Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 8
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 MENNING Um 15 þúsund gestir sóttu Ísdaginn mikla, sem haldinn var í Hveragerði á laugardaginn. Boðið var upp á óvenjulegar bragðtegundir í ár, á borð við tann- kremsís, Doritos-ís og hundasúruís. Talið er að hátíðargestir hafi torg- að um þremur tonnum af ís. Ísdagurinn var hluti af bæjarhátíð Hveragerðis sem kallast Blómstrandi dagar og stóð hún yfir í fjóra daga. - le Um fimmtán þúsund gestir sóttu Ísdaginn í Hveragerði: Borðuðu yfir þrjú tonn af ís ÍSDAGURINN MIKLI Þúsundir manna fengu sér ís á Ísdaginn mikla í Hveragerði um helgina. DÓMSMÁL Ákæra var þingfest á fimmtudag á hendur tveimur ungum mönnum fyrir rán sem á að hafa verið framið fyrir ríflega hálfu öðru ári. Piltarnir voru þá sextán og sautján ára gamlir. Þeim er gefið að sök að hafa rænt síma af pilti á svipuðu reki með því að hóta honum ofbeldi. Hótunin fólst í því að sýna honum öxi sem þeir höfðu meðferðis. Piltarnir hafa enn ekki tekið afstöðu til sakar- efnisins. - sh Tveir ungir piltar fyrir dómi: Ákærðir fyrir rán með öxi EGYPTALAND Að minnsta kosti 36 mótmælendur í Egyptalandi létu lífið eftir að þeir gerðu uppreisn í fangaflutningabíl sem var að flytja þá í fangelsi í norðurhluta Kaíró í gærkvöldi. Hinir látnu voru hluti af 600 öðrum mótmælendum sem einnig var verið að flytja í fang- elsi. Mótmælendurnir köfnuðu eftir að hermenn skutu táragashylkjum inn í einn bílinn, þar sem fangarn- ir höfðu gengið í skrokk á verði. Mótmælendurnir voru stuðn- ingsmenn fráfarandi forseta lands- ins, Múhameds Morsí, sem herinn hrakti úr embætti forseta í síðasta mánuði. Bræðralag múslíma, flokkur forsetans, boðaði til fjöldamót- mæla í gær og í kjölfarið tóku stjórnvöld til þeirra ráða að ráð- ast inn á heimili forvígsmanna Bræðralagsins og handtaka þá. Með aðgerðunum voru þeir að reyna að spilla fyrir mótmælun- um. Herinn tók sér stöðu utan við byggingu stjórnlagadómsins í gær þar sem mótmælendum hefur verið stefnt. Síðan Morsi var settur af hafa mikil mótmæli verið víða um landið sem náðu áður óþekktum hæðum í lok síðustu viku þegar herinn lagði til atlögu við stuðn- ingsmenn forsetans. Á níunda hundrað manns hafa látist í mótmælunum síðan á mið- vikudaginn, til viðbótar við þá sem létust í gær, og ekki sér fyrir end- ann á mótmælunum. Abdel-Fatha el-Sissi, varnar- málaráðherra Egyptalands og yfirmaður hersins þar í landi, hét því í dag að herinn stefndi ekki að því að taka völdin í landinu. Ráð- herrann sagði hins vegar að þeir myndu ekki líða frekara ofbeldi á götum úti og standa aðgerðarlausir á meðan landinu yrði rústað. „Her- inn sækist ekki eftir völdum held- ur vill hann vernda vilja þjóðar- innar sem er mun dýrmætari en yfirráð yfir Egyptalandi,“ er haft eftir ráðherranum. „Við höfum boðið upp á mörg tækifæri til að enda þessa deilu með friðsömum hætti og biðjum nú stuðningsmenn fyrri stjórna að taka þátt í endurreisn lýðræð- isins og stjórnmálum í framtíðinni, í staðinn fyrir að efna til deilna og rústa landinu.“ Ríkjandi stjórnvöld leita nú allra leiða til að banna Bræðralag mús- líma, sem náði völdum í fyrra, í fyrstu frjálsu lýðræðislegu kosn- ingunum þar0 í landi. lovisa@frettabladid.is Tugir mótmælenda köfnuðu af táragasi Stjórnvöld í Egyptalandi réðust inn á heimili fylgismanna fráfarandi forseta lands- ins í gær og handtóku tugi manna. Yfir 36 fylgismenn forsetans létu lífið í fanga- uppreisn í gær og bætast því við á níunda hundrað sem látist hafa undanfarið. STJÓRNARRÁÐIÐ VÍGGIRT Hermenn í Egyptalandi víggirtu stjórnarráðið þegar boðað var til fjöldamótmæla í gær til stuðnings Múhameds Morsí, sem hrakinn var úr embætti forseta í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MÓTMÆLIN NÁ ÓÞEKKTUM HÆÐUM Ekki sér fyrir endann á ofbeldinu í Egypta- landi en boðað var til fjöldamótmæla í landinu í gær til stuðnings fráfarandi forseta landsins. Skólaþing epli.is „Meira í dag en í gær” 21. ágúst í Salaskóla Kópavogi 22. ágúst í Brekkuskóla Akureyri Srini Swaminathan - Teach for India Skráning hér: http://www.epli.is/skolar (aðgangur ókeypis) Vinnustofur/kynningar: ATVINNA Skráð atvinnuleysi í júlí 2013 var 3,9%, en að meðaltali voru 6.874 atvinnulausir í júlí. Atvinnulausum fækkaði um 61 að meðaltali frá júní, en hlutfalls- tala atvinnuleysis breyttist ekki milli mánaða. Þegar horft er aftur til tíma- bilsins frá júlí 2011 þá eru þetta áberandi lægstu tölur sem sést hafa á því tímabili. Atvinnuleysi í júlí 2011 var 6,6% og 4,7% í fyrra. Hæstu atvinnuleysistölur tímabilsins eru 7,3% veturinn 2011. Skráð atvinnuleysi að með- altali frá janúar til júlí 2013 var 4,8%. Atvinnuleysið var 4,5% á höfuð borgarsvæðinu og breytt- ist hlutfallstalan ekki frá júní. Á landsbyggðinni var atvinnu- leysið 2,8% og breyttist ekki frá júní. Mest var atvinnu leysið á Suðurnesjum, 5,4%. Minnst var atvinnuleysið á Norðurlandi vestra, eða eitt prósent. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mán- uði samfellt er nú 4.031. Fjöldi þeirra sem verið hafa atvinnu- lausir í meira en eitt ár samfellt var 2.057 í júlílok. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að þróunin verði ekki ólík þróuninni í fyrra og að skráð atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu 3,9-4,2%. - shá Skráð atvinnuleysi að meðaltali milli janúar og júlí árið 2013 var 4,8%: Atvinnuleysið helst nær óbreytt MÆLIR GÖTURNAR Lægstu atvinnu- leysistölur frá hruni mældust í júní og júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM mótmælendur sem höfðu verið teknir til fanga köfnuðu þegar þeir gerðu uppreisn í fanga- fl utningabíl í gær. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.