Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 104
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 60 SPÁ TÓMASAR INGA Tómas Ingi Tómasson: Stjarnan mun vinna þennan leik nokkuð sannfærandi en Framarar eiga ekki eftir að ráða við Stjörnumenn varnarlega. Reynsla ákveðinna leikmanna mun skipta sköpum fyrir Garðbæinga. FÓTBOLTI Stærsti leikur ársins er fram undan í íslenska boltanum og fer hann fram á Laugardalsvelli klukkan fjögur í dag. Þá mætast Fram og Stjarnan í bikarúrslita- leiknum um Borgunarbikarinn. Stjarnan er í úrslitum annað árið í röð en liðið tapaði fyrir KR á síðasta ári. Framarar hafa aftur á móti tapað fjórum bikarúrslita- leikjum í röð og unnu síðast árið 1989 þegar Ríkharður Daðason, þjálfari Framara, var leikmaður liðsins. Stjörnumenn hafa verið sterkari í Pepsi-deildinni á þessu tímabili en það spyr enginn að því þegar í úrslitaleikinn er komið. Marg- ir hallast að því að Garðbæingar vinni sinn fyrsta titil í sögu karla- liðsins. Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U-21 árs lands- liðs Íslands, og Baldur Sigurðs- son, leikmaður KR, eru báðir á því að Stjörnumenn fari með sigur af hólmi í dag. „Það er einhvern veginn mín til- finning að þetta verði Stjörnusig- ur í ár,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Framarar mæta afslappaðri til leiks og byrja betur. Stjörnumenn eiga eftir að vera nokkuð stress- aðir og með leikinn frá því í fyrra í huganum. Það mun taka þá tíma að komast í takt við leikinn og þetta verður algjör lykiltímapunktur. Takist Frömurum að skora mark á þessu augnabliki getur allt gerst,“ segir Baldur. KR-ingar hafa byrj- að illa síðastliðin tvö ár en samt sem áður farið með sigur af hólmi í báðum úrslitaleikjunum. Stressið kemur í þjóðsöngnum „Það getur verið erfitt að fara inn í svona leik sem sigurstranglegri aðilinn og spennan fyrir leikn- um getur í raun snúist upp í allt of mikið stress. Það er ekkert mál að stilla spennustigið í aðdraganda leiksins en um leið og leikmenn ganga út á grasið þá kemur höggið. Menn ganga út á völlinn á rauðum dregli og þjóðsöngurinn fer síðan í gang þar sem menn horfa bara á bikarinn beint fyrir framan sig og full stúka. Þetta er tíminn sem menn þurfa virkilega að búa sig undir.“ „Númer eitt, tvö og þrjú held ég að þetta verði bara rosalega skemmtilegur leikur,“ segir Tómas Ingi Tómasson. „Þetta eru tvö mjög góð sókn- arlið, þótt Stjarnan hafi verið að bæta sig mikið varnarlega undan- farið, og ég ætla að leyfa mér að segja að þetta verði mjög opinn og skemmtilegur leikur.“ Tómas Ingi vill meina að það spili mikið inn í að Fram hafi áður unnið titla en það hefur Stjörn- unni aldrei tekist. Því mun hungrið vera meira hjá öllum leikmönnum Garðbæinga sem og öllum í kring- um liðið. „Núna er dauðafæri fyrir Stjörn- una að brjóta ísinn og henda einum bikar í safnið. Ef það gerist í ár tel ég að Stjarnan verði óstöðvandi í framtíðinni,“ segir Tómas. Framarar hafa eins og áður segir tapað fjórum bikarúrslita- leikjum í röð og nú síðast gegn Blikum árið 2009 eftir vítaspyrnu- keppni. „Framarar verða að vera þétt- ir til baka og stefna síðan að því að taka Stjörnuna á þeirra eigin bragði með hröðum skyndisókn- um. Er það kannski „allt er þegar fimm er“ eins og skáldið sagði, maður veit aldrei í boltanum,“ segir Tómas. stefanp@frettabladid.is Stjörnumenn í dauðafæri Fram og Stjarnan eigast við í úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í dag en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Framarar hafa tapað fj órum bikarúrslitaleikjum í röð en Stjarnan hefur aldrei unnið titil í meistarafl okki karla í knattspyrnu. ÁTTA MÖRK Hólmbert er markahæstur í Pepsi-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FIMM MÖRK Garðar hefur skorað flest mörk í bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPÁ BALDURS Baldur Sigurðsson: Stjarnan á eftir að vinna Borgunarbikarinn í ár eftir hádrama- tískan leik sem endar í vítaspyrnu- keppni. Þar verða Garðbæingar sterkari andlega og vinna að lokum sigur. MARKAHÆSTUR Í DEILD MARKAHÆSTUR Í BIKAR Einn stærsti leikur sumarsins! BREIÐABLIK - KR Blikar mæta snemma og hita upp með fjölskylduskemmtun frá kl.17.00 í Smáranum Miðasala á miði.is og í afgreiðslu Kópavogsvallar á leikdegi. Kópavogsvelli sunnudaginn 18.ágúst kl 19.15 Blikar fylla nýju stúkuna og KR ingar eru velkomnir í gömlu stúkuna. -sértilboð á mat og drykk -andlitsmálun -Fjölskyldutilboð á miða á leikinn og mat -5. flokkar karla og kvenna hylltir í leikhléi -tónlist og óvæntar uppákomur -Ólafur Kristjánsson þjálfari mætir kl.18.30 Heppnir áhorfendur fá áritaða fótbolta, markmannshanska eða treyjur. DALURINN MÁLAÐUR - ALLIR Á VÖLLINN!GRÆNN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.