Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 48

Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 48
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 Kvikmyndin The Heat var frum- sýnd hér á landi í gærkvöld en myndin skartar gaman- leikkonunum Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðal- hlutverkum. Myndin segir frá lögreglu konunum Söruh og Shannon sem eru þvingaðar til að starfa saman þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameigin- legt. Shannon, sem leikin er af McCarthy, er hörð í horn að taka og fer óhefðbundnar leiðir í við yfirheyrslur glæpamanna. Stöll- urnar finna þó leiðir til þess að starfa saman þegar þær fá það verkefni að stöðva hættulegan eiturlyfjabarón, og útkoman verður vægast sagt skrautleg. Myndinni leikstýrði bandaríski leikstjórinn Paul Feig en hann hefur getið sér gott orð sem leik- stjóri. Feig leikstýrði meðal annars hinni stórskemmtilegu gamanmynd Bridesmaids, sem kom út árið 2011 og uppskar Melissa McCarthy til- nefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Feig hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Arrested Development og The Office, sem og völdum þáttum af 30 Rock, Parks and Recreation og Mad Men. Melissa McCarthy skaust hratt fram á sjónarsviðið en hjólin fóru almennilega að snúast hjá leik- konunni í kjölfar Brides maids- myndarinnar. McCarthy lék aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Identity Thief sem kom út fyrr á árinu en hún leikur einnig í þriðju Hangover- myndinni sem var frumsýnd í vor. Sandra Bullock hefur lengi vel verið ein launahæsta leikkonan í Hollywood. Henni mun þó aðeins bregða fyrir í tveimur kvik- myndum á árinu, The Heat og vísinda tryllinum Gravity. Bullock fer með aðalhlutverkið í vísinda- tryllinum ásamt hjarta knúsaranum George Clooney. - ka Laufl éttur lögguhasar Gamanmyndin The Heat skartar Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðalh- lutverkum. Handritið skrifaði Katie Dippold, en hún skrifar einnig handritið fyrir hina bráðskemmtilegu þætti Parks and Recreation. GÓÐAR SAMAN Þær Sandra Bullock og Melissa McCarthy fara með aðalhlutverkin í The Heat. Leikkonurnar þykja báðar stór- skemmtilegar og má því lofar þessi gamanmynd góðu. Breska kvikmynda- og sjónvarps- þáttaakademían (BAFTA) mun verðlauna leikarann og leikstjór- ann George Clooney fyrir ævi- starf sitt. Verðlaunin sem Clooney hlýtur eru kennd við leikstjór- ann Stanley Kubrick og eru veitt þeim leikara sem skarað hefur fram úr á hvíta tjaldinu. Í til- kynningu frá BAFTA segir að verðlaunin séu veitt „…einstak- lingi sem skarar fram úr, aðila sem hefur unnið verk sem ber vott um sterk höfundar einkenni og festu, og þeim sem lyft hefur greininni á hærra plan“. Stjórnar- formaður BAFTA, Gary Dartnall, lof samar leikarann í tilkynning- unni. „George Clooney er án alls vafa einn af mestu listamönnum kvikmyndageirans. Verk hans hafa hreyft við áhorfendum frá öllum heimshornum.“ Leikarinn mun hljóta viðurkenninguna þann 9. nóvember. Aðrir sem hlotið hafa viðurkenninguna í gegnum tíðina eru til dæmis þeir Warren Beatty, Jeff Bridges, Daniel Day Lewis, Clint Eastwood, Steven Spielberg og Denzel Washington. - ka BAFTA verðlaunar George Clooney George Clooney hlýtur hin virtu Stanley Kubrick-verðlaun hinn 9. nóvember. FLOTTUR FERILL George Clooney hlýtur hin eftirsóttu Stanley Kubrick- verðlaun þann 9. nóvember næst- komandi. Tvær kvikmyndir voru frum- sýndar í íslenskum bíóhúsum í gær, myndirnar World War Z og The Heat. Stórleikarinn Brad Pitt er í aðalhlutverki í myndinni World War Z, en þar leikur Pitt blaðamanninn Gerry Lane, fyrr- verandi rannsóknarfulltrúa hjá Sameinuðu Þjóðunum, sem þarf að taka á honum stóra sínum til að stöðva her uppvakninga sem herja á mannkynið. Í ljós kemur að hundaæði hefur brotist út sem veldur því að allir sem verða bitnir af upp- vakningunum breytast í uppvakn- inga 12 sekúndum síðar. Af stað fer mikið kapphlaup við tímann þar sem Gerry reynir hvað hann getur til að stöðva útbreiðsluna. Auk Brads Pitt fara þau Mireille Enos, James Badge Dale og Matthew Fox með stór hlut- verk. Marc Forster leik stýrir myndinni en Forster á fleiri stór- myndir að baki. Hann leikstýrði meðal annars stór myndunum Monster‘s Ball, Finding Never- land, The Kite Runner og Bond- myndinni Quantum of Solace. World War Z er byggð á sam- nefndri skáldsögu Max Brooks, en Brooks hefur einnig skrifað fjölmörg handrit fyrir Saturday Night Live. World War Z er bæði sýnd í 2D og 3D. Gamanmyndin The Heat var einnig frumsýnd í gær. Það eru leikkonurnar Sandra Bullock og Melissa McCarthy sem fara með aðahlutverkin en þær leika lögreglu konurnar Sarah og Shannon sem eiga gjörsamlega ekkert sameiginlegt. - ka Hundaæði herjar á mannkynið Kvikmyndirnar World War Z og The Heat voru frumsýndar í bíóhúsunum í gær. DRAMATÍK Í HÁMARKI Brad Pitt fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni World War Z. Hann leikur Gerry Lane, sem reynir að koma í veg fyrir að uppvakningar taki yfir heimsbyggðina. Nýjasta kvikmynd leikarans Johnny Depp fellur ekki í kramið hjá kvik- myndagagnrýnendum víða um heim, svo vægt sé til orða tekið. Myndin sem kostaði 250 milljón- ir dollara í framleiðslu hefur fengið afleita dóma og vilja sumir meina að hún marki endalok stórmyndanna. Það er talið ólíklegt að hún muni ná að þéna 300 milljónir eftir sýn- ingar um heim allan og mun gengi myndarinnar vera sérstakt áhyggju- efni fyrir Disney sem fjármagnar myndina. Gilbert Cruz, kvikmyndagagn- rýnir hjá vulture.com, segir mynd- ina fullkomið dæmi um allt sem getur verið að hinni hefðbundnu Hollywood-stórmynd. „Fyrir utan að hafa verið fáránlega dýr í fram- leiðslu, þá er söguþráðurinn léleg- ur, handritið reiðir sig um of á blóð- laust ofbeldi og myndin er of löng og langdregin.“ Gæti markað endalok stórmyndanna Lone Ranger fær afspyrnuslæma dóma. MISHEPPNAÐ Nýjasta stórmynd Johnny Depp, Lone Ranger, þykir ekki góð. + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við öll tækifæri. Flour úr Dölunum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.