Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 94
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 50
LAUGARDAGUR
SUNNUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR? 17. ÁGÚST
Aðalgestur Jazzhátíðar Reykjavíkur í Hörpu í kvöld
verður saxófónleikarinn Joshua Redman, ásamt með-
spilurum sínum, þeim Aaron Goldberg á píanó, Rueben
Rogers á bassa og Gregory Hutchinson á trommur. Þessi
hljómsveit þykir ein allra magnaðasta tónleikasveit í
djassinum í dag.
Seinna um kvöldið stígur gítarleikarinn Friðrik Karls-
son á svið með nýja hljómsveit og nýja tónlist. Söngkon-
urnar Ragnheiður Gröndal og Kristjana Stefánsdóttir
koma einnig fram ásamt Guðmundi Péturssyni, auk þess
sem Stórsveit Reykjavíkur býður upp á stórsveitarút-
gáfur af tónlistinni á hinni goðsagnakenndu plötu Kind
of Blue með Miles Davis.
Gadjos frá Gautaborg og Skuggamyndir frá Býzans
ganga í eina balkansæng og svo slær Stórsveit Samúels
Jóns Samúelssonar botninn í kvöldið með afróbíti úr ysta
hafi.
Nánari upplýsingar má finna á Reykjavikjazz.is. Miða-
sala fer fram á vef Hörpu og á Midi.is. - fb
Nóg um
að vera á
Jazzhátíðinni
Safarík tónlistardagskrá verður
í boði á Jazzhátíð Reykjavíkur
í Hörpu í kvöld.
Tónleikar
21.00 Hljómsveitin Boogie Trouble
kveður tvo meðlimi sína tímabundið
og efnir því til kveðjutónleika laugar-
daginn 17. ágúst á Gauki á Stöng.
23.00 Bjarki (Kid Mistik), Hlýnun jarðar,
Ultraaorthodox, Bypass og Captain
Fufanu koma fram á skemmtistaðnum
Harlem.
Opnanir
15.00 Sýning á verkum listamannanna
Janne Laine og Stefáns Boulter verður
opnuð í dag. Sýningin ber yfirskriftina
Anamnesis / Silence.
17.00 Ragnar Þórisson opnar einka-
sýningu á nýjum málverkum í Kling &
Bang. Galleríið er opið frá fimmtudegi
til sunnudags á milli 14 og 18 og er
aðgangur ókeypis.
15.00 Bragi Ásgeirsson opnar sýn-
inguna Grafík í 30 ár í Gallerí Fold.
15.00 Tryggvi Ólafsson opnar sýningu á
nýrri grafík í Gallerí Fold.
16.00 Habbý Ósk skoðar mannlegt eðli
og sambönd á sýningu sinni, í Þoku –
Laugavegi 25.
Málþing
13.00 Í tengslum við sýn ing una Magn-
ús Páls son: Lúð ur hljómur í skó kassa
sem nú stendur yfir í Hafn ar hús inu,
boðar Lista safn Reykja víkur til mál-
þings helg ina 17. til 18. ágúst. Stjórn-
andi mál þings ins er Hanna Styrm is-
dóttir, list rænn stjórn andi Lista há tíðar í
Reykja vík, sem einnig er sýn ing ar stjóri
sýn ing ar innar ásamt Jóni Proppé.
Tónlist
21.30 Friðrik Karlsson heldur tónleika
í Silfurbergi í Hörpu. Tónleikarnir eru
liður í Jazzhátíð Reykjavíkur. Þar kemur
Friðrik fram ásamt eigin hljómsveit og
flytur efni af fyrri sólóplötum ásamt
nýju efni. Miðasala er á midi.is
Leiðsögn
09.00 Ferðafélagið Norðurslóð
stendur fyrir hinni árvissu Sléttugöngu
í dag. Gengið verður frá Raufarhöfn í
Blikalónsdal og norður eftir dalnum
út í Blikalón. Farið verður frá Hótel
Norðurljósum á Raufarhöfn klukkan 9.
Þátttökugjald er 3.500 fyrir félagsmenn
Norðurslóðar, en 4.500 fyrir aðra. Ekki
er nauðsynlegt að skrá sig í gönguna.
Þátttökugjald er greitt við upphaf
göngu.
Fáanlegt í Smáralind, Skeifunni, G arðabæ, Kringlunni, Holtagörðum og Akureyri.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
Dunhaga 5, 107 Reykjavík,
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
SPILA Í HÖRPU
Ragnheiður Gröndal
og Guðmundur
Pétursson stíga á svið
í Hörpu í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sýningar
Sunnudaginn 18. ágúst er afsláttur á
aðgangseyri í Þjóðminjasafn Íslands,
tveir fyrir einn. Að venju er ókeypis
fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri.
Fjölbreytt úrval ratleikja er í boði fyrir
fjölskyldur.
Tónlistarhátíð
14.00 Hulda Jónsdóttir, ungur fiðlusnill-
ingur frá Hveragerði, kemur fram á Tón-
listarhátíðinni Englar og menn. Uppskeru-
messa hefst þar klukkan 14 og Hulda
mun flytja tónlist frá klukkan 13.40.
Tónlist
16.00 Tríóið Aftanblik mun koma fram
á stofutónleikum á Gljúfrasteini í dag.
Flutt verður úrval síðrómantískra söng-
laga sem urðu til við mót vestrænnar
klassískrar tónlistar og innlendrar
þjóðlagahefðar á Íslandi, Ungverjalandi
og Rússlandi. Aðgangseyrir er 1.000
krónur.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt
að skrá þá inni á visir.is.
18. ÁGÚST