Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGAllt í skólann FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 20134 Grunnskólar Reykjavíkur verða settir fimmtudaginn 22. ágúst 2013. Yngstu skólabörnin eru fædd 2007. Gert er ráð fyrir að nem- endum í grunnskólum borgarinnar fjölgi lítillega haustið 2013 en 1. október 2012 voru þeir 13.332 og 642 nemendur í sjálfstætt starf- andi grunnskólum (með fimm ára nemendum). Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 42.320 haustið 2012 og höfðu ekki verið færri síðan árið 1997. Grunnskólanemendum fækkaði um 45 frá fyrra ári, eða um 0,1%. Grunnskólanemendur á Íslandi voru flestir haustið 2003, eða 44.809. Auk þess stunduðu 184 börn nám í fimm ára bekk síðast- liðinn vetur. Þeir nemendur hafa aldrei verið fleiri frá því að gagnasöfnun Hagstofunnar hófst haustið 1997. Grunnskólum landsins fækkaði um þrjá frá síðastliðnu skólaári vegna sameininga og eru nú 168 talsins. Grunnskólanemendum með erlent ríkisfang og erlent móður- mál fer fjölgandi. Frá haustinu 2006 hefur erlendum nemendum fjölgað um 464 og voru 1.444 talsins haustið 2012. Haustið 2006 voru þessir nem- endur 2,2% af grunnskólanemendum en voru orðnir 3,4% allra grunnskólanemenda haustið 2012. Fjölmennastir voru nemendur með pólskt ríkisfang (734) og nemendur frá Litháen (129), að því er kemur fram á vef Hagstofunnar. Nemendum grunnskóla fækkaði í fyrravetur Skólinn leggur mikla áherslu á tæknilega hluta ljósmynd-unar,“ segir Jón Guðmunds- son, ljósmyndanemi í Medieskol- erne í Viborg í Árósum. „Á fyrstu önn eru nemendur nánast lokað- ir inni í stúdíóum. Þá snúast verk- efnin um lýsingu og ekkert annað.“ Hann segir nemendurna þann- ig öðlast mikla þekkingu á ljós- myndatækninni. Með hverri önn er svo lögð meiri áhersla á úrlausn verkefna í fullkláruðum ljósmynd- um. „Markmiðið verður að fanga áhorfandann, halda athyglinni og vekja tilfinningar hjá honum,“ út- skýrir Jón. Ólík áhugasvið Í ljósmyndadeild skólans eru engar undirdeildir en áhugasvið nem- endanna er misjafnt. „Sumir sér- hæfa sig mikið en aðrir prófa nán- ast allt,“ segir hann. „Bekkjarsystk- ini mín hafa til dæmis sérhæft sig í bílaljósmyndun, dýraljósmyndun og matarljósmyndun.“ Verkefnin eru því af ýmsum toga. „Sem dæmi um skemmtilegt verk- efni má nefna eitt með fatahönn- uðum úr öðrum skóla. Í samvinnu við fyrirsætur og förðunarfræð- inga gerðum við virkilega flottar myndir.“ Verða að vera á samningi Stór hluti námsins er verknám en rúm tvö ár af þeim fjórum sem námið tekur eru nemar á samningi hjá lærðum ljósmyndara. „Það er mjög misjafnt hvað nemar fá að gera á samningi. Sumir fá varla að snerta myndavél en aðrir mynda heilu auglýsingarnar,“ segir Jón. Flestir fá samning í Danmörku en það má vera hvar sem er í heim- inum. „Ég var svo heppinn að fá samning hjá Lárusi Sigurðar syni hér á Íslandi. Hann tekur að sér mikið af spennandi verkefnum og það er góð reynsla að taka þátt í þeim.“ Nemendur þurfa að hafa samn- ing við ljósmyndara til að komast inn í skólann. Ef það gengur ekki má byrja í undirbúningsnámi við skólann í eina önn og freista þess að komast á samning eftir það. Viðskiptahluti ljósmyndara- starfsins er einnig skoðaður í nám- inu. „Við lærum ýmislegt varðandi bókhald, endurskoðun og fleira sem tengist því að reka fyrirtæki.“ Jón segir flesta vinna sjálfstætt eftir námið og því sé mikilvægt að hafa þekkingu á því sviði. „Besta kennsl- an í tengslum við ljósmyndara- starfið fer þó fram á samningnum,“ bætir hann við. Með hugann við ljósmyndun Jón er afar ánægður með námið í heild sinni þótt áherslan á tækni- hlutann sé heldur mikil. „Ég hef Starfið frábrugðið áhugaljósmyndun Jón Guðmundsson stundar nám í ljósmyndun við Medieskolerne í Viborg í Danmörku. Tuttugu nemendur eru teknir inn árlega. „Í lok dags þarf alltaf að skila af sér góðum myndum, ekki bara þegar maður er í stuði,“ segir Jón Guðmundsson sem stundar nám í ljós- myndun við Medieskolerne í Viborg. lært hvernig er að vinna sem ljós- myndari. Það er ansi frábrugðið því að taka myndir sér til gamans. Í lok dags þarf alltaf að skila af sér góðum myndum, ekki bara þegar maður er í stuði,“ segir hann og bætir við að auk þess sé hjálplegt að hafa hug- ann alltaf við ljósmyndunina, ekki bara í frístundum. Tekur brúðkaupsmyndir Í sumar hefur Jón mest myndað brúðkaup. „Það eru allir í góðu skapi í brúðkaupum svo það er alltaf gaman að mynda í þeim. Svo kemur sér vel að vera nemi hjá Lárusi því hann er klárlega með reynslumestu brúðkaupsljósmyndurum lands- ins,“ segir Jón. Útskrifast í vor Jón útskrifast með sveinspróf í ljós- myndun í febrúar og svipast nú um eftir hentugu húsnæði til að setja upp stúdíó. Hann tekur glaður á móti spurningum varðandi skólann á netfangið jon@jongudmundsson. com. - hþó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.