Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 8
9. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 RENAULT KANGOO DÍSIL EYÐSLA 4,9 L / 100 KM* VINSÆLIR ENDA SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR RENAULT TRAFIC DÍSIL EYÐSLA 6,9 L / 100 KM* RENAULT MASTER DÍSIL EYÐSLA 8,0 L / 100 KM* E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 5 3 * E yð s la á 1 0 0 k m m ið a ð v ið b la n d a ð a n a k s tu r. BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000 www.renault.is RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR. Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu. Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki síst þægindi. TRAFIC STUTTUR VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK. 2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK. MASTER MILLILANGUR VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK. 2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK. KANGOO II EXPRESS VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK. 1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK. Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra hefur ekki valdheimild til þess að úthluta aflahlutdeild og aflamagni í úthafsrækju miðað við aflareynslu síðustu þriggja ára. Þetta segir í lögfræðiáliti sem lögfræðistofan Land lögmenn vann fyrir atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið. Ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, varðandi það hvernig stjórnun á úthafs- rækju verður háttað, er beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hafa nokkur fyrirtæki lagt mikið í upp- byggingu á þeim þremur árum sem úthafsrækjuveiði hefur verið frjáls. Jón Guðbjartsson, stjórnarfor- maður rækjuvinnslunnar Kampa ehf., segir að ef þetta álit reynist rétt sé skynsamlegast fyrir ráð- herra að gefa veiðarnar frjálsar en breyta svo lögum. „Það er oft verið að spyrja mig um plan B, það er að segja hvað ég geri ef við fáum ekki kvótann,“ segir Jón. „Plan B þýðir einfaldlega að við verðum að vera með hálfs árs vinnslu, þá er jafn- vel betra að loka svo maður fari ekki á hausinn, selja skip eða skrá þau erlendis.“ - jse Lögfræðiálit segir ráðherra ekki hafa heimild til að úthluta eftir veiðireynslu: Segir plan B ekki gæfulegt JÓN FRÁ KAMBI Eflaust bíða fáir í meira ofvæni eftir ákvörðun ráðherrans en Jón. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON TRÚMÁL Þjóðkirkjan hyggst ekki endurskoða aðkomu sína að sam- kirkjulegri samkomu, Hátíð vonar, þar sem umdeildur banda- rískur predikari mun flytja boð- skap sinn. Þetta segir Agnes M. Sigurðar dóttir biskup. Predikar- inn, Franklin Graham, er meðal annars þekktur fyrir andúð sína á samkynhneigð. „Við getum umgengist fólk, hópa og einstaklinga, þótt við séum ekki sammála þeim um allt. Þá erum við frekar að vinna með það sem við eigum sameiginlegt en það sem sundrar,“ segir Agnes í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Kristið fólk á Íslandi tilheyrir mörgum kirkjudeildum og er ekki sammála um allt en við getum sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Það er markmiðið með Hátíð vonar. Tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina. Þjóð- kirkjan hefur tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum og hjóna- böndum þeirra og stendur við hana.“ Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að Graham komi hingað til lands í boði forsvarsfólks margra kirkna og samtaka. Rúmlega fimmtíu kirkjur, sóknir, söfnuðir og samtök taki þátt eða standi að baki Hátíð vonar, ásamt kristni- boðssamtökum Billy Graham, föður Franklins. Anna Pála Sverrisdóttir, for- maður Samtakanna ´78, er afar ósátt við að Franklin Graham skuli fenginn á þessa hátíð. „Það eru mér mikil vonbrigði að á „Hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skila- boð að gefa íslensku samfélagi ein- mitt þegar Hinsegin dagar, og sú mannréttindahátíð sem þeir eru, standa yfir.“ Hún bendir á að stefna stjórn- valda sé að vernda réttindi hinseg- in fólks og um það sé allur almenn- ingur á Íslandi sammála. Ummæli Grahams ýti hins vegar undir að hinsegin fólk sé jaðarsett, sæti aðkasti og í ömurlegustu tilfellun- um ofbeldi víða um heim. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknar- prestur í Guðríðarkirkju í Grafar- holti, er einnig óánægð. „Í fyrsta lagi stendur Þjóð- kirkjan ekki formlega að þess- ari hátíð. Þess vegna finnst mér fáránlegt að þessi fréttatilkynn- ing skuli koma á vef Þjóðkirkjunn- ar og ég hvet yfirstjórn kirkjunnar til að draga hana til baka,“ segir Sigríður. „Ég er líka verulega ósátt við það að tilkynningin skuli þar að auki koma fram á miðjum Hinsegin dögum, sem mér finnst særandi,“ bætir hún við og tekur fram að Guðríðarkirkja taki ekki þátt í Hátíð vonar á nokkurn hátt. En hvað finnst henni um að sóknir á vegum Þjóðkirkjunnar skuli taka þátt í hátíðinni? „Mér finnst ekki eðlilegt að Þjóðkirkjan, sem hefur heimilað vígslu samkynhneigðs fólks og verið að byggja upp sam- tal og samband við það, standi að samstarfi við Frankl- in Graham,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir. stigur@frettabladid.is Hættir ekki við þátt- töku í Hátíð vonar Biskup segir Þjóðkirkjuna ekki ætla að endurskoða aðkomu sína að Hátíð vonar, þar sem predikarinn Franklin Graham mun flytja boðskap sinn. Prestur Þjóðkirkj- unnar og formaður Samtakanna 7́8 eru mjög ósáttir við þátttöku kirkjunnar. UMDEILDUR Franklin Graham óttast mjög siðferðislega hnignun á Vesturlöndum. NORDICPHOTOS/GETTY „Fjárhagserfiðleikar landsins eru hins vegar ekkert í samanburði við trúarlegt og siðferðilegt hengiflugið sem er langtum hættulegra þjóðinni en vandi í efnahagslífinu,“ skrifaði Franklin Graham á vefsíðu föður síns í desember. „Frá síðustu kosningum höfum við séð pör af sama kyni í röðum við dómshús fjölda ríkja til að fá hjúskaparleyfi og hundruð manna safnast saman opinberlega og kveikja sér í jónu í fylkjum þar sem slíkt hefur verið lögleitt. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Hin siðferðislega hnignun sem blasir við okkur í sjónvarpsefni– blygðunarlaust siðleysi, glórulaust ofbeldi og fjölmiðlavæn, sam- kynhneigð hegðun– endurspeglar aðeins þá siðferðislegu brenglun sem hefur mengað allt samfélagið. Við lifum sannarlega myrka tíma – en það er von.“ Miklu hættulegra en efnahagsvandinn SKERPIR SJÁLFSMYNDINA Agnes M. Sigurðardóttir segir tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina. ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR SIGRÍÐUR GUÐ- MARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.