Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 16
17. ágúst 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Umræður um þá ákvörð-un Evrópusambandsins að hætta svokölluðum IPA-styrkjum hafa varp-
að ljósi á óstyrka utanríkispólitík
Íslands. Viðbrögðin sýna hvern-
ig lögmál hreppapólitíkurinnar
verða alls ráðandi jafnvel þegar
utanríkis stefnan á í hlut. Rétt er
í þessu samhengi að hafa nokkur
kjarnaatriði á hreinu:
Í fyrsta lagi eru þessir styrk-
ir veittir gegn mótframlagi frá
umsóknarríkinu til að flýta því að
það geti uppfyllt þær kröfur sem
gerðar eru. Það eru sameiginlegir
hagsmunir. Ávinningur Íslands er
að tengjast bestu og virkustu við-
skiptafrelsisreglum sem þekkjast í
alþjóðasamstarfi.
Í öðru lagi
fólst í aðildar-
umsókninni að
Ísland stefndi
að aðild. Ella
sækja ríki ekki
um. Það var hins
vegar veikleiki
vinstri stjórnar-
innar að geta
ekki vegna innbyrðis ágreinings
viðurkennt þetta. Umsókn Íslands
eins og annarra ríkja var einfald-
lega háð þeim fyrirvara að endan-
legur samningur fullnægði heild-
arhagsmunum landsins og þjóðin
samþykkti hann. Það liggur í nátt-
úru beggja þessara atriða að fyrir
fram er ekki unnt að staðhæfa um
niðurstöður.
Í þriðja lagi greiðir Ísland
umtalsverða fjármuni í sjóði Evr-
ópusambandsins vegna aðildar-
innar að evrópska efnahagssvæð-
inu og fær á móti verulega styrki á
ýmsum sviðum. Verði af aðild mun
framlag Íslands hækka til muna
og styrkirnir að sama skapi. Þó að
IPA-styrkirnir létti undir á erfiðum
tímum í ríkisfjármálum mun Ísland
í raun og veru endurgreiða þá með
aðildargjöldum á löngum tíma. Þeir
byggja á gagnkvæmni eins og allt
heilbrigt alþjóðlegt samstarf.
Að þessu virtu er deginum ljós-
ara að forsætisráðherra minnkar
sjálfan sig þegar hann líkir þessum
styrkjum við mútur. Það er ógott.
En hitt er verra að um leið rýrir
hann orðspor landsins.
IPA-styrkir og óstyrk utanríkispólitík
Ríkisstjórnin hefur sýnt tvöfeldni við meðferð aðildarumsóknarinn-
ar. Utanríkisráðherra stöðvaði
aðildar viðræðurnar þegar í stað
með því að binda endahnút á starf
samninganefndarinnar án þess þó
að leysa hana formlega frá störf-
um. Á fundi í Brussel tilkynnti
hann að hlé hefði verið gert á við-
ræðunum.
Þegar heim kom sagði hann
þjóðinni hins vegar að ekki yrði
staðið við fyrirheit forystu Sjálf-
stæðisflokksins um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hvort halda
ætti viðræðunum áfram. Rökin
voru þau að slíkt væri út í hött
því að ríkisstjórnin ætlaði ekki að
leggja það til og myndi aldrei hefja
viðræður að nýju.
Nú furðar forsætisráðherra sig
á því að Evrópusambandið skuli
hafa stöðvað IPA-styrkina því að
Ísland hafi enn stöðu umsóknar-
ríkis. Allur þessi málatilbúnaður
sýnir að forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra hafi talað tungum
tveim á heimavelli og í útlönd-
um; ef til vill í þeirri von að engin
snurða hlypi á styrkjaþráðinn frá
Evrópusambandinu.
Það felst í fullveldi Alþingis að
þeirri stefnu sem það hefur sam-
þykkt verður ekki breytt nema
með nýrri ákvörðun þess. En
staðan er sú að einn daginn talar
forsætisráðherra um að ákvörð-
uninni hafi í raun verið breytt í
kosningunum og fyrir atbeina
utanríkisráðherra. Hinn daginn
talar hann um að Ísland eigi að
njóta þeirrar stöðu að vera enn
umsóknarland.
Einhverjir kunna að líta svo á
að þessi málafærsla beri fremur
vott um ráðleysi en tvöfeldni. Það
er mildari skýring.
Tvöfeldni eða ráðleysi?
Áköfustu andstæðingar aðildar ganga út frá því að heimabrúksyfirlýsing-
ar ríkisstjórnarinnar séu stjórn-
arstefnan. Þeir gagnrýna hana
því harkalega fyrir að hafa látið
Evrópu sambandið skrúfa fyrir
IPA-styrkina. Að þeirra áliti hefði
ríkisstjórn Íslands átt að taka af
skarið í þessu efni. Það er rökrétt
og skiljanleg afstaða frá því sjón-
arhorni.
Forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins lofuðu aftur á móti þjóðarat-
kvæði um hvort halda ætti við-
ræðunum áfram. Í því felst að
Ísland raski ekki þeirri stöðu sem
viðræðurnar eru í fyrr en þjóðin
fær að taka ákvörðun. Ella væri
loforðið innihaldslaust. Sú staða
sem nú er komin upp sýnir að
þetta hefur mistekist. Ríkisstjórn-
in fær því líka réttmæta og enn
þyngri gagnrýni frá þeirri hlið.
Eðlilegt er að hér eins og ann-
ars staðar hafi menn ólík viðhorf
til Evrópusambandsins. Stundum
bregðast stjórnvöld við gagnrýni
sem kemur úr gagnstæðum áttum
með því að staðhæfa að hún sýni
best að menn séu á réttri braut
mitt á milli.
Slík röksemd á alls ekki við í
þessu tilviki. Ástæðan er sú að
hugmyndin um þjóðaratkvæði
til að ákveða framhald viðræðn-
anna var málamiðlun. Þó að ekki
eigi að hrapa að ályktunum virð-
ist ríkisstjórnin vera langt komin
með að klúðra möguleikanum á
henni, annaðhvort af ásetningi
eða gáleysi. Með því gefur hún
skýrum meirihlutavilja þjóðar-
innar sem styður málamiðlunina
langt nef.
Málamiðlun gefi ð langt nef
G
reint var frá því í fréttum okkar á Stöð 2 í fyrra-
kvöld að hagvöxtur á Íslandi í ár stefndi í að verða í
samræmi við svartsýnustu spár sem settar hafa verið
fram, aðeins rúmt prósent. Hagvöxturinn í fyrra var
líka undir væntingum, um 1,6 prósent. Íslenzkt efna-
hagslíf framleiðir ekki nóg og útflutningur hefur dregizt saman.
Ákveðinnar bjartsýni gætti hjá
fólki í viðskiptalífinu þegar ný
ríkisstjórn tók við völdum, enda
lofaði hún ýmsum aðgerðum sem
áttu að koma margumræddum
hjólum atvinnulífsins í hraðari
snúning á ný. Ýmislegt bendir
hins vegar til þess að stjórnin sé
að missa niður stemninguna.
Eigendur og stjórnendur fyrirtækja telja að þótt ríkisstjórnin
hafi nú setið í nærri þrjá mánuði hafi enn sem komið er lítið gerzt
til að koma atvinnulífinu í gang. Það sama á við um verkalýðs-
hreyfinguna. Samtök bæði atvinnurekenda og launþega vilja sjá
einhverjar handfastar aðgerðir til að örva efnahagslífið áður en
gengið verður til kjarasamninga.
Almenningur virðist líka svartsýnni en um það leyti sem
stjórnin tók við. Í fréttinni á Stöð 2 var vitnað til þess að vænt-
ingavísitala Gallup hefði staðið í 101 stigi í maí 2013, rétt eftir
kosningarnar, en verið komin niður í 78,5 stig í júlí. Það er lægra
en í febrúar þegar síðasta ríkisstjórn var enn við völd.
Ríkisstjórnin hefur ekki gert sjálfri sér auðveldara fyrir að
koma með útspil sem endurvekur bjartsýni í atvinnulífinu.
Hún er búin að útiloka nærtækasta kostinn á að taka upp nýjan
gjaldmiðil og komast út úr gjaldeyrishöftunum með því að gera
hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, sem áttu fylgi að
fagna víða í atvinnulífinu. Enginn hefur enn sett fram trúverðuga
lausn á því hvernig á að fikra sig út úr höftunum.
Staðan í ríkisfjármálum gerir stjórninni heldur ekki auðvelt
um vik að standa við stóru orðin um skattalækkanir. Lækkun á
tryggingagjaldinu og öðrum sköttum á atvinnulífið er þó ein nær-
tækasta leiðin til að ýta undir fjárfestingar hjá fyrirtækjum. Af
sömu orsökum er snúið að ætla að setja fram stórkostleg áform
um opinberar framkvæmdir.
Kosningaloforð Framsóknarmanna um skuldaleiðréttingu
sogar síðan að sér tíma, orku og athygli, auk þess að setja þróun
efnahagslífsins á öðrum sviðum í óþarfa óvissu. Jafnvel þótt
ríkisstjórnin fyndi einhverja töfralausn á því að lækka húsnæðis-
skuldir fólks án þess að skattgreiðendur eða lífeyrisþegar þyrftu
að borga brúsann, dygði sú aðgerð skammt til að hressa við
atvinnulífið. Hún myndi hugsanlega búa til hagvöxt en hann væri
aðallega byggður á meiri einkaneyzlu, ekki meiri framleiðni eða
fjárfestingu.
Ríkisstjórnin þarf bráðnauðsynlega á því að halda að sem fyrst
verði gripið til aðgerða sem endurvekja trú fólks á efnahagslífinu
og hvetja fyrirtækin til að fjárfesta, ráða fólk og framleiða meira.
Það styttist óðum í 100 daga starfsafmæli stjórnarinnar og enn
hafa of fáar slíkar ráðstafanir litið dagsins ljós.
Bjartsýnin dvínar hjá fyrirtækjum og almenningi:
Hvernig verður
hjólunum snúið?
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is