Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 54
9. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30
Hljómsveitin Samaris hefur fengið góða dóma
erlendis fyrir samnefnda plötu sína sem kom nýlega
út víðs vegar um Evrópu á vegum One Little Indian.
Breska blaðið NME gefur henni átta í einkunn af
tíu mögulegum. Þar segir gagnrýnandinn að hljóm-
sveitinni takist að forðast alla tilgerð og spili vit-
ræna tónlist sem er aldrei fráhrindandi. Hann bætir
við að söngkonan Jófríður Ákadóttir færi leyndar-
dóma inn í lögin. „Fáguð og óvenjuleg plata. Þetta er
gimsteinn,“ skrifar hann.
Vefsíðan Musicomh.com gefur plötunni þrjár og
hálfa stjörnu af fimm mögulegum. „Sumt fólk mun
elska Samaris, tríó sem einhvern veginn tekst að
hnoða öllu sem er í tísku á poppjaðrinum inn í lögin
sín,“ segir gagnrýnandinn og telur að hljómsveitin
gæti orðið mjög góð í framtíðinni.
Clashmusic gefur Samaris sex af tíu í einkunn
og segir plötuna lofa góðu fyrir framtíðina en lögin
skorta góðar melódíur.
Breska vefsíðan Thelineofbestfit er jákvæðari
og gefur plötunni átta af tíu mögulegum og segir
klarinettuleik Áslaugar Rúnar Magnúsdóttur gefa
tónlistinni heillandi blæ. - fb
Hrífast af fyrstu plötu Samaris
Fyrsta breiðskífa Samaris fær góða dóma hjá erlendum gagnrýnendum.
SAMARIS Hljómsveitin hefur fengið góða dóma hjá erlendum
gagnrýnendum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
➜ Samaris heldur tónleika í verslun 12 Tóna
við Skólavörðustíg í kvöld klukkan 18.
„Ég sé um útsetningu tísku-
sýningar grænlenska fata-
hönnuðarins Bibi Chem-
nitz, sem sýnir í ráðhúsinu
í kvöld. Chemnitz er fyrsti
Grænlendingurinn sem
tekur þátt í tískuvik-
unni hér í Kaupmanna-
höfn og hún hefur
feng ið sva k a lega
mikla athygli,“ segir
Ellen Loftsdóttir stíl-
isti, sem tekur þátt í
tískuvikunni þessa
stundina.
Ellen er að vonum
ánægð með verk-
efnið og er hún í óða
önn að undirbúa
sig fyrir kvöldið.
Mikið umstang
er í kringum sýn-
inguna í ráðhús-
inu og búist er
við miklum fjölda fólks.
Aðspurð segir Ellen
að tískuvikan fari
ört stækkandi og
þá sérstaklega hvað
varðar litlu merkin
frá Skandinavíu.
„Tískuvikan hefur
upp á svo margt
að bjóða og þá
sérstaklega fyrir
verslunareigend-
ur. Hér eru öll
flottustu merkin
frá Evrópu, til dæmis
Asger Juel, Stine Goya og Henrik
Vibskov,“ segir hún. Eftir tísku-
vikuna ætlar Ellen að taka sér
langþráð sumarfrí en það bíða
hennar mörg spennandi verkefni
að því loknu. „Ég er að fara að
gera nýtt tónlistarmyndband með
Narvi Creative, sem er fram-
leiðslufyrirtæki mitt og kærasta
míns, Þorbjörns Ingasonar. Svo
ætla ég að skella mér á tískuvik-
una í London í september,“ segir
hún að lokum.
asa@365.is
Stíliserar sýningu á
tískuvikunni í Köben
Ellen Loft sdóttir stíliserar tískusýningu grænlenska hönnuðarins Bibi Chemnitz,
en sú er jafnframt fyrsti Grænlendingurinn sem tekur þátt í tískuvikunni.
„Um helgina er ég að fara austur
á Kirkjubæjarklaustur að hitta
stórfjölskylduna mína. Einnig ætla
ég að stelast til að nota helgina
í að halda áfram skipulagningu
Reykjavík Dance Festival sem hefst
23. ágúst.“
Tinna Lind Gunnarsdóttir, skipuleggjandi
Reykjavík Dance Festival.
HELGIN
Fatahönnuðurinn Bibi Chemnitz hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli
fyrir það að vera fyrsti Grænlendingurinn sem sýnir á tískuvikunni í
Kaupmannahöfn. Mikil spenna er fyrir sýningu hennar í ráðhúsinu í
kvöld en viðburðurinn er sá stærsti á tískuvikunni. Chemnitz, sem
er 29 ára gömul, flutti til Kaupmannahafnar þegar hún var 13 ára
en hefur hægt og rólega verið að stimpla sig inn í tískuheiminn.
Fyrsti Grænlendingurinn á tískuviku
„Við erum að vinna fyrir Reykjavíkur-
borg þar sem okkar hlutverk er að lífga
upp á Vitatorg, sem er á horni Vitastígs og
Hverfisgötu,“ segir Katla Rós Ásgeirsdóttir
myndlistarkona, sem vinnur að endurnýjun
torgsins, ásamt Birnu Einarsdóttur og
Ragnari Má Nikulássyni. „Verkefnið er inn-
grip í almenningsrými og svæðið sem um
ræðir er svokallað biðsvæði, en það eru þau
svæði sem eru í millibilsástandi hvað varð-
ar framtíðarskipulag og notkun. Svæðin eru
tilvalinn vettvangur fyrir tilraunastarf-
semi og þróun á nýjum hugmyndum.“
Aðspurð segir hún að hugmyndin um að
byggja kúluhús úr timbri hafi komið til
meðal annars vegna þess að torgið sé svo
stórt og því mikið svæði sem þurfti að fylla
upp í. Verkefnið þróast frá degi til dags.
„Við erum í stanslausri hugmyndavinnu
og spjalli við nágranna og vegfarendur sem
eiga leið hjá. Við erum að smíða fleiri bekki
og einnig höfum við verið að rækta alls
kyns salat og krydd sem hangir á veggjum
torgsins fyrir gesti og gangandi til þess að
gæða sér á. Í lok sumars stefnum við svo
að því að vera með harmóníkudansleik af
bestu gerð, það verður án efa mjög mikið
fjör,“ segir Katla Rós Ásgeirsdóttir að
lokum.
- áo
Listamenn lífga upp á Vitatorg með kúluhúsi
Listafólkið Katla Rós, Ragnar Már og Birna lífgar upp á Vitatorg, sem hefur fengið á sig nýja og betri mynd.
FLOTT Ellen
Loftsdóttir
stílisti er
á fullu að
undirbúa
tískusýningu.
LISTAFÓLK Katla Rós, Ragnar Már og Birna breyta
ásýnd Vitatorgsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
ÚTSALA
SHABBY
HERA
MURCIA
ASPEN
DOCK
JOERI
PÚPAR
ÁÐUR KR. 418.300 - NÚ KR. 313.700
ÁÐUR KR. 232.400 - NÚ KR. 185.800
ÁÐUR KR. 36.400
ÁÐUR KR. 14.900
ÁÐUR KR. 59.900
ÁÐUR KR. 372.800
NÚ KR. 27.300
NÚ KR. 8.900
NÚ KR. 38.900
NÚ KR. 298.200
20-50%
AFSLÁTTUR
LAMPI
KOLLUR
KISTA