Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 25
ALLT Í SKÓLANN FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2013 Kynningarblað Tölvur, skólatöskur, skólavörur og skipulag „Þetta er alltaf mjög skemmtileg- ur tími og mikið líf í verslunum okkar um allt land fyrir skólann. Viðskiptavinir okkar njóta þess að við erum að kaupa inn fartölv- ur í þúsundavís á þessum tíma og náum þannig verði sem erfitt er að keppa við,“ segir Gunnar Jónsson, sölu- og markaðsstjóri Tölvulist- ans. Hann tekur sem dæmi 15,6 tommu fartölvur sem kosta frá 59.990. Stóraukið úrval „Við erum mjög ánægðir með úr- valið í ár. Í fyrra vorum við með sextíu mismunandi gerðir far- tölva en þeim hefur fjölgað í átta- tíu í ár.“ Gunnar segir megin- ástæðu aukningarinnar þá að fjöl- breytnin hefur aldrei verið meiri og eru margar spennandi nýj- ungar að líta dagsins ljós. „Litun- um hefur fjölgað, meira af fartölv- um eru með snertiskjáum, öflugri skjákortum fyrir leikjaspilun og nýjum kynslóðum af örgjörvum, auk þess sem þunnum og léttum Ultrabook-fartölvum hefur fjölg- að mikið milli ára.“ Vinsælustu fartölvurnar fyrir skólann En hvað skiptir nemendur mestu máli við val á fartölvum fyrir skól- ann? „Þarfir skólafólks eru mis- munandi, sem skýrir þessa miklu fjölbreytni í úrvalinu. Það skiptir skólafólk mestu máli að fá eins öfluga vél og kostur er fyrir þann pening sem tölvan má kosta. Far- tölvurnar frá Toshiba hafa verið mjög vinsælar fyrir skólafólk þar sem Toshiba er traust merki með lága bilanatíðni, auk þess sem þær eru á ótrúlega hagstæðu verði.“ Spennandi nýjungar Gunnar segir gaman að sjá hvernig fartölvan og spjaldtölv- an eru smátt og smátt að renna saman í eitt. „Asus er brautryðj- andi í þessari þróun og erum við til dæmis að frumsýna fyrstu far- tölvuna með tvíhliða skjá sem heitir Taichi. Hún kemur með tveimur skjáum, að framan og aftan, þannig að þegar hún er lögð niður breytist hún í spjald- tölvu. Ekki þarf að snúa skjánum fram og til baka til að þetta ger- ist. Önnur spennandi nýjung er Transformer Book frá Asus en þá er skjánum hreinlega smellt frá lyklaborðsdokkunni og breyt- ist um leið í spjaldtölvu.“ Gunn- ar nefnir einnig nýja örþunna far- tölvu frá Acer sem er aðeins 12,9 millimetrar á þykkt en mjög öflug engu að síður. Lægra verð á Apple Tölvulistinn er með söluumboð fyrir Apple og samkvæmt Gunn- ari eru MacBook Pro og MacBook Air vinsælastar í línunni frá þeim. „MacBook-fartölvurnar reynast frábærlega og njóta mikilla vin- sælda. Við höfum lagt okkur fram við að bjóða hagstætt verð á öllum okkar tölvum og Apple er þar engin undantekning. Viðskipta- vinir hafa verið mjög ánægðir með að fá Apple á lægra verði hjá okkur.“ Þúsundir fartölva fyrir skólann Tölvulistinn rekur sex tölvuverslanir um allt land og býður upp á yfir áttatíu mismunandi gerðir af fartölvum fyrir skólann. Þær eru frá Toshiba, Asus, Acer og Apple. Gunnar segir gaman að sjá hvernig fartölvan og spjaldtölvan eru smám saman að renna saman í eitt. MYND/GVA SUÐURLANDSBRAUT 26, REYKJAVÍK - GLERÁRGÖTU 30, AKUREYRI - KAUPVANGI 6, EGILSSTÖÐUM - HAFNARGÖTU 90, KEFLAVÍK - AUSTURVEGI 34, SELFOSSI - REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI ALLT ÚRVALIÐ Á EINUM STAÐ ! A 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.