Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 6
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
EFNAHAGSMÁL Almenn útlán Íbúða-
lánasjóðs í júlí voru fimmtungi
lægri en á sama tíma í fyrra, að því
er lesa má úr nýrri mánaðarskýrslu
sjóðsins. Þá kemur fram hjá Grein-
ingu Íslandsbanka að útlánin séu
fjórðungi minni fyrstu sjö mánuði
ársins en á sama tíma 2012 og innan
við helmingur tímabilsins 2011.
Í mánaðarskýrslunni kemur
fram að heildarútlán sjóðsins í síð-
asta mánuði hafi numið 1,1 millj-
arði króna. Þar af hafi 800 millj-
ónir verið vegna almennra lána.
Þá kemur fram að meðalfjárhæð
almennra lána hafi í mánuðinum
verið 10,2 milljónir króna.
Vanskil hjá sjóðnum lækka lítil-
lega milli mánaða samkvæmt
skýrslunni. Alls voru 8,95 prósent
heimila sem eru með fasteignalán
sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í
vanskilum í lok júlí 2013. Þá kemur
fram að vanskil eða frystingar nái
samtals til 14,37 prósenta lánasafns
sjóðsins. Hlutfallið var 15,97 pró-
sent í fyrra.
Sömuleiðis kemur fram að í lok
júlí hafi Íbúðalánasjóður átt að
fullu 2.578 eignir um land allt og
hafi þeim fjölgað um 35 frá fyrri
mánuði. „Rétt rúmlega helmingur
fasteigna sjóðsins var áður í eigu
byggingaraðila, fyrirtækja í leigu-
íbúðarekstri eða annarra lögaðila,
en tæpur helmingur eignanna var
áður í eigu einstaklinga.“
Í umfjöllun Greiningar er bent á
að í landinu öllu hafi í árslok 2011
verið ríflega 131 þúsund íbúðir.
Því láti nærri að tvö prósent íbúða
landsins séu nú komin í eigu Íbúða-
lánasjóðs. „Íbúðum í eigu sjóðsins
fjölgaði um 350 frá áramótum til
júlíloka, eða um tæplega 16 prósent.
Raunar er athyglisvert að vanskila-
hlutfallið hafi ekki lækkað meira í
ljósi þessa,“ segir í þar.
Af þeim 2.578 eignum sem Íbúða-
lánasjóður átti í lok júlí hafi 2.109
eignum verið ráðstafað í útleigu,
sölumeðferð eða annað. „Þá biðu 469
eignir frekari greiningar. Margar
þeirra eru á svæðum þar sem nokk-
urt offramboð er af eignum til sölu
og/eða leigu,“ segir í skýrslu sjóðs-
ins. olikr@frettabladid.is
Útlán Íbúðalánasjóðs
dragast áfram saman
Eignum Íbúðalánasjóðs hefur fjölgað um 16% frá áramótum. 2.109 af 2.578
eignum hefur verið ráðstafað. Almenn útlán sjóðsins fyrstu sjö mánuði ársins eru
fjórðungi minni en á sama tíma í fyrra og helmingur útlána tímabilsins árið 2011.
HJALLUR Óíbúðarhæfum eignum Íbúðalánasjóðs hefur fækkað um eina milli mán-
aða, voru 284 í júlí. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
350
Frá áramótum til júlíloka
fj ölgaði íbúðum í eigu
Íbúðalánasjóðs um 350, eða
um sem nemur nærri 16%.
Sjóðurinn er talinn eiga um
2% allra íbúða í landinu.
VIRKJANAMÁL Ragnheiður Elín
Árnadóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, sagði í samtali
við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að
pólitísk afskipti hefðu ráðið því
að Norðlingaölduveita væri nú í
verndarflokki.
„Norðlingaölduveitan er í
verndar flokki í rammaáætlun.
Það var hins vegar ekki endilega
á grundvelli þeirrar vinnu sem
sérfræðingar og verkefnisstjórn
rammaáætlunar vann heldur
var það pólitísk ákvörðun tekin
af Alþingi í krafti síðasta meiri-
hluta,“ segir Ragnheiður Elín.
Þetta kemur einnig fram í yfir-
lýsingu sem Samorka sendi frá
sér á miðvikudaginn, en þar segir
meðal annars að Norðlingaöldu-
veitu hafi verið raðað fyrir ofan
miðju frá sjónarhorni nýtingar,
eða númer þrjátíu af 69 kostum.
Í yfirlýsingunni segir einnig:
„Fyrrgreind niðurstaða Alþingis
varðandi þennan orkukost varð því
ekki á grundvelli vinnu sérfræð-
inga rammaáætlunar, ekki frem-
ur en gildir raunar um marga aðra
kosti. Ætla mætti að honum hefði
verið raðað í nýtingarflokk, e.t.v.
í biðflokk, ef Alþingi hefði fylgt
niður stöðum verkefnisstjórnar.“
Ragnheiður Elín segir að það
standi ekki til að færa eldri tillögu
um virkjun í Norðlingaölduveitu á
milli flokka heldur verði þá lögð
fram ný tillaga, í samræmi við
nýjar hugmyndir Landsvirkjunar.
Hún segir að ný tillaga muni
þurfa að fara í gegnum nýtt
umhverfismat og þurfa að upp-
fylla önnur skilyrði sem gerð eru
til hugsanlegra virkjanakosta.
johanness@frettabladid.is
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra telur faglegum sjónarmiðum hafa verið ýtt til hliðar í Norðlingaöldu:
Segir pólitísk afskipti lita rammaáætlun
NORÐLINGAALDA Eldri tillaga Lands-
virkjunar er í verndunarflokki í ramma-
áætlun. MYND/LANDSVIRKJUN.
VIÐSKIPTI Heildarkostnaður við
raforku hjá heimilum landsins
hefur hækkað um land allt síðast-
liðna tólf mánuði.
Fram kemur í samantekt hag-
deildar Alþýðusambands Íslands
að miðað við 4.000 kílóvattstunda
notkun á ári sé hækkunin mest
hjá viðskiptavinum Orkubús
Vestfjarða í þéttbýli. „Heildar-
raforkukostnaður þeirra hefur
hækkað um 6,6 prósent,“ segir á
vef ASÍ. Minnst er hækkunin hjá
heimilum á svæði Rarik þéttbýli/
Orkusölunnar, 1,2 prósent.
Bent er á að hluta skýringar-
innar á hækkuninni sé að finna í
því að skattur á raforkusölu hafi
hækkað um fimm prósent um síð-
ustu áramót.
Raforkukostnaður heimila
skiptist annars vegar í gjald fyrir
rafmagnið og hins vegar kostnað
við flutning og dreifingu. Sá
kostnaður, til almennra heimilis-
nota, er sagður mestur hjá við-
skiptavinum Rarik þéttbýli/Orku-
sölunnar, 73.069 krónur. Minnsti
flutnings- og dreifingarkostnað-
urinn er hjá Norðurorku/Fall-
orku, 62.299 krónur. Þar munar
17 prósentum.
Þegar tekið er saman verð á
rafmagni og dreifingu segir ASÍ
að ekki muni nema fjórum pró-
sentum á hæsta og lægsta verði.
Seðilgjöld gætu því gert að engu
ávinninginn af því að kaupa raf-
magn á einum stað og dreifingu
á öðrum.
- óká
Raforkukostnaður heimila hefur aukist um allt land samkvæmt samantekt ASÍ:
Orkubú Vestfjarða hækkar mest
TENGISTÖÐ Skattahækkun um áramót
skýrir að hluta hærra raforkuverð.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Karlmaður var dæmdur
í tíu mánaða óskilorðsbundið fang-
elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær fyrir að aka undir áhrifum
fíkniefna í mars síðastliðnum.
Maðurinn hefur tíu sinnum hlotið
dóma fyrir ýmis hegningarlaga-,
fíkniefnalaga- og umferðarlaga-
brot frá árinu 2004. Maðurinn var
á skilorði eftir að hafa brotið af
sér árið 2012 en með þessu broti
var maðurinn dæmdur til þess að
afplána eftirstöðvar refsingar og
sviptur ökuréttindum ævilangt. - vg
Ók undir áhrifum fíkniefna:
Tíu mánuðir
fyrir dópakstur
Allir iðkendur sem æfðu hjá Gerplu í fyrra þurfa að staðfesta
áframhaldandi æfingar fyrir 19. ágúst.
Skráningin fer fram á skráningarsíðu félagsins gerpla.felog.is
Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.gerpla.is
Vetrarstarfsemi félagsins hefst skv stundaskrá 25. ágúst
Stjórn Gerplu
NÁMSSTYRKIR
fyrir þá sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða
og eru í eflingu eða endurhæfingu.
Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! auglýsir eftir
styrkþegum. Upplýsingar um gerð umsóknar eru á www.
thugetur.is
Markmið ÞÚ GETUR! eru að efla geðheilsu með því að:
1) Styrkja þá til náms sem orðið hafa fyrir áföllum eða hafa átt við
geðræn veikindi að stríða.
2) Hvetja til eflingar þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu
og forvarna.
3) Draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum með umræðu
og fræðslu.
Fjármögnun sjóðsins hefur verið með
framlögum íslenskra tónlistarmanna
sem hafa af örlæti gefið vinnu sína á
árlegum styrktartónleikum.
Þeim sem vilja styrkja starf ÞÚ GETUR
er bent á reiknings númerið 0336-26-
1300 og kennitöluna 621008-0990.
Global Citizens Made at ISI
Allar upplýsingar varðandi skólabyrjun er að finna á heimasíðu
skólans: www.internationalschool.is
Information regarding the start of the school year can be found on
our website: www.internationalschool.is
Alþjóðaskólinn á Íslandi / Lönguhlið 8 / 210 Garðabæ
Sími 590-3106 / admin@internationalschool.is / www.internationalschool.is
www.saft.is
KENNDU BARNINU ÞÍNU AÐ
SKOÐA EFNI Á NETINU MEÐ
GAGNRÝNUM HÆTTI