Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGAllt í skólann FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 20136 Námsmenn verja löngum stundum við skrifborðið og þótt margir nýti sér lestraraðstöðu í skólum og á bókasöfnum þurfa flestir líka að koma sér upp góðu afdrepi á heimilinu þar sem hægt er að sitja yfir námsefninu tímunum saman. Það sama á við um þá sem vinna heima. Það er margsannað að umhverfið og aðbúnaðurinn hefur áhrif á út- hald og afköst og er gott að hafa nokkur atriði í huga þegar góðar lær- dóms- eða vinnuaðstæður eru annars vegar. Flestum reynist erfiðast að greina heimilislíf frá námi og vinnu. Þá getur skortur á örvun í umhverf- inu valdið vandræðum. Heimaskrifstofur hafa þó sína kosti og gætu feng shui-fræðin gagnast einhverjum til að ná fram því besta. Góð vinnuaðstaða eykur afköst Náms- og starfsumhverfi þitt hefur áhrif á úthald og afköst. Því er rík ástæða til að gera vinnuaðstöðuna eins góða og mögulegt er. Ef þú þarft að sitja með andlitið að vegg er gott að nota myndir eða veggfóður til að lífga upp á hann. Best er þó að geta horft út um glugga. Til að halda einbeitingu og orku þarf líkaminn súrefni og ljós. NORDICPHOTOS/GETTY Óreiða dregur úr afköstum. Því er mikil- vægt að koma reglu á bækur og smáhluti. 1Regla númer eitt er að hafa skrifstofuna eins langt frá svefnherberginu og mögulegt er. Helst ættu þessi herbergi að vera hvort sínum megin í húsinu/íbúðinni. Ef plássið er af skornum skammti og útbúa þarf aðstöðu í svefnherberginu er gott að reyna að stúka hana af. Svefnherbergið er griða- og hvíldarstaður en vinnuaðstaðan þarf að vera örvandi. 2Skrifborðið ætti að snúa þannig að þú sjáir herbergishurðina en síður þannig að bakið snúi í hana. Best er ef skrifborðið getur verið eins langt frá dyrunum og mögulegt er og að þú hafir góða yfirsýn yfir her- bergið þaðan sem þú situr. Ef þú þarft að snúa andlitinu að vegg reyndu þá að nota myndir eða veggfóður til að lífga upp á hann. 3Veldu skraut og liti sem vekja með þér hamingju og gefa þér þá tilfinn-ingu að þú nýtur velgengni. Þar sem um er að ræða heimaskrifstofu er hægt að ganga lengra í að skreyta umhverfið en í almenningsrými. Veldu hluti sem endurspegla þá orku sem þú vilt gefa frá þér út í lífið. 4Hugaðu að lýsingu og loftgæðum. Til að halda orku og einbeitingu þarf líkaminn súrefni og ljós. Hafðu gott loftljós og borðlampa, dragðu frá gluggum og opnaðu út. Mælt er með því að hafa græna plöntu í um- hverfinu. 5Forðastu alla óreiðu. Raðaðu bókum, flokkaðu pappíra í möppur og komdu reglu á smáhluti. Óreiða dregur úr orku og finnst flestum betra að vinna ef skrifborðið er snyrtilegt og allir hlutir á sínum stað. TÓNLIST VIÐ LÆRDÓMINN Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að það geti haft góð áhrif á einbeitinguna að hlusta á tónlist með lærdómnum. Það skiptir þó máli hvernig tónlistin er og hversu hátt hún er stillt. Tónlist án söngs hefur reynst best þar sem söngurinn getur haft truflandi áhrif. Hraðinn má auðvitað ekki vera of mikill heldur. Ef hlustað er á nýja tónlist í fyrsta skipti getur það truflað einbeitinguna þar sem hún fer meira í að hlusta nýja lagið. 20%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.