Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. ágúst 2013 | SKOÐUN | 13 AF NETINU Glæpurinn gegn Flateyri Síðan kvótakerfinu var komið á hafa reglulega borist neyðaróp frá Flateyri, en ráðamenn hafa hingað til ekki haft dug í sér til þess að taka á rót vandans. Mér var því nokkuð brugðið í fyrstu þegar það barst stríðsyfirlýsing frá forseta bæjarstjórnar á Ísafirði um að framinn hefði verið glæpur gegn samfélaginu á Flateyri. Í fyrstu hélt ég að nú loksins hefði meirihluti bæjarstjórnar á Ísafirði viðurkennt opinberlega þá augljósu stað- reynd sem blasir við, þ.e. að kvótakerfið sé orsök vandans, og að það sé sú meinsemd sem er að leggja sjávarbyggð- irnar í rúst. Ekki reyndist raunin sú þegar betur var að gáð, heldur var forseti sveitarstjórnar að beina spjótum sínum að kvótalítilli útgerð, sem reynt hefur að hasla sér völl innan um hákarla gjafakvótans með því að nýta sér byggða- kvóta. Spurningin sem eftir stendur er: Hvaða gæðingur mun nú fá úthlutað byggðakvóta Flateyrar? blog.pressan.is/sigurjonth Sigurjón Þórðarson Tröllasaga um tölvublaður Engum með viti dettur í hug að oddvitar al-Kaída leggi í tölvusamskiptum á ráðin um hryðjuverk. Þeir vita eins og þú og ég að Bandaríkin hlera símtöl og samskipti á veraldarvefnum. Þegar Bandaríkin loka sendiráðum, er það ekki vörn gegn hryðjuverkum. Enda kemur tröllasagan um blaður al-Kaída á vefnum beint í kjölfar upp- ljóstrana um síma- og tölvuhleranir. Hún er misheppnuð tilraun til að segja fólki að njósnir Bandaríkjanna séu nytsamlegar og beri árangur. Barack Obama reynir að segja landsmönnum að afnám borgaralegra réttinda sé bráðnauðsynlegt af öryggisástæðum. Það er allt og sumt. jonas.is Jónas Kristjánsson Hópur þingmanna stjórnarmeiri- hlutans hefur fengið það hlutverk að leita leiða til að skera niður í ríkisrekstri. Það er auðvitað fyrir- sjáanlegt að stjórnarandstaðan gagnrýni þau áform. En gagnrýni á þeim forsendum að áformin séu einhver sérstök svik við fyrir- heit úr kosningabaráttunni missa marks. Ekki veit ég til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað að hagræða ekki í ríkisrekstri. Ef það er einhver munur hægri- og vinstrimönnum þá liggur hann í því hvernig þessir tveir hópar bregðast við fjárlagagati. Hægri- menn bregðast við því með niður- skurði en vinstrimenn með skatta- hækkunum. Það á ekki að koma mikið á óvart. Fyrir þarseinustu kosningar lofaði Samfylkingin að ganga í ESB. VG lofaðri norrænni velferð. Kosningaslagorð vinstriflokkanna gengu út á þetta. Hvorugur flokk- anna keypti heilsíður í apríl 2009 og lofaði því með stríðsletri að hann myndi „HÆKKA ALLA SKATTA“. Samt var það síðan það sem þeir helst gerðu. Voru það kosninga- svik? Nei, varla. Lítum aftur á verk núverandi stjórnar. Það má taka undir margt af gagnrýninni á það hvernig stjórnarmeirihlutinn hefur höndlað tekjuhlið fjárlaga. Betra hefði verið að lækka tolla eða almennan virðis- aukaskatt en að lækka veiðileyfa- gjaldið og viðhalda sérkjörum ferðaþjónustunnar á virðisauka- skatti á gistingu. En það er samt verðugt verkefni að reyna að halda útgjöldunum í skefjum og fá sem mest fyrir peninginn. Óháð öðru. Mögulegt og nauðsynlegt Árið 2009 eyddu Íslendingar hlut- fallslega mest allra OECD-ríkja í menntamál: 8,1% af vergri lands- framleiðslu. Þrátt fyrir þetta er árangur okkar í PISA-könnunum í meðallagi og hlutfall háskóla- menntaðra í þjóðfélaginu lágt. Menntakerfið er kannski ekki glatað, við gætum verið fá meira fyrir peninginn. Bent hefur verið á að seinasta stjórn (og sveitarfélög landsins) hafi þegar skorið umtalsvert niður í þessum málaflokki og að „ekki verði skorið niður meira“. Þannig fóru opinber framlög á hvern nem- anda í menntakerfinu úr 440 þús- undum árið 2008 í 380 þúsund árið 2012 (miðað við óbreytt verðlag). En það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að reka hagkvæm- ara menntakerfi. Samanburður við önnur OECD-ríki sýnir, þvert á móti, að það ætti að vera vel hægt. Margt má nefna. Háskólar eru margir. Það eru margir starfs- menn á hvern nemanda í íslenskum grunnskólum og þrátt fyrir von margra (sérstaklega kennara) um hið gagnstæða hafa rann sóknir ekki sýnt fram á gríðarlega mikla fylgni milli bekkjastærðar og námsárangurs. Námstími til stúd- entsprófs er lengri en í flestum öðrum löndum án þess að neitt bendi til að hann skili sér með þeim hætti að sá aukni kostnaður sem af þessu hlýst fyrir nemendur og skattgreiðendur sé réttlætanlegur. Hagræðing og niðurskurður eru stundum besta leiðin til að sjá hvort við virkilega þurfum á einhverju að halda. Segjum að við værum með einn ríkisháskóla. Væri augljóst að viðbótarfjármagni til háskóla- stigsins væri best varið í það að splitta þeim skóla upp? Segjum að framhaldsskólinn væri þegar þrjú ár og fólk útskrifaðist þaðan að jafnaði 19 ára. Nú kæmi fram ríkis- stjórn sem vildi stórauka framlög til menntamála. Væri sú ríkisstjórn líkleg til að nota þau viðbótarfram- lög til að lengja framhaldsskólann um eitt ár? Heilbrigði skynsemi Hvað heilbrigðismálin snertir játa ég að ég þekki ekki nægilega vel til til þess að benda á jafnaug ljósar leiðir til hagræðingar og í tilfelli menntamála. En lítum samt á gögn OECD: Árið 2009 voru opin- ber útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 7,8% af vergri landsfram- leiðslu, sem var það sama og í Sví- þjóð. En íslenska þjóðin er enn til- tölulega ung. AGS spáir því þessi útgjöld muni að óbreyttu fara upp í 15,2% árið 2050 en Svíar verða þá í 8,3%. Bara svo menn átti sig á því hvert stefnir. Stærsti hluti opinberra útgjalda fer í mennta-, heilbrigðis- og félagsmál. Því er ljóst að veru- legum sparnaði í opinberum rekstri verður ekki náð án þess að sparað sé í þessum málaflokkum. Viðleitni stjórnarinnar í þeim efnum kann að þykja óvinsæl. En hún er samt nauðsynleg. Og ætti þar að auki varla að koma neinum á óvart. Víst má hagræða Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Hvorugur flokkanna keypti heilsíður í apríl 2009 og lofaði því með stríðsletri að hann myndi „HÆKKA ALLA SKATTA“. Samt var það síðan það sem þeir helst gerðu. Voru það kosninga- svik? Nei, varla. Breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2024 vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 19. apríl 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2024 samkvæmt 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingartillögurnar eru tilkomnar vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og Kópavogs sem auglýstar eru á sama tíma og snerta landnotkun og skipulags- tölur viðkomandi sveitarfélaga. Einnig eru gerðar breytingar sem heimila vikmörk á skipulagstölur allra sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögn- um verða til sýnis á skrifstofu SSH, Hamraborg 9 Kópavogi, hjá Skipulagstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík og á skrifstofum allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá og með 9. ágúst 2013. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu SSH, www.ssh.is Svæðisskipulagstillagan er kynnt samhliða tillögum að nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 og Aðalskipulagi Kópavogs 2012 - 2024. Jafnframt eru kynntar athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunar dagssettar 25. júní 2013 sem og athuga- semdir sem bárust í forkynningu skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga, ásamt viðbrögðum við þeim. Hver sá sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er hvattur til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skrifstofu SSH Hamraborg 9, 200 Kópavogi eða á netfangið ssh@ssh.is eigi síðar en kl. 15:00 föstudaginn 20. september 2013. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.