Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 16
9. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HULDA RUNÓLFSDÓTTIR
Fögrukinn 6, Hafnarfirði,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
30. júlí. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði mánudaginn 12. ágúst kl. 15.00.
Hjálmar Sveinsson Ósk Vilhjálmsdóttir
Ólafur Sveinsson Silke Engel
Magnús Ólafsson
Jóhann Ólafsson Engel
Eva Ólafsdóttir Engel
Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Borghildur Indriðadóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR HELGI PÁLSSON
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Skúlagötu 20,
er látinn. Útförin verður gerð frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn
13. ágúst kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir,
en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélagið Ás.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Ásta Gunnarsdóttir Guðlaugur S. Helgason
Páll Gunnarsson
Björk Gunnarsdóttir
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir, dóttir, systir,
tengdadóttir og amma,
RAGNHILDUR ALDÍS
KRISTINSDÓTTIR
lést á Landspítalanum 7. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Eyjólfur H. Sveinsson
Kristinn A. Eyjólfsson
Davíð F. Eyjólfsson
Margrét Erla Einarsdóttir
Gyða Eyjólfsdóttir
Aðalheiður Jónsdóttir
Fanney Björk, Ásdís Birna, Jón Sævar, Alexandra Aldís
og systkini.
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HALLDÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Gröf í Þorskafirði.
Starfsfólki Dvalarheimilisins Barmahlíðar á
Reykhólum eru færðar sérstakar þakkir fyrir
hlýju og góða umönnun.
Dúna, Gísli, Hanna, Dísa
og fjölskyldur.
Við þökkum auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts elsku mömmu,
tengdamömmu og ömmu,
ELÍNAR ODDNÝJAR
KJARTANSDÓTTUR
Básbryggju 1,
sem lést þann 26. júlí. Útför Elínar hefur farið
fram, en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á söfnunarátakið Hollvinir Grensásdeildar.
Valdís Jóhannsdóttir Gauti Alexandersson
Bjarki Jóhannsson Hafdís Haraldsdóttir
og barnabörn.
Útför
ÁSDÍSAR HARALDSDÓTTUR
fer fram frá Dómkirkju Reykjavíkur
í dag, föstudaginn 9. ágúst kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á gjörgæsludeild LSH. Bankaupplýsingar:
111-26-1990, kt.: 470307-0990.
Þorvaldur Ragnarsson
Ásthildur Þorvaldsdóttir
H. Jóna Þorvaldsdóttir Jón Diðrik Jónsson
Anna María Þorvaldsdóttir Jónas Halldórsson
Á. Inga Haraldsdóttir Hafstein Reykjalín
barnabörn og langömmubörn.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
www.kvedja.is
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæru,
ÁGÚSTU (DÍDÍ) HARALDSDÓTTUR
Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði fyrir
umönnun og stuðning.
Árni Bárður Guðmundsson
Guðný Árnadóttir Benedikt Jónsson
Guðmundur Rúnar Árnason Ingibjörg Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR HJALTALÍN JÓNSDÓTTIR
áður til heimilis í Háagerði 21,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann
5. ágúst sl. Hún verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju mánudaginn 12. ágúst kl. 13.00.
Ingibjörg Helgadóttir Eyjólfur Ingimundarson
Pálmi Helgason Hafdís Sigurðardóttir
Helga S. Helgadóttir Henning Andersen
Jóhann Helgason Halldóra Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar,
GUÐMUNDUR S. BERGSTEINSSON
frá Stekkum 8, Patreksfirði,
andaðist 6. ágúst sl.
Hann var jarðsettur á Madeira.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Bergsteinsson
Lilja Bergsteinsdóttir
„Við höfum haldið þessa hátíð í svip-
aðri mynd í 20 ár og ætlum að halda
ærlega afmælisveislu 17. ágúst með
fjölbreyttri dagskrá og flottum lista-
mönnum,“ segir Guðríður Guðmunds-
dóttir sem heldur utan um alla þræði
Ormsteitis á Egilsstöðum og nágrenni.
Hátíðin hefst í kvöld með brennibolta
og svo eru hverfahátíðir og karni-
val á morgun sem Guðríður lýsir
svo. „Hvert hverfi hefur sinn lit og
íbúarnir voru byrjaðir að skreyta strax
á þriðju daginn, enda er keppt um best
skreyttu götuna og fallegasta húsið, og
það er mikið keppnisskap í fólki. Það
er grillað í hverju hverfi fyrir sig og
svo kemur fólk skreytt sínum litum í
karnivalgönguna. Einu hverfi er falið
að leiða gönguna hverju sinni og í ár er
það bleika hverfið, við leggjum áherslu
á að allir hafi saumað sér bleika bún-
inga.“
Eruð þið með taubúð á staðnum
þar sem þið getið valið úr alla vega
litum ströngum? „Nei, það þarf að
panta efnið að. Við sem búum á lands-
byggðinni höfum fyrirhyggju í svona
hlutum,“ svarar Guðríður og heldur
áfram að lýsa karnivalinu. „Hvert
hverfið á fætur öðru tínist inn í göng-
una og það er haldið upp á Vilhjálms-
völl þar sem hverfaleikar fara fram.
Þetta hefur alltaf verið stór dagur sem
hefur eflst með ári hverju. Ég hef trú á
að þátttakan verði góð í ár.“
Hversu mörgum býstu við í gönguna?
„Það voru milli tvö og þrjú þúsund
manns í fyrra og ég á von á enn fleiri
núna. Það eru fastir gestir hér á tjald-
stæðinu sem koma til að vera með og
svo er þetta 2.500 manna byggðarlag.“
Tekur fólkið úr sveitunum þátt í
karnivalinu? „Jú, jú, það tekur þátt og
er með rautt og grænt í sínum skreyt-
ingum. Það grillar annaðhvort í sínum
sveitum eða kemur í Tjarnargarðinn
hér á Egilsstöðum og grillar þar.“
Þetta er óvenju löng bæjarhátíð.
„Já, þetta er tíu daga hátíð og það er
mikill undirbúningur undir hana, hún
er stór í sniðum og hver dagur hefur
sitt þema. Á sunnudaginn verður hér-
aðsstemning í Selskógi. Þá verður úti-
dagskrá þar sem heimamenn stíga á
svið. Á mánudaginn verður fegurðar-
samkeppni gæludýra og markaðs dagur
krakka. Það er dálítið skemmtilegt.
Spegill, spegill herm þú mér, hvert
fegurst dýra er. Við erum með katta-,
hunda- og blandaðan flokk og einn sem
nefnist frumlegasta gæludýrið. Þarna
er allt frá folöldum til fiska. Ég held
að svona keppni sé hvergi nema hér.“
Fer Ormsteitið fram um allt Hérað?
„Já, seinni laugardaginn verður til
dæmis viðburður uppi á Möðrudal á
Fjöllum, Möðrudalsgleðin. Þar verður
farið í leiki og 107 Herðubreiðar verða
málaðar í málverkamaraþoni í til-
efni af 107 ára afmæli Stórvals. Sam-
tímis erum við með bæjarhátíð á
Egils stöðum með afmælisdagskrá og
skemmtikröftum að sunnan eins og
Mikka ref og Jóa og Góa, Sollu stirðu,
Íþróttaálfinn og Pollapönki.
Á Egilsstöðum endum við svo á
hreindýraveislu þar sem hreindýrs-
tarfur er heilgrillaður. Þar verðum við
með tjald en þetta er svona hálfgerð
útistemning þar sem allir eru í lopa-
peysunum.“ gun@frettabladid.is
Tíu daga afmælisveisla
Margháttuð dagskrá verður á tuttugu ára afmæli Ormsteitis, bæjarhátíðar á Egilsstöðum
og nágrenni, sem hefst í kvöld og stendur til 18. ágúst. Guðríður Guðmundsdóttir er
framkvæmdastjóri hátíðarinnar.
FRAMKVÆMDASTJÓRINN Guðríður hefur trú á að þátttakan í bæjarhátíðinni Ormsteiti verði góð í ár, enda stendur Ormsteiti í tíu daga og
teygir sig alla leið upp í Möðrudal á Fjöllum.