Fréttablaðið - 17.08.2013, Blaðsíða 10
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
HEIMURINN
1
2
3
UPPLIFÐU N JA T MA MEÐ HYUNDAI
Hyundai / BL ehf.
Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200
www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080
NEW THINKING.
NEW POSSIBILITIES. TAKMARKAÐUR AKSTUR
N R HYUNDAI i20 D SIL KAUPAUKI G ST
Vetrardekk og fyrsta þj nustuskoð
un
fylgir nokkrum n jum i20 g st.
FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR!
Eyðsla aðeins 3,8 l/100 km
miðað við blandaðan akstur
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
7
4
1
VERÐ: 2.690.000 kr.
Co2 aðeins 99 g/km – Fr tt b lastæðin miðborginniOpið laugardaga fr 12-16
Nýr Hyundai i20 með 1,1l dísilvél er einn sparneytnasti millistærðarbíll sem völ er á.
Öllum nýjum Hyundai bílum fylgir 5 ára ábyrgð og ótakmarkaður akstur auk árlegra öryggis- og viðhaldsskoðana sem
eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Við bjóðum ykkur velkomin í hóp ánægðra Hyundai eigenda.
Hyundai í Kauptúni 1 er opið frá kl. 07.45–18.00 alla virka daga og 12.00–16.00 á laugardögum.
Víða er brugðist við ástandinu í Egyptalandi
KRÖFUGÖNGUR Í LÖNDUM MÚSLÍMA Átök brutust út á ný í Kaíró og víðar í Egyptalandi í gær þegar tugir þúsunda stuðnings-
manna Bræðralags múslíma tókust á við hópa vígamanna í götubardögum, auk þess sem her landsins lét til sín taka. Síðdegis
var vitað til þess að nærri 40 hefðu látið lífið. Síðasta miðvikudag létu yfir 600 manns lífið í Egyptalandi þegar herinn braut upp
mótmæli Bræðralagsins og stuðningsmanna forsetans fyrrverandi, Muhamed Morsi. Víða um heim þar sem íslamstrú er iðkuð
hefur fólk tekið þátt í kröfugöngum til stuðnings Morsi og Bræðralagi múslíma, þar sem mótmælt hefur verið framgöngu hers
Egyptalands og stuðningi Bandaríkjanna við hann. Hér að ofan má sjá eina slíka göngu sem fram fór í Ankara í Tyrklandi í gær.
NORDICPHOTOS/AFP
Gæti fengið
90 ára dóm
1 BRASILÍA Lögreglan í Sao Paulo í Brasilíu segist hafa í haldi mann
sem grunaður er um að hafa í Japan
í desember 2006 kyrkt brasilíska
unnustu sína og tvo syni hennar.
Maðurinn, sem heitir Edilson
Donizete Neves, er eftirlýstur í
Japan en verður ekki framseldur frá
Brasilíu. Hann flúði þangað daginn
eftir morðin af ótta við að hljóta
dauðarefsingu í Japan.
Að sögn lögreglu gæti Neves átt
yfir höfði sér allt að 90 ára fangelsis-
dóm. Í Brasilíu má þó enginn sitja
lengur en 30 ár í fangelsi.
Innköllun hjá GM
2 BANDARÍKIN Bílaframleiðandinn General Motors í Bandaríkjunum
hefur kallað inn nærri 293 þúsund
Chevrolet Cruze-fólksbíla í Banda-
ríkjunum vegna galla í bremsubún-
aði.
General Motors segir að kalla
þurfi inn til viðgerðar alla bíla af
2011 og 2012 árgerðum sem fram-
leiddir voru í Lordstown í Ohio.
Bílarnir eru sjálfskiptir með 1,4 lítra
bensínvélar.
Að sögn fyrirtækisins er vitað til
þess að bilun í bremsubúnaði hafi
verið orsakavaldur í 27 árekstrum á
litlum hraða. Engin slys hafi orðið
á fólki. Bili bremsurnar þarf fólk að
beita mun meira afli en venjulega til
að fá þær til að virka.
Mænusótt herjar
á Sómala
3 SÓMALÍA Alvarlegur mænusóttar faraldur hefur
skotið sér niður í Sómalíu og eru
þar nú fleiri tilfelli en er að finna
í heiminum öllum þar fyrir utan.
Heilbrigðisstarfsfólki er vegna þessa
vandi á höndum því að á ákveðnum
landsvæðum sem eru á valdi víga-
manna á bandi al-Kaída eru sjö af
hverjum tíu börnum án bóluefnis.
Mænusótt hefur að mestu verið eytt
í heiminum nema í þremur löndum
þar sem hún er landlæg, í Afgan-
istan, Nígeríu og Pakistan.