Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 20
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og fatnaður. List og föndur. Saga Sig. Handverkið lifir. Heilbrigður lífsstíll. Helgarmaturinn og Spjörunum úr.
2 • LÍFIÐ 9. ÁGÚST 2013
HVERJIR
HVAR?
Umsjón blaðsins
Marín Manda Magnúsdóttir
marinmanda@frettabladid.is
Umsjón Lífsins á Vísir.is
Ellý Ármanns
elly@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Forsíðumynd
Katla
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
Lífið
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
www.visir.is/lifid
Lífi ð
Hamingja, fólk og
annað frábært
Nefkvef, hnerri og
eru helstu einkenni frjókornaofnæmis
Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni
sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum
hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmis-
vaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með
áframhaldandi notkun.
Sinose er þrívirk blanda
sem hreinsar, róar og ver.
Hentar einnig þeim sem
þjást af stífluðu nefi og
nef- og kinnholubólgum.
Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu
og meðan á brjóstagjöf stendur.
Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni.
Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Frekari upplýsingar www.gengurvel.is
Náttúrulegi
nefúðinn sem
sló í gegn
sumarið
2012
Esprit hefur
alltaf verið eitt af
mínum uppáhalds-
merkjum því þetta
eru gæðavörur á
góðu verði.
É
g var að vinna á auglýsinga-
stofu sem fjármálastjóri í
tíu ár og fannst vera kom-
inn tími til að gera eitt-
hvað annað. Mér var boðið
að vera með í þessu verkefni en
var þá búin að ráða mig annað sem
deildarstjóri. Svo kom símtalið frá
Smáralind og ég hikaði ekki eitt
augnablik því það er gamall draum-
ur að eignast okkar eigið fyrir-
tæki. Undirbúningurinn er búinn
að taka alveg heilt ár en það skipti
miklu máli að allir væru sáttir með
húsnæðið,“ segir Elsa Þóra Jóns-
dóttir, annar eigandi verslunarinn-
ar Esprit sem var opnuð í Smára-
lind í gær.
„Esprit hefur alltaf verið eitt af
mínum uppáhaldsmerkjum. Þetta
eru gæðavörur á góðu verði og ég
er viss um að merkið er fullkom-
lega markaðshæft á Íslandi. Esprit
leggur mikið upp úr gæðum og ein-
faldleika og það kann ég að meta.“
Elsa Þóra segir þau hafa fengið frá-
bærar viðtökur úr öllum áttum en
Esprit er rótgróið merki sem marg-
ir þekkja til og hefur útibú víða um
Evrópu. Haust- og vetrarlína Esp-
rit samanstendur af gallafatnaði og
hversdagsfata línu sem hentar ís-
lensku veðurfari vel. Haustlínan
inniheldur mikið úrval af vestum,
jökkum, úlpum og prjónuðum peys-
um, fyrir bæði kynin.
GAMALL DRAUMUR AÐ VERULEIKA
Esprit-verslun opnuð í Smáralind fyrir konur og herra sem eru sjálfsörugg og vilja klæðast á fjölhæfan hátt.
Elsa Þóra Jónsdóttir, eigandi Esprit á Íslandi, er glöð í bragði í nýja húsnæðinu í Smáralind.
Nýja línan er nútímaleg
og frjálsleg með kven-
legu ívafi þar sem mikið
er um þykkar prjóna-
peysur, ull, leður
og tvídfatnað.
Það var margt um manninn á veit-
ingastaðnum Snaps bistro bar
við Óðinstorg í miðbæ Reykja-
víkur á þriðjudaginn síðastlið-
inn. Staðurinn hefur verið einstak-
lega vinsæll en þar sást til Steinunn-
ar Sigurðardóttur fatahönnuðar
og eiginmanns hennar, Páls
Hjaltasonar varaborgarfulltrúa.
Inni á staðnum var einnig að
sjá Greip Gíslason, skipuleggj-
anda Hönnunarmars, og Sigríði
Thorlacius söngkonu sem hefur
hlotið mikið lof fyrir frammi-
stöðu sína með hljómsveit-
inni Hjaltalín. Hún söng
meðal annars lagið Halo
með Beyoncé fyrir stuttu.