Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 6
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Aðalfundur félagsins haldin miðvikudaginn 18. maí kl. 16.00, á skrifstofu félagsins að Haukanesi 23, 210 Garðarbæ. Dagskrá aðalfundar: Venjuleg aðalfundarstörf. AÐALFUNDUR www.blattafram.is Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 26. ágúst kl. 16.00 á skrifstofu félagsins Fákafeni 9, 108 Reykavík. Dagskrá aðalfundar Venjule lf rstörf. Svo létt á brauðið E N N E M M / S ÍA / N M 57 65 5 Save the Children á Íslandi 1. Hvers konar bók er Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður að fara að gefa út í haust? 2. Hvaða íslenska kvikmynd var valin á kvikmyndahátíðina í San Sebastián? 3. Hvaða fi mm borgarfulltrúar eru orð- aðir við oddvitasæti Sjálfstæðisfl okksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar? SVÖR 1. Sjálfsævisögulega veiðisögu. 2. Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson 3. Guðlaugur Þór Þórðarson, Júlíus Vífi ll Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. DÝRALÍF Það fjölgaði óvænt í fjöl- skyldu nokkurri í Reykjanesbæ eftir að hún fór að tína mávaegg snemmsumars úti í Gróf, sem er rétt ofan við smábátahöfnina þar í bæ. Elsta dóttirin, Særún Birta, tók gæsaregg án þess að átta sig á hvers kyns var. Þegar það varð ljóst stakk fjölskyldufaðirinn upp á því að þau reyndu að láta það klekjast út heima úr því sem komið var. Það varð úr og í sumar hefur gæsin Bíbí elt fjölskylduna á röndum. „Þetta hefur verið mikið umstang en gæsaungar eru þannig að þeir geta ekki verið einir enda var Bíbí orðin mjög hvekkt þegar við skildum hana eina eftir í hálf- tíma eitt sinn,“ útskýrir Kristín Ingunn Gísladóttir. Húsbóndinn, Birgir Haukdal Rúnarsson, segir að fjölskyldan hafi verið á vökt- um í sumar af þessum völdum. „En ég hef ekki þurft að slá blett- inn,“ segir hann kankvís. Í versl- unarferðum Bíbíar notar fjölskyld- an hundabúr sem gæsin unir sér ágætlega í. Kristín segir að Bíbí sé eins og ein af fjölskyldunni en þó vonast hún til að gæsin hefji sig á loft með sínum líkum í haust og fari á vetrar stöðvar. „Reynslan hefur sýnt það að tamdar gæsir geta bjargað sér í villtri náttúrunni og jafnvel gleymt eftir árið öllu sem þeim var kennt.“ Farið hefur verið með Bíbí til að sjá sína líka en henni brá við þau ósköp. „Svo höfum við sett spegil hjá henni á svölunum svo að hún sjái sjálfa sig en við erum hálf smeyk við að leiða hana til annarra gæsa því það er margt um varginn hérna.“ Það er nokkur kúnst að skapa réttu aðstæðurnar fyrir gæsaregg til að klekjast. Þá kom sér vel bað- skápur þeirra hjóna en hann er með hitagrind og því hlýr og góður. „Reyndar var ekki nógu mikill raki svo eggið var þurrt og hart og við heyrðum í Bíbí inni í egginu og urðum að hjálpa henni við að opna það.“ Ekki tók betra við því næst varð að gefa henni vökva úr teskeið en svo komst fuglinn fljótt á legg. „Ég er í raun alveg á móti því að grípa svona inn í hjá náttúrunni,“ segir Kristín Ingunn. „En fyrst þetta þróaðist svona þá var ekkert annað að gera en að vinna úr því af alúð.“ jse@frettabladid.is Fjölskylda elur upp gæs í Reykjanesbæ Fjölskyldunni tókst að klekja út gæsarunga í baðskáp. Gæsin hefur sett svip sinn á fjölskyldulífið. Hún verður að koma með í verslunarferðir því hún unir ekki ein. Vonast húsmóðirin til þess að gæsin fari með sínum líkum til vetrarstöðva. GÆSIN Á GÓÐA AÐ Særún Birta (10 ára), Birgir Logi (7 ára) og Jóhanna María (3 ára) Birgisbörn hafa hlúð vel að Bíbí. MYND/KRISTÍN INGUNN GÍSLADÓTTIR SLEPPA VIÐ SLÁTT Fjölskyldan hefur ekkert þurft að slá blettinn í sumar. Bíbí sér alveg um að bíta grasið langleiðina niður í svörð. VEISTU SVARIÐ? Við heyrðum í Bíbí inni í egginu og urðum að hjálpa henni mvið að opna það Kristín Ingunn Gísladóttir AFGANISTAN Aðstandendur þeirra sextán afgönsku borgara sem féllu fyrir hendi bandaríska hermannsins Robert Bales á síðasta ári eru æva- reiðir yfir því að honum skuli hlíft við dauðadómi fyrir morðin. Réttar- höld yfir Bales hefjast í Bandaríkj- unum í dag. Mál Bales vakti mikla athygli á sínum tíma enda varpaði það ljósi á það mikla vantraust sem ríkti milli afganskra borgara og bandarískra hermanna sem verið hafa í landinu frá árinu 2001. Bales hefur játað að hafa, aðfaranótt 1. mars í fyrra, laumast í tvígang út úr herstöð sinni í Kandahar-héraði og gengið hús úr húsi í tveimur nærliggjandi þorpum þar sem hann skaut fólk af handa- hófi, þar af níu börn og fjórar konur. Bales neitaði lengi vel að tjá sig um atburði næturinnar, en sneri við blaðinu í vor og játaði á sig sök gegn því að sleppa við dauðadóm. Það eru aðstandendur fórnarlamba hans afar ósátt við og vilja að hann verði tek- inn af lífi í Afganistan. Þetta er mannskæðasta atvik af þessu tagi sem komið hefur upp hjá bandaríska hernum frá árum Víetnamstríðsins. Verjendur Bales hafa haldið því fram að hann hafi þjáðst af áfalla- streituröskun og heilaskaða þegar hann hélt í drápsförina. Vitni í mál- inu segja að Bales hafi fyllst mik- illi reiði eftir að félagi hans missti annan fótinn í sprengjutilræði nokkrum dögum fyrir árásina. - þj Aðstandendur fórnarlamba bandarísks hermanns í Afganistan ósáttir við lífstíðardóm: Krefjast dauðadóms yfir fjöldamorðingja MYRTI SAKLAUSA Robert Bales drap sextán saklausa borgara. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.