Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 80
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 36 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Brandarar er valinn úr þátttakendum í sumarlestri Borgarbókasafns og Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur.bókaormur vikunnar Hvers vegna hleypur þú í ár? Ég ætla að taka þátt í Reykja- víkurmaraþoninu af því að mig langar að safna pening fyrir líknardeildina í Kópavogi. Pabbi minn dó þar í nóvember og allir á líknardeildinni voru svo góðir við okkur. Ertu búin að setja þér mark- mið um tíma og slíkt? Já, að ná í mark áður en þeir loka mark- inu. Og vera kannski fljótari en síðast. Hefurðu hlaupið svona langa vegalengd áður? Já, í fyrra hljóp ég 10 kílómetra með afa Sigga og Helgu frænku. Við vorum stór hópur af bestu vinum og ættingjum pabba sem hlupum fyrir hann. Þá vorum við að hlaupa og reyna að berj- ast saman við krabbameinið. Ertu ekkert hrædd um að verða þreytt? Nei, nei. Þá bara hvíli ég mig smá. Þekkirðu einhverja fleiri krakka sem ætla að hlaupa? Já, Helga Ísold frænka mín og Ásta Rún vinkona mín ætla að hlaupa með mér. Í hvaða skóla ertu og í hvaða bekk? Ég er í Öldutúnsskóla og er að fara að byrja í 5. bekk. Hvað er skemmtilegast að læra? Mér finnst allt skemmti- legt en það er skemmtilegast að vinna alls konar verkefni í hópavinnu. Er gaman að búa í Hafnar- firði? Já, ég þekki svo marga krakka þar og stutt að labba í allt. Hver eru þín helstu áhugamál? Dans, hestar og leiklist. Ég er að æfa og keppa í samkvæmis- dönsum. Svo á ég einn hest með Helgu frænku og hef farið á fullt af reiðnámskeiðum. Hefurðu hugmynd um hvað þig langar til að verða þegar þú verður fullorðin? Flug- maður eins og pabbi minn var, fatahönnuður og dansdómari. Kannski ljósmyndari líka. Hleypur fyrir pabba Selma Lind Árnadóttir, sem er að fara að byrja í 5. bekk, hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir líknardeildina í Kópavogi þar sem pabbi hennar lést. HLEYPUR Árni, pabbi Selmu Lindar, lést á líknar- deildinni í Kópa- vogi í nóvember síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvað heitir þú fullu nafni og hvað ertu gömul? „Ég heiti Gígja Karítas Thorarensen, er tíu ára en að verða ellefu í nóvember.“ Ertu mikill lestrarhestur? „Já, ég er ROSALEGA MIKILL lestrar- hestur.“ Hvenær lærðir þú að lesa? „Ég lærði að lesa smá fyrst fimm ára og svo alveg í 1. bekk.“ Hvað er skemmtilegt við að lesa? „Bækurnar sem ég les eru svo skemmtilegar, svo finnst mér svo róandi að lesa.“ Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? „Já, ég man það vel, það var Stubbur.“ Hvers lags bækur þykja þér skemmtilegastar? „Mér finnst langar og ævintýralegar bækur skemmtilegastar.“ Hvaða bók lastu síðast og hvern- ig var hún? „Ég las Stóri glugg- inn eftir Lemony Snicket, hún var frábær.“ Í hvaða hverfi býrð þú? „Ég bý miðsvæðis í Reykjavík, sem er Vogahverfi 104.“ Í hvaða skóla gengur þú? „Ég geng í Vogaskóla.“ Hvaða námsgrein er skemmti- legust? „Mér finnst stærðfræði og íslenska skemmtilegust.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Áhugamálin mín eru að lesa, vera með vinum mínum, elda mat, pirra systur mína, verja tíma með fjölskyldunni minni og spila blak.“ Bragi Halldórsson 57 „Hér er spurt hvor línan sé lengri, A til B eða A til D,“ sagði Kata. „Er það ekki augljóst?“ bætti hún við. Lísaloppa horfði nokkra stund á línurnar. „Nei, ég er ekki alveg viss,“ sagði hún með semingi. „Kannski væri best að mæla þær með reglustiku?“ bætti hún við. Sérð þú hvor línan er lengri, A til B eða A til D? SVAR: Þær eru jafn langar, prófaðu að mæla þær með reglustiku. A B D Sigga: Hvernig stendur á því að þú veist allt um nágrannana? Gunna: Ég passaði páfagaukana þeirra um síðustu helgi. Mamma: Af hverju setur þú bangsann þinn inn í frysti, Halli? Halli: Af því mig langar í ísbjörn. Kennarinn: Eftir hverjum ert þú skírður, Hans? Hans: Eftir spænska kónginum. Kennarinn: En hann heitir ekki Hans. Hans: Jú, hans hátign. Faðirinn: Hagaðirðu þér vel í skólanum í dag, Helgi minn? Helgi: Hvort ég gerði, enda lítið hægt að gera af sér þegar maður er látinn standa úti í horni allan daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.