Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Saga Sig. Handverkið lifir. Heilbrigður lífsstíll. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 6 • LÍFIÐ 9. ÁGÚST 2013 Ég held að það sé samt mjög mikil- vægt að vera ein á einhverjum tíma- punkti í lífinu og ég er mjög tilbú- in til þess núna. Ég hef aldrei verið hrædd við að vera ein eða við að taka stórar ákvarðanir. Þ egar Saga Sig var yngri dreymdi hana um að verða stjarneðlis- fræðingur og síðar meir læknir. Á einhverjum tímapunkti í náminu við MR fékk hún sterka tilfinningu fyrir því að vera á rangri hillu og færði sig um set yfir í Verzlunarskól- ann. Áhugi hennar á ljósmyndun kviknaði þegar hún tók myndir fyrir Verzlunarskólablaðið. Hvar ólstu upp og hvernig voru fjölskylduhagir þínir? „Fyrstu ár lífs míns ólst ég upp í Skálholti þar sem pabbi var rektor í Skálholtsskóla. Frá fimm ára aldri bjó ég á Þingvöllum þar sem mamma var þjóðgarð- svörður og sóknarprestur. Ég flutti svo í Skaftártungu í Vest- ur-Skaftafellssýslu um tíu ára og bjó þar til fimmtán ára ald- urs en þá flutti ég til Reykjavík- ur. Í sveitunum kynntumst við frábæru fólki sem sagði okkur magnaðar þjóðsögur og drauga- sögur. Ég og systkini mín lærð- um að hafa ofan af fyrir okkur og búa til leiki og ævintýri í hraun- inu á Þingvöllum eða í hólmun- um í Öxará. Mér finnst ég vera ótrúlega heppin að hafa alist upp á þessum sögufrægu og fallegu stöðum því það hefur mótað mig sem einstakling.“ Hvar lærðir þú ljósmyndun og af hverju varð hún fyrir val- inu? „Ég hef tekið myndir síðan ég fékk fyrstu myndavélina mína aðeins átta ára gömul. Þá heillað- ist ég af samspili ljóss og skugga og geri enn. Ljósmyndun fyrir mér er líka söfnunartæki. Ég er að safna minningum, litum, formum og áferð. Ég útskrifaðist af stærðfræðibraut í Verzlunar- skólanum og var ljósmyndastjóri Verzlunarskólablaðsins. Sú vinna fannst mér ótrúlega skemmti- leg og ég áttaði mig á því að ég vildi vinna við ljósmyndun sem listform. Ég fór í eitt ár í list- fræði í Háskólanum en flutti svo út til London. Ég lærði tískuljós- myndun í London College of Fas- hion og útskrifaðist fyrir tveim- ur árum.“ Er ekki á heimleið Hvernig er svo að búa í London? Muntu flytja heim aftur? „Ég verð alltaf jafn glöð þegar ég kem aftur til London þegar ég er búin að vera heima á Íslandi og upplifi þessa „heima“-tilfinn- ingu. Í London er fullt af falleg- um görðum og ég elska öll lista- söfnin og bókabúðirnar og svo allt frábæra skapandi fólkið sem ég hef kynnst. Ég bý með Bretum og hef kynnst svo mörgu fyrir- taks fólki frá öllum heimsálfum þarna úti. Svo er ég líka í sam- bandi við Íslendinga eins og Ísak Frey förðunarsnilling og Katr- ínu Öldu, sem hannar undir vöru- merkinu Kalda, og fleiri. Lond- on getur stundum verið smá erfið líka, það er dýrt að búa þar og lífsgæðastaðallinn er ekki sá sami og á Íslandi. Ég sé fram á að flytja um set eftir nokkur ár en ekki þó til Íslands.“ Saknarðu þó stundum Íslands? „Já, ég fæ oft Íslands- þrá. Ég held að þegar maður hefur alist upp úti á landi sé það svo sterkt í manni að vilja kom- ast út í náttúruna. Ég sakna þess mjög að sjá ekki sjóinn og svo sakna ég vina og fjölskyldu.“ Starfaði fyrir Vogue Japan Hvað er stærsta verkefni sem þú hefur tekið að þér sem tísku- ljósmyndari? „Að vinna fyrir Topshop var mikilvægt fyrir mig þar sem það hjálpaði mér mikið á mínum ferli. Ég gerði verkefni fyrir Burberry og Harpers Bazaar Arabia, sem var ótrúlega flott að fá að gera. Stærsta nafn sem ég hef unnið SAGA SIG ÉG HEF ALLA TÍÐ VERIÐ MJÖG DRÍFANDI MANNESKJA Hún er ekki einungis fögur og ljúfari en allt. Saga Sig er einnig hrífandi ungur tískuljósmyndari á hraðri uppleið í bransanum. Lífi ð ræddi við Sögu um uppvöxtinn á sögufrægum stöðum, búsetuna í London, sambandsslitin og hinn brennandi áhuga á að láta draumana rætast. Saga Sig er hæfileikarík og drífandi ung kona sem er óhrædd við að vinna mikið til að ná markmiðum sínum. ALDUR 26 ára STARF Ljósmyndari HJÚSKAPARSTAÐA Einhleyp með er sennilega Nike Women, ég vann beint með listrænum stjórnanda þeirra í Bandaríkj- unum og það var eitt skemmti- legasta verkefni sem ég hef gert. Fyrir nokkrum vikum myndaði ég svo fyrir LEICA, sem er eitt virtasta myndavélafyrirtæki í heimi, en ég myndaði fyrir blað- ið þeirra, LEICA S. Ég fékk einn- ig birtar myndir í Vogue Japan og í Dazed and Confused sem var mjög mikilvægt fyrir mig. Svo hef ég kennt ljósmyndun í St. Martins-háskólanum í Lond- on og í Ljósmyndaskólanum hér heima en það finnst mér mjög gefandi.“ Hvern eða hvað er svo skemmtilegast að mynda? „Verkefnin geta verið skemmti- leg á ólíkan hátt. Það getur verið af því að ég vinn með fólki sem er vinir mínir eða vegna þess að ég fæ að ferðast til annarra landa, eða jafnvel vegna þess hve krefjandi verkefnið er og ég fæ fullt frelsi til að gera það sem ég vil. Mér finnst gaman að mynda portrettmyndir. Á síðasta ári tók ég myndir fyrir Inspired by Iceland og mér fannst ótrú- lega skemmtilegt að taka mynd- ir af fólki í íslenskri náttúru. Það eru mikil forréttindi að fá að ferðast í tengslum við vinn- una en ég hef til dæmis ferðast mikið innan Evrópu, til New York og Peking í Kína.“ Hvatningarverðlaun forsetans Það eru ekki margir íslensk- ir ljósmyndarar sem hafa náð sömu velgengni og þú á svo skömmum tíma. Hver er drif- krafturinn? „Ég hef alla tíð verið mjög dug- leg og allir sem þekkja mig vita að ég vinn mjög mikið. Ég setti mér markmið þegar ég flutti út og fylgdi þeim eftir og gefst aldrei upp þótt á móti blási. Ég hef gert mistök, tekið ábyrgð á þeim og haldið áfram. Ég hef alltaf verið mjög drífandi. Ég tek yfirleitt hlutina alla leið. Þegar ég var yngri var ég mikill bóka- ormur og las svo mikið af bókum að ég fékk hvatningarverðlaun forseta Íslands. Í Hagaskóla var ég svo dugleg í náminu að ég dúxaði. Ég verð alltaf heltekin 20% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.