Fréttablaðið - 11.07.2013, Side 56

Fréttablaðið - 11.07.2013, Side 56
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 44 GOLF Íslenska karlalandslið í golfi hefur þátttöku á European Men´s Challenge Trophy 2013-mótinu sem fram fer á Kunétická Hora-vellin- um í Tékklandi næstu þrjá daga. Þrjár þjóðir af tíu komast á Evr- ópumótið sjálft eftir ár en auk Íslands eru það Belgía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía og Tyrk- land sem taka þátt á mótinu. Á European Men´s Challenge Trophy-mótinu er leikinn 54 holu höggleikur. Liðin leika 18 holur á dag næstu þrjá daga en í hverju liði eru sex kylfingar. Fjögur bestu skorin eru talin í hverju liði fyrir sig en ef staðan er jöfn þá er sjötti kylfingurinn einnig metinn. „Þetta mót leggst bara gríðarlega vel í mannskapinn,“ segir Birg- ir Leifur Hafþórsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins. Góð stemmning í hópnum „Menn eru bara mjög vel stemmd- ir enda ekki annað hægt í svona aðstæðum. Hér er bara sól, mikill hiti og mikil blíða.“ Landsliðið var á æfingu fyrir mótið þegar blaðamaður Frétta- blaðsins heyrði í Birgi Leifi en mótið fer fram á Kunétická Hora- vellinum í Tékklandi. Völlurinn er um 120 kílómetrum frá Prag, höfuð borg Tékklands. „Við erum rétt í þessu að venj- ast vellinum og ætlum okkur að taka góðan æfingahring í dag. Það verður leikinn 54 holu höggleikur á mótinu, sex í liði og fjögur bestu skorin á hverri holu gilda.“ Birgir Leifur Hafþórsson er atvinnumaður í golfi og má því ekki leika fyrir íslenska lands liðið á mótinu. „Þetta er aðeins fyrir áhuga- menn og því verð ég þeim til halds og trausts, set upp ákveðið leik- skipulag fyrir leikmenn liðsins en mitt hlutverk er einnig að hvetja áfram liðið. Þegar maður ræðst í þátttöku á svona móti er mikil- vægt að skoða hvern leikmann fyrir sig, því þeir eru ekki allir eins, og leggja mótið upp með til- liti til þess. Þessi golfvöllur refsar töluvert og það er gríðarlega mikil- vægt að vera inni á braut sem mest til þess að geta átt góð innáhögg. Grasið sem liggur utan brautar er rosalega þykkt og því verða leik- menn að vera skynsamir.“ Þurfum að vera þolinmóðir „Það skiptir miklu máli að spila varfærnislega á fyrsta degi, leggja upp með að vera alltaf inni á braut og vera þolinmóðir í okkar leik. Við þurfum síðan að sjá til hvar við stöndum eftir fyrsta daginn og bera okkur saman við aðrar þjóðir, þá getum við farið að skipuleggja næstu tvo hringi.“ Þrjár þjóðir fara áfram „Þrjár efstu þjóðirnar fara áfram á Evrópumótið sem fer fram á næsta ári og ég tel að við eigum bara góða möguleika á því að kom- ast áfram. Við erum mjög bjart- sýnir og erum mjög einbeittir og ætlum okkur stóra hluti. Ég hef verið að koma því hugafari inn hjá strákunum undanfarna daga að leikskipulag okkar sé skothelt og ef menn eru ávallt innan þess þá eigum við bara virkilega góða möguleika. Við ætlum okkur klár- lega áfram á þessu móti og það er skýrt markmið liðsins.“ Landsliðið leikur næstu þrjá daga í Tékklandi og möguleiki er fyrir hendi að liðið fari áfram. Mótið hefst í dag og verða strák- arnir í eldlínunni næstu þrjá keppnisdaga. Hinn margreyndi Birgir Leifur Hafþórsson mun án efa nýta þá reynslu sem hann hefur. stefanp@frettabladid.is Landsliðshópurinn Andri Þór Björnsson, GR Axel Bóasson, GK Guðmundur Á. Kristjánsson, GR Haraldur F. Magnús, GR Ragnar M. Garðarsson, GKG Rúnar Arnórsson, GK Liðsstjóri: Birgir L. Hafþórsson GOLF Englendingurinn Ian Poulter ætlar að skipta um pútter eftir að kylfingurinn hafnaði í 25. sæti á Opna franska meistaramótinu um síðustu helgi. Kylfingurinn vill ekki meina að slæmt gengi sé alfarið pútternum að kenna en Poulter ætlar samt sem áður að vera með nýja kylfu í pokanum á næsta stórmóti en Opna breska meistaramótið hefst eftir viku. Poulter fer óhefðbundnar leiðir í því að auglýsa eftir nýjum pútter en hann setti inn auglýsingu á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann fór þess á leit við kylfu- framleiðendur að senda sér nýjan pútter til þess að prófa. „Ég hef núna ákveðið að reka pútterinn minn og ætla mér að finna nýjan fyrir opna breska. Kylfuframleiðendur mega því endilega senda mér púttera á skrifstofu IJP [Ian James Poulter]. Ég vil ekki kenna pútternum um slæmt gengi en ég vil samt sem áður prófa nýja kylfu,“ skrifaði Poulter á Twitter-síðu sinni. Ian Poulter hefur að undan- förnu notað pútterinn Odyssey XG númer sjö. „Breytingar eru oft góðar í golfi. Það hefur hentað mér vel á ferlinum að skipta um kylfur. Stundum þarf maður bara að sjá eitthvað nýtt þegar maður lítur niður. Það er komin tími á hvíld fyrir gamla pútterinn,“ sagði Poulter. Það má fastlega gera ráð fyrir því að kylfingurinn eigi eftir að fá þónokkuð marga púttera senda á skrifstofuna og hann verður lík- lega kominn með nýja kylfu þegar Opna breska meistaramótið hefst þann 14. júlí á Muirfield-vellinum. - sáp Poulter auglýsir eft ir nýjum pútter á Twitter Kylfi ngurinn Ian Poulter verður með nýjan pútter á Opna breska meistaramótinu í næstu viku. NÝR PÚTTER Ian Poulter mun mæta til leiks með nýjan pútter á Opna breska eftir viku. Kylfingurinn auglýsti eftir nýjum pútter á Twitter. NORDICPHOTOS/GETTY DEH-1500DEH-150 DEH-4500 LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 VERSLANIR UM LAND ALLT www.ormsson.is HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR 4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24 stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW / AUX og USB tengi á framhlið / Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið- og hátóna. Verð: 22.900,- kr. 4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24 stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW / AUX tengi á framhlið / Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Verð: 19.900,- kr. 4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24 stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW / AUX og USB tengi á framhlið / iPod í gegnum USB / Bluetooth, mic fylgir / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Verð: 37.900,- kr. Ætlum okkur á Evrópumótið Íslenska karlalandsliðið í golfi tekur þátt á móti í Tékklandi, en með góðum árangri tryggir liðið sér sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Birgir Leifur Hafþórsson liðsstjóri telur að liðið eigi góða möguleika. HÓPURINN Frá vinstri til hægri: Guðmundur, Andri, Haraldur, Axel, Ragnar, Rúnar á vellinum í Tékklandi í gær. Hópurinn æfði af kappi við frábærar aðstæður á Kunétická Hora-vellinum en liðið ætlar sér að hafna í einu af efstu þremur sætum mótsins. GOLF Englendingurinn Lee Westwood hefur fengið til liðs við sig nýjan þjálfara sem á að aðstoða hann við púttin en Ian Baker–Finch mun undirbúa kylfinginn fyrir átökin á Opna breska meistaramótinu. Opna breska meistaramótið hefst á Muirfield-vellinum í Skotlandi eftir eina viku en mótið telst vera eitt allra erfiðasta golfmót ársins. Baker–Finch fór með sigur af hólmi á Opna breska mótinu árið 1991 en hans aðalsmerki á golfvellinum hefur í gegnum tíðina verið frábær spilamennska á flötunum. Westwood hefur aftur á móti átt erfitt uppdráttar á flötunum á sínum ferli. „Við hittumst í síðustu viku og lékum saman nokkrar holur. Maður sér strax af hverju hann [Ian Baker–Finch] hefur alltaf verið kallaður galdramaður á flötunum. Hann hjálpaði mér mikið og mun gera á næstu dögum. Þetta er að mestu leyti andlegt vandamál hjá mér sem ég verð að vinna í,“ sagði Lee Westwood. - sáp Galdramaður með pútterinn AKKILESARHÆLL Helsti veikleiki Westwood er púttin. NORDICPHOTOS/GETTY GOLF Íslenska kvennalandslið- inu í golfi hefur ekki gengið sem skyldi á Evrópumóti landsliða sem fram fer í York á Englandi. Íslenska liðið er samanlagt á 59 höggum yfir pari eftir tvo fyrstu hringi mótsins. Alls taka 19 þjóð- ir þátt á mótinu en eftir fyrstu tvo keppnisdagana verður þjóð- unum skipt upp í þrjá riðla eftir frammistöðu. Ísland mun því fara í C-riðið eða þann neðsta. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék ágætlega fyrir íslenska landsliðið í gær en hún fór hring- inn á 76 höggum. Átta efstu þjóðirnar fara í A-riðil, næstu átta þjóðir í B-riðil og loks þær þjóðir sem hafna í 17. sæti eða neðar sem fara í C-riðil. Íslenska landsliðið mun leika í C-riðli eftir nokkuð dapra frammistöðu á mótinu hingað til. - sáp Ísland í neðsta riðlinum á EM HÓPURINN Íslenska landsliðið hefur ekki náð sér á strik. AÐSEND MYND Allt of lítil mynd

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.