Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 46
9. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 22 Retro Stefson og Hermigervill kveðja Faktorý með tónleikum klukkan ellefu í kvöld. „Það má segja að Retro Stefson hafi hafið feril sinn árið 2006 á Faktorý, sem reyndar hét Grand Rokk á þeim tíma,“ segir Logi Pedro Stefánsson í hljómsveitinni Retro Stefson. Sveitin kom þá fram í fyrsta skipti á Iceland Airwaves-tónlist- arhátíðinni en meðlimir sveitar- innar voru á aldrinum 14 til 16 ára. „Það er liðinn dálítið langur tími núna og við erum búin að spila á mörgum tónleikum síðan en við ætlum að kveðja Faktorý með stæl og bjóða upp á tryllta, sveitta tón- leika á uppáhaldstónleikastaðnum okkar,“ segir Logi jafnframt. „Þetta verður líka extra skemmtilegt því að týndi meðlim- urinn, Haraldur Ari Stefánsson, verður á svæðinu með kúabjöll- una og stuttbuxurnar,“ segir Logi léttur í bragði. Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermi- gervill, spilar með sveitinni eins og undanfarna mánuði. „Sveinbjörn er nýi meðlimurinn okkar og frábær viðbót við band- ið,“ útskýrir Logi. „Hann er tryllt- ur tónlistarmaður!“ Retro Stefson hefur spilað á tón- listarhátíðum og tónleikum víða um lönd og álfur nær stanslaust frá áramótum. „Já, þetta er búið að vera mikið ferðalag. En fáránlega skemmti- legt engu að síður,“ segir Logi. Retro Stefson hefur verið á tón- leikaferðalagi til að fylgja eftir útgáfu þriðju breiðskífu sveitar- innar, „Retro Stefson“, sem kom út á Íslandi síðastliðið haust en í apríl á þessu ári annars staðar. olof@frettabladid.is Þetta verður líka extra-skemmtilegt því að týndi meðlimurinn, Haraldur Ari Stefánsson, verður á svæðinu með kúabjölluna og stutt- buxurnar. FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? Lokahelgin á Faktorý verður núna um helgina og af því til- efni verður mikið um að vera á skemmtistaðnum. „Það var lögð áhersla á að þetta yrði tekið með trompi undir lokin,“ segir viðburðastjórinn Haraldur Leví Gunnarsson. Upp- haflega átti staðurinn að hætta um verslunarmannahelgina en Haraldi Leví tókst að semja um eina aukahelgi til að geta kvatt staðinn með pompi og prakt. Á efri hæðinni í kvöld spila Retro Stefson og Hermigervill en í aðalrýminu mun DJ Atli Kanill þeyta skífum. Annað kvöld spil- ar Logi Pedro í hliðarsalnum en á efri hæðinni stíga á svið FM Belfast og Sometime á svið. Frítt er inn á þá tónleika. Á sunnu- dagskvöld heldur GusGus svo uppi stuðinu og er þegar uppselt á þá tónleika. „Við erum búin að vinna í því í þrjú ár að bóka þá á staðinn. Þeir hafa alltaf verið of uppteknir til að geta tekið gigg,“ segir Haraldur Leví um GusGus. Aðspurður segir hann að sjónar sviptir verði að Faktorý, sem fagnaði þriggja ára afmæli sínu í júlí. Í stað Faktorý verður starfrækt þar hótel á vegum Ice- landair. „Sem tónlistarunnandi og útgefandi veit ég ekki hvað við gerum. Það var lítið af stöð- um fyrir,“ segir hann. - fb Helgin verður tekin með trompi Haraldur Leví Gunnarsson ætlar að sjá Gusgus spila á skemmtistaðnum Faktorý. Retro kveður Faktorý Retro Stefson og Hermigervill kveðja Faktorý í kvöld með trylltum tónleikum. STEFÁNSSON Logi Pedro Stefánsson kemur fram á Faktorý í kvöld. VIÐ UPPTÖKUR Hermigervill og hluti Retro Stefson, þeir Logi, Þórður, Unnsteinn og Yngvi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KVEÐUR Haraldur Leví Gunnarsson ætlar að kveðja Faktorý í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Hafnargerð utan við Klepp í Sundahöfn í Reykjavík Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 9. september 2013. Skipulagsstofnun 9. ÁGÚST 2013 Tónlist 18.00 Hljómsveitin Samaris heldur tónleika í verslun 12 Tóna við Skóla- vörðustíg í kvöld kl. 18. Hljómsveitin spilar lög af nýútkominni plötu sinni. Allir velkomnir. 22.00 Brimbrettarokksveitin Bárujárn fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar með tónleikum á Ellefunni í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30 og er aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. KLS, FAGFJÁRFESTASJÓÐUR – Birting viðauka við lýsingu KLS, fagfjárfestasjóður, hefur birt viðauka við lýsingu dagsetta 12. júlí 2013 sem gefin var út í tengslum við umsókn um að flokkur eignavarinna skuldabréfa, KLS 13 1, væri tekinn til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Viðaukinn er dagsettur 8. ágúst 2013, gefinn út á íslensku og birtur á vefsíðu Stefnis hf. sem er rekstraraðili sjóðsins, nánar tiltekið á slóðinni www.stefnir.is/kaupholl. Viðaukinn skoðast sem hluti af lýsingunni sem má nálgast hjá félaginu næstu 12 mánuði, og er gefinn út rafrænt á vefsíðu félagsins. Jafnframt geta fjárfestar óskað eftir og nálgast prentuð eintök af lýsingunni ásamt viðauka hjá Stefni hf. Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Upplýsingar í viðauka Í kafla 1. Samantekt í lið B.40 skal eftirfarandi setning bætast við í lok fjórðu málsgreinar: „Ekki verður innheimt þóknun tengd uppgreiðslugjaldi.“ Í kafla 1. Samantekt í lið C.9 skal gildi dagvísitölu leiðrétt úr 401,4367 í 402,8967. Í kafla 3.7. Tilgangur og fyrirkomulag sölu skal gildi dagvísitölu leiðrétt úr 401,4367 í 402,8967. Í kafla 4.6. Ráðstöfun á fjármunum útgefanda skal eftirfarandi setning bætast við í lok annarrar málsgreinar: „Ekki verður innheimt þóknun tengd uppgreiðslugjaldi.“ 8. ágúst 2013 Stjórn Stefnis hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.