Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 32
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Verslanir sem selja notaðan fatnað á Íslandi hafa aldrei verið fleiri. Á Laugavegin-um eru að minnsta kosti sjö verslanir sem selja notuð föt. Þekktasta verslunin í miðbæ Reykjavíkur er Spúútnik, en hún hefur verið starfandi á þriðja áratug. Eig- andi verslunarinnar, Þuríður Hauks- dóttir, opnaði aðra verslun, Nostalgíu, fyrir nokkrum árum. Einnig er nýleg verslun á Laugaveginum sem heitir Kassetta og verslunin Hakunamatata er í samstarfi við barnastarf ABC. Rauði krossinn er með tvær verslanir á Laugaveginum og önnur þeirra tekur sérstaklega mið af tískunni, en versl- unin við Hlemm selur meðal annars notuð barnaföt. Verslunin AFTUR er með öðru sniði en aðrar verslanir sem selja notaðan fatnað því þar eru fötin endurhönnuð og seld sem hátískuvara. Í nýlegum fréttum af atburðum í Bangladess hefur fólk fengið að sjá og heyra hvernig offramleiðsla á fatnaði hefur áhrif á líf og heilsu fólks í þriðja heiminum. Fataframleiðendur reyna að koma til móts við tískuhúsin á Vestur- löndum með sífellt ódýrari vörum. Í því felst að lágmarka laun og aðbúnað fólks sem vinnur við textíliðnaðinn. En áður en offramleiðsla hóf að skila ódýr- um fatnaði á almennan markað var endurnýting hluti af daglegu lífi fólks. Fataplöggin gengu á milli systkina og kynslóða og voru þannig endurnotuð. Textíll var líka endurunninn þegar kjólar voru saumaðir úr gardínum eða upp úr öðrum kjólum. Offramleiðslan lækkaði vöruverð töluvert og dró mjög úr nauðsyn endurnýtingar. Það skap- aði hins vegar um leið mikinn úrgang. Offramleiðslan hefur eflaust verið fagnaðarefni fyrir marga enda hefur endurnýting innan heimilisins oft verið túlkuð sem fátæktarmerki. Til að mynda kemur fram í viðtali við Þuríði Hauksdóttur í DV árið 2002 hvaða við- horf ríktu hér áður fyrr í garð þess að unglingar keyptu notaðan fatnað. Þá skiluðu foreldrar oft fatnaði sem ung- lingar höfðu keypt í Spúútnik því þeir vildu frekar að þau keyptu nýjar en notaðar flíkur, segir Þuríður. Hinn einstaki fatastíll samtímans Hvaða ástæður liggja að baki þess að notaður fatnaður í dag er hluti af tísku- straumum samtímans? Þær rannsóknir sem fengist hafa við að skoða breyt- ingar á neyslumynstri hópa benda til að það sé meðal annars vegna hnatt- væðingar. Ástæðurnar sem liggja að baki má meðal annars rekja til þess að ein- staklingum fannst hætta stafa af því að fjöldaframleiddur tískufatnaður eyddi út persónueinkennum. Flóa- markaðir og verslanir sem selja notuð föt eru í því hlutverki að veita tísku- neytendum einstakan fatnað sem erf- itt er að herma eftir. Millistéttin notar sérstaklega notuð föt til að aðgreina sig með sýnilegum hætti og blandar gjarnan saman hátískuvörum og not- uðum fötum. Á þann hátt sýnir fólk fram á að það hafi smekk og þekk- ingu til að móta sinn eigin stíl, eins og fyrir sætan Kate Moss sem birtist reglulega á forsíðum tískutímarita. Hippar, pönkarar og pólitísk yfirlýsing Þeir neytendur sem versla með tilliti til tískunnar á flóamörkuðum þurfa að búa yfir tískulæsi til að vita hvað er verðmætt og viðeigandi fyrir tísku samtímans. Fatnaður sem seldur er í Spúútnik er aftur á móti valinn sér- staklega með hliðsjón af því sem er í gangi í tískuheiminum hverju sinni. Því þurfa viðskiptavinir Spúútniks ekki að búa yfir sérstöku tískulæsi. Tískufatnaður gegnir því þýðing- armikla hlutverki í sköpun sjálfs- ins og fötin lifa og deyja fyrir til- stilli viðhorfa. Því er gildi einnar og sömu skyrtunnar til að mynda ólíkt eftir því hvort Spúútnik-týpa skartar henni úti á lífinu eða fátækur maður í Malaví fer í hana eftir fataút- hlutun hjálparsamtaka. Neysla á notuðum fatnaði tekur því mið af þeim tískusjónarmiðum að móta sér sérstakan einstaklingsmiðaðan stíl, ólíkt því sem var á hippatímanum en þá var það pólitísk yfirlýsing að klæðast notuðum fötum í andstöðu við neyslusamfélagið. Valdalitlir hópar hafa oft tjáð andóf sitt gegn neyslusamfélag- inu með klæðaburði. Pönkar- arnir eru nærtækasta dæmið en þeir sköpuðu sinn eigin fata- stíl og höfnuðu þannig ríkjandi tísku. Tíska og fatastíll taka því mið af stöðugum breytingum sem eiga sér stað í samfélög- um heimsins. Hugsanlega geta því fréttir af atburðum eins og áttu sér stað í Bangla- dess haft áhrif til lengri tíma litið og komið af stað andófi. Það gæti falist í því að neyt- endur kaupi einungis notaðan fatnað, eða í það minnsta snið- ganga verslanir sem hirða ekki um mannréttindi. Er tískan pólitísk? Neysla á notuðum fatnaði helst í hendur við umbrotatíma þegar stríð geisa og samfélög riða til falls. Nú leitar fólk að fötum á flóamörkuðum og í tískuversl- unum til að byggja sjálfsímynd sem áður mótaðist einkum af stétt og stöðu. ➜ Svala Björgvinsdóttir var valin best klædda kona Íslands í Frétta- blaðinu um síðustu ára- mót en hún hefur verið hugmyndarík við að endurnýta flíkur. Gunný Ísis Magnúsdóttir Höfundur er mastersnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. ½% af hverju tonni af notuðum fötum sem fer í gegnum fataflokkunar- stöðvar fer í tísku- verslanir sem selja notaðan fatnað. ➜ Hippatíminn Hippamenningin endurvakti jaðarmenningu eftirstríðsáranna. ➜ Sovétríkin Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur opnuðust öll landamæri í austur og á sama tíma jókst viðskiptafrelsi í þriðja heiminum og viðskipti með notaðan fatnað í heiminum margfölduðust. ➜ Hnattvæðingin Hnattvæðingin hafði þau áhrif að einstaklingar og hópar leituðu í flóamarkaði og verslanir sem selja notuð föt. Ástæðan er talin vera sú að þar var hægt að finna fatnað sem var ólíkur þeim sem er til sölu í stóru verslunarkeðj- unum. ➜ Samtíminn Tískuhúsin H&M og Topshop leitast nú við að sækja sér hug- myndir fyrir framleiðslu sína í sköpunarkraft grasrótarinnar sem er stöðugt að búa til nýjar hug- myndir með notaðan fatnað. ➜ Síðari heims styrjöldin Eftir síðari heimsstyrjöld jókst sala á notuðum fötum annars vegar vegna offramleiðslu á fatnaði hermanna. Unglinga- og jaðarmenning á þeim tíma hafði mótandi áhrif á þá þróun sem síðar varð í tísku á notuðum fötum. FATA- IÐNAÐUR VERSLANIR NEYTANDINN RAUÐI KROSSINN FATAFLOKKUNARSTÖÐVAR Í HOLLANDI OG ÞÝSKALANDI HVAR ENDA FÖTIN? 500 TONN af fatnaði renna til Rauða krossins á Íslandi á ári. Mestur hluti þess fatn- aðar sem Rauði krossinn safnar fer úr landi til fataflokkunarstöðva sem sérhæfa sig í flokkun og endurvinnslu fatnaðar og ágóðinn af sölunni er notaður í alþjóðlegt hjálparstarf. ÚTHLUTUN Rauði krossinn er með út- hlutun til fátækra einu sinni í viku hér á landi og selur líka hluta fatnaðarins í Rauða kross-búð- irnar innanlands. AF FATNAÐINUM FER Í LANDFYLLINGAR 15% 85% Í VERSLANIR SEM SELJA NOTUÐ FÖT AF FATNAÐINUM FER Í ÝMSAN IÐNAÐ TIL DÆMIS BÍLAIÐNAÐ TIL ÞRIÐJA HEIMSINS Í gegnum tíðina Getum bætt við nemendum á heilbrigðisritarabraut lyfja- tæknabraut og læknaritarabraut Nokkur pláss eru laus fyrir nemendur á heilbrigðisritara-, lyfjatækna- og læknaritarabraut á haustönn 2013. Einnig verður boðið upp á nám í lyfjatækni með starfi, ef þátttaka verður næg. Nánari upplýsingar veita: Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri lyfjatæknabrautar, netfang: binna@fa.is og Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri heilbrigðisritara- og læknaritarabrauta, netfang: run@fa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.