Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 102
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 58 LAUGARDAGUR 11.35 Liverpool - Stoke Sport 2 13.50 Arsenal - A. Villa Sport 2 13.50 West Ham - Cardiff Sport 3 13.50 Norwich - Everton Sport 4 13.50 WBA - Southampton Sport 5 16.15 Swansea - Man. Utd Sport 2 SUNNUDAGUR 12.20 C. Palace - Tottenham Sport 2 14.50 Chelsea - Hull Sport 2 Breiðablik tekur á móti KR í toppslag Pepsi- deildar karla á morgun en þetta er einn af fjórum leikjum 16. umferðarinnar sem eru spilaðir á sunnudaginn. Blikar þurfa á sigri að halda ætli þeir að vera með í baráttunni um titilinn. KR með eins stig og eins leiks forskot á FH og sex stiga forskot á Stjörnunnar. Blikar eru sjö stigum á eftir KR en eiga reyndar leik inni á Vesturbæinga. Hinir leikir dagsins hefjast bæði klukkan 17.00 (ÍA-FH og ÍBV-Víkingur Ó.) og klukkan 19.15 (Keflavík-Valur) eins og leikur Breiða- bliks og KR. Einn af úrslitaleikjunum í Kópavoginum á morgun FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ásdís Hjálms- dóttir komst ekki í úrslit á HM í frjálsum í Moskvu í gær en hún kastaði lengst 57,65 metra og end- aði í 21. sæti í undankeppninni. Tólf efstu komust í úrslit og sú síðasta inn í úrslitin, Nadeeka Lakmali frá Srí Lanka, kastaði 60,39 metra. Íslandsmet Ásdísar (62,77 metrar) hefði dugað í sjötta sætið í undankeppninni. Þetta er slakasti árangur Ásdísar á stórmóti í fjögur ár eða síðan að hún lenti í 24. sæti á HM í Berlín 2009. Hún hafði verið meðal þrettán efstu á fjórum stórmótum í röð og komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London í fyrra. - óój Það slakasta í fj ögur ár ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR Þjálfaraskiptin taka sinn tíma. MYND/AFP FÓTBOLTI „Þetta verður algjör veisla. Við erum að fara að sýna alla 380 leikina í ensku úrvalsdeildinni. Við erum eina stöðin í Evrópu sem gerir það og við erum mjög stoltir af því,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sport, en hans menn eru klárir í bátana fyrir enska boltann sem hefst í dag. Messan verður á sínum stað en þó ekki lengur á sunnudögum. „Það verður Mánudagsmessa hjá okkur núna núna. Við teljum að mánudagskvöld séu betri sjónvarps- kvöld og höfum því fært okkur um set,“ segir Hjörvar. Hann verður áfram í þættinum með Guðmundi Benediktssyni. Feðgarnir Guðjón Þórðarson og Bjarni Guðjónsson verða einnig reglulegir gestir í þættinum. Í vetur verður öllum leikjum lýst á íslensku en undanfarin ár hafa leikir á hliðarrásum Stöðvar 2 Sport verið sendir út með ensku tali. „Það er mikil tilhlökkun hjá okkur að fara af stað en þessi vetur verður veisla.“ Eina stöðin í Evrópu með alla leiki Stöð 2 Sport 2 býður upp á einstaka þjónustu á enska boltanum í vetur. Öllum leikjum er lýst á íslensku. SPENNTUR Hjörvar spáir spennandi vetri í enska boltanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í gær að Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefði ákveðið að hætta sem þjálfari A-landsliðs kvenna. Sigurður er eini þjálfarinn í sögu Ís- lands sem hefur farið með A-landslið á stórmót og það afrekaði hann í tvígang, árið 2009 og 2013. „Ég er búinn að vera með liðið í sjö ár og það er kominn tími til að ég takist á við nýjar áskoranir,“ segir Sigurður Ragnar. „Það var einnig vel við hæfi að hætta með liðið eftir þennan frábæra árangur sem við náðum á Evrópu- mótinu.“ Ísland komst í átta liða úrslit Evrópumótsins í Svíþjóð í sumar. „Undanfarin ár hef ég fengið tilboð frá karlaliðum um að taka við. Einnig hef ég fengið tilboð frá kvennaliðum erlendis sem er einnig álitlegur kostur.“ Sigurður tók við íslenska landslið- inu í árslok 2006 og var því tæplega sjö ár þjálfari liðsins. „Núna ætla ég að gefa mér smá tíma til að skoða þá möguleika sem ég hef fyrir framan mig, en ég hallast meira að því að færa mig alfarið yfir í karlaboltann.“ - sáp Vill færa sig yfi r í karlaboltann FÆRIR SIG UM SET Sigurður er ekki hættur þjálfun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI Ísland sigraði Rúm- eníu 77-71 í hreinum úrslitaleik um annað sæti A-riðils í undan- keppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta 2015. Ísland færist því upp um styrk- leikaflokk þegar dregið verður í næstu undankeppni . Ísland hóf leikinn frábærlega og var níu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 22-13. Rúmenía vann sig fljótt inn í leikinn í öðrum leikhluta og náði að jafna metin. Rúmenía náði þó aldrei að komast yfir og var Ísland fjórum stigum yfir í hálf- leik 40-36. Enn jók á spennuna í þriðja leikhluta en enn var Ísland alltaf á undan en munurinn var lítill þegar aðeins einn leikhluti var eftir, eitt stig, 61-60. Rúmenía náði að jafna í upp- hafi fjórða leikhluta en svo komst Ísland yfir á ný og lét forystuna aldrei af hendi og vann sann- gjarnan sigur. - gmi Enduðu á góðum sigri STERKUR Jón Arnór var seigur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPORT FÓTBOLTI Spennan leynir sér ekki hjá áhugamönnum um enska boltann sem fer af stað í dag, enda urðu söguleg umskipti í sumar þegar þrjú efstu liðin á síðustu leiktíð skiptu öll um knattspyrnustjóra. Það flæða því ferskir straumar um deildina í upphafi leiktíðar. Pressan er á Moyes Manchester United hefur verið tákn stöðugleikans undanfarin ár. Liðið hefur unnið fimm meistara- titla á síðustu sjö árum og hin tvö árin hefur liðið misst naumlega af titlinum. Það er því óvenjulegt ástand að menn setji einhver spurningar- merki við United-liðið eftir yfir- burðarsigur á síðustu leiktíð en brotthvarf Sir Alex Ferguson úr stjórastólnum hefur þessi áhrif. David Moyes er tekinn við en þrátt fyrir frábæran árangur hans með peningalítið Everton-lið á hann enn eftir að vinna titil eða kynnast pressunni að stýra einu besta liði deildarinnar. Titilvörnin gekk ekki vel hjá Manchester City í fyrra og Roberto Mancini var látinn taka pokann sinn. Manuel Pellegr- ini er tekinn við og félagið eyddi langmest allra í nýja leikmenn í sumar. Lítil mótstaða City-manna í titilbaráttu síðustu leiktíðar voru mikil vonbrigði en háværu nágrannarnir eru ekki hljóðnaðir. Liðið eyddi í kringum 90 millj- ónum punda í þá Alvaro Negredo, Jesus Navas, Fernandinho og Stev- an Jovetic og allir lykilmenn liðs- ins eru áfram til staðar. Pellegr- ini þarf hins vegar að læra fljótt á enska boltann ef hlutirnir eiga að ganga upp. Vann alla titlana síðast Chelsea hefur ekki verið með í titil baráttunni fyrir alvöru undan- farin tvö tímabil en fagnar aftur á móti sigri í báðum Evrópukeppn- unum. Jose Mourinho vann alla ensku titlana þegar hann var síðast við stjórnvölinn á Brúnni og margir veðja á Chelsea-liðið í vetur. Mour- inho hefur í millitíðinni unnið ítalska og spænska titilinn sem og Meistaradeildina Nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort „The Special One“ mæti nú þroskaðri og vitrari til leiks eins og hann vill sjálfur halda fram. Það er þó nokkuð sem breytist aldrei en það er að Arsene Wenger situr sem fastast í stjórastólnum hjá Arsenal og að hagfræðing- urinn er ekki tilbúinn að henda stórum upphæðum í nýja leik- menn. Arsenal hefur ekki unnið titil í átta tímabil en þrátt fyrir yfirlýsingar um annað í upphafi sumars hefur Frakkanum gengið illa að styrkja „veiku“ stöðurnar í liðinu. André Villas-Boas er áfram með Tottenham líkt og Brendan Rodgers hjá Liverpool en báðir hafa þurft að berjast við áhuga liða á þeirra stærstu stjörnum. Gareth Bale hefur verið á leið- inni til Real Madrid í allt sumar og Luis Suarez vill ekkert frekar en losna frá Anfield. Bæði lið ætla sér Meistaradeildarsæti eftir von- brigði síðustu leiktíðar en þurfa eflaust bæði á súpertímabili hjá sínum stjörnuleikmönnum að halda ef það á að takast. Dæmisagan um Van Persie Þriðja óánægða stórstjarnan er síðan Wayne Rooney hjá Man- chester United. Jose Mourinho vill endilega fá hann til Chelsea og Rooney vill fara. Einhverjir ganga svo langt að telja að baráttan um Rooney geti ráðið úrslitum í baráttunni um enska titilinn en flestir sjá ekki fyrir sér að United selji leikmann- inn til sinna helstu keppinauta. Sala Arsenal á Robin van Persie til United í fyrra ætti í það minnsta að vera víti til varnaðar. ooj@frettabladid.is Toppliðin öll með nýja stjóra Enska úrvalsdeildin hefst í dag og sjaldan hafa verið fl eiri spurningarmerki á loft i en einmitt nú. Nýir stjórar og ósáttar stjörnur settu mikinn svip á sumarið og margir bíða spenntir eft ir að fótboltaveislan byrji. JOSE MOURINHO hjá Chelsea 50 ára Portúgali Stýrði Real Madrid frá 2010 til 2013 20 titlar sem þjálfari MANUEL PELLEGRINI hjá Manchester City 59 ára Sílemaður Stýrði Malaga frá 2010 til 2013 7 titlar sem þjálfari DAVID MOYES hjá Manchester United 50 ára Skoti Stýrði Everton frá 2002 til 2013 1 titill sem þjálfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.