 2007. Volvo Bus-hópferðabílar og strætisvagnar Volvo-hópferðabifreiðar hafa fengið góðar viðtökur hjá aðilum sem gera út hópferðabifreiðar hér á landi. Framleiðslulína Volvo Bus í hóp- ferðabifreiðum og strætisvögnum er mjög stór og því innanborðs strætis- vagnar og rútur sem henta mjög vel íslenskum aðstæðum. Á þessu ári hefur Brimborg afhent þrjár nýjar Volvo 9500-rútur til aðila í ferða- þjónustu hér á landi. Sem stendur er mjög vel útbúinn Volvo 9500 13 metra og 59 sæta hópferðabíll til á lager að Bíldshöfða 6. Volvo Penta-bátavélar Bátavélarnar frá Volvo Penta eru vel þekktar hér á landi í smærri bátum, skemmtibátum og hraðfiski bátum. Undanfarin misseri hefur notk- un Volvo Penta-bátavéla í atvinnu- bátum aukist talsvert. Notkun- in hefur aukist mikið við tilkomu strandveiða á sumrin um land allt. Ný kynslóð Volvo-vörubifreiða Volvo Truck hefur að undanförnu kynnt fjölda áhugaverðra nýjunga til sögunnar; nýja bíla og fjölmargar tækninýjungar. Brimborg hefur afhent þrjár nýjar Volvo 9500-rútur til aðila í ferðaþjónustu hér á landi það sem af er þessu ári. Sem stendur er mjög vel útbúinn Volvo 9500 13 metra og 59 sæta hópferðabíll til á lager að Bíldshöfða 6. MYND/PJETUR Volvo Truck-fjölskyldan samankomin. Fjórir nýir vörubílar bætast við fram- leiðslulínu Volvo Truck í september. Volvo CE-malbikunarvélar og valtarar eru í flokki vegagerðarvéla. Brimborg hefur verið umboðsaðili Volvo atvinnutækja frá árinu 1988, eða í 25 ár, og er því mikil þekking og reynsla innandyra á þeim vörumerkjum sem verið er að selja og þjónusta. Undir Volvo-atvinnu- tæki falla eftirfarandi vörumerki: Volvo Truck (vörubifreiðar), Volvo Construction Equipment (vinnuvélar), Volvo Bus (hópferðabifreiðar) og Volvo Penta (bátavélar) ásamt mörgum öðrum vörumerkjum tengdum ábyggingum. Brimborg er með starfstöð á Akureyri að Tryggvabraut 5 og sinnir þar einnig viðgerðum á Volvo-atvinnutækjum. ÞEKKING OG REYNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.