Fréttablaðið - 19.08.2013, Qupperneq 8
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
MENNING Um 15 þúsund gestir sóttu Ísdaginn mikla, sem haldinn var í
Hveragerði á laugardaginn.
Boðið var upp á óvenjulegar bragðtegundir í ár, á borð við tann-
kremsís, Doritos-ís og hundasúruís. Talið er að hátíðargestir hafi torg-
að um þremur tonnum af ís.
Ísdagurinn var hluti af bæjarhátíð Hveragerðis sem kallast
Blómstrandi dagar og stóð hún yfir í fjóra daga. - le
Um fimmtán þúsund gestir sóttu Ísdaginn í Hveragerði:
Borðuðu yfir þrjú tonn af ís
ÍSDAGURINN MIKLI Þúsundir manna fengu sér ís á Ísdaginn mikla í Hveragerði
um helgina.
DÓMSMÁL Ákæra var þingfest
á fimmtudag á hendur tveimur
ungum mönnum fyrir rán sem á
að hafa verið framið fyrir ríflega
hálfu öðru ári.
Piltarnir voru þá sextán og
sautján ára gamlir. Þeim er gefið
að sök að hafa rænt síma af pilti
á svipuðu reki með því að hóta
honum ofbeldi. Hótunin fólst í
því að sýna honum öxi sem þeir
höfðu meðferðis. Piltarnir hafa
enn ekki tekið afstöðu til sakar-
efnisins. - sh
Tveir ungir piltar fyrir dómi:
Ákærðir fyrir
rán með öxi
EGYPTALAND Að minnsta kosti 36
mótmælendur í Egyptalandi létu
lífið eftir að þeir gerðu uppreisn í
fangaflutningabíl sem var að flytja
þá í fangelsi í norðurhluta Kaíró í
gærkvöldi. Hinir látnu voru hluti
af 600 öðrum mótmælendum sem
einnig var verið að flytja í fang-
elsi.
Mótmælendurnir köfnuðu eftir
að hermenn skutu táragashylkjum
inn í einn bílinn, þar sem fangarn-
ir höfðu gengið í skrokk á verði.
Mótmælendurnir voru stuðn-
ingsmenn fráfarandi forseta lands-
ins, Múhameds Morsí, sem herinn
hrakti úr embætti forseta í síðasta
mánuði.
Bræðralag múslíma, flokkur
forsetans, boðaði til fjöldamót-
mæla í gær og í kjölfarið tóku
stjórnvöld til þeirra ráða að ráð-
ast inn á heimili forvígsmanna
Bræðralagsins og handtaka þá.
Með aðgerðunum voru þeir að
reyna að spilla fyrir mótmælun-
um.
Herinn tók sér stöðu utan við
byggingu stjórnlagadómsins í
gær þar sem mótmælendum hefur
verið stefnt.
Síðan Morsi var settur af hafa
mikil mótmæli verið víða um
landið sem náðu áður óþekktum
hæðum í lok síðustu viku þegar
herinn lagði til atlögu við stuðn-
ingsmenn forsetans.
Á níunda hundrað manns hafa
látist í mótmælunum síðan á mið-
vikudaginn, til viðbótar við þá sem
létust í gær, og ekki sér fyrir end-
ann á mótmælunum.
Abdel-Fatha el-Sissi, varnar-
málaráðherra Egyptalands og
yfirmaður hersins þar í landi, hét
því í dag að herinn stefndi ekki að
því að taka völdin í landinu. Ráð-
herrann sagði hins vegar að þeir
myndu ekki líða frekara ofbeldi á
götum úti og standa aðgerðarlausir
á meðan landinu yrði rústað. „Her-
inn sækist ekki eftir völdum held-
ur vill hann vernda vilja þjóðar-
innar sem er mun dýrmætari en
yfirráð yfir Egyptalandi,“ er haft
eftir ráðherranum.
„Við höfum boðið upp á mörg
tækifæri til að enda þessa deilu
með friðsömum hætti og biðjum
nú stuðningsmenn fyrri stjórna
að taka þátt í endurreisn lýðræð-
isins og stjórnmálum í framtíðinni,
í staðinn fyrir að efna til deilna og
rústa landinu.“
Ríkjandi stjórnvöld leita nú allra
leiða til að banna Bræðralag mús-
líma, sem náði völdum í fyrra, í
fyrstu frjálsu lýðræðislegu kosn-
ingunum þar0 í landi.
lovisa@frettabladid.is
Tugir mótmælenda
köfnuðu af táragasi
Stjórnvöld í Egyptalandi réðust inn á heimili fylgismanna fráfarandi forseta lands-
ins í gær og handtóku tugi manna. Yfir 36 fylgismenn forsetans létu lífið í fanga-
uppreisn í gær og bætast því við á níunda hundrað sem látist hafa undanfarið.
STJÓRNARRÁÐIÐ VÍGGIRT Hermenn í Egyptalandi víggirtu stjórnarráðið þegar boðað var til fjöldamótmæla í gær til stuðnings
Múhameds Morsí, sem hrakinn var úr embætti forseta í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
MÓTMÆLIN NÁ ÓÞEKKTUM HÆÐUM Ekki sér fyrir endann á ofbeldinu í Egypta-
landi en boðað var til fjöldamótmæla í landinu í gær til stuðnings fráfarandi forseta
landsins.
Skólaþing epli.is
„Meira í dag en í gær”
21. ágúst í Salaskóla Kópavogi
22. ágúst í Brekkuskóla Akureyri
Srini Swaminathan - Teach for India
Skráning hér:
http://www.epli.is/skolar
(aðgangur ókeypis)
Vinnustofur/kynningar:
ATVINNA Skráð atvinnuleysi í júlí
2013 var 3,9%, en að meðaltali
voru 6.874 atvinnulausir í júlí.
Atvinnulausum fækkaði um 61
að meðaltali frá júní, en hlutfalls-
tala atvinnuleysis breyttist ekki
milli mánaða.
Þegar horft er aftur til tíma-
bilsins frá júlí 2011 þá eru þetta
áberandi lægstu tölur sem sést
hafa á því tímabili. Atvinnuleysi
í júlí 2011 var 6,6% og 4,7% í
fyrra. Hæstu atvinnuleysistölur
tímabilsins eru 7,3% veturinn
2011. Skráð atvinnuleysi að með-
altali frá janúar til júlí 2013 var
4,8%.
Atvinnuleysið var 4,5% á
höfuð borgarsvæðinu og breytt-
ist hlutfallstalan ekki frá júní.
Á landsbyggðinni var atvinnu-
leysið 2,8% og breyttist ekki
frá júní. Mest var atvinnu leysið
á Suðurnesjum, 5,4%. Minnst
var atvinnuleysið á Norðurlandi
vestra, eða eitt prósent.
Fjöldi þeirra sem hafa verið
atvinnulausir lengur en sex mán-
uði samfellt er nú 4.031. Fjöldi
þeirra sem verið hafa atvinnu-
lausir í meira en eitt ár samfellt
var 2.057 í júlílok.
Vinnumálastofnun gerir ráð
fyrir því að þróunin verði ekki
ólík þróuninni í fyrra og að skráð
atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu
3,9-4,2%. - shá
Skráð atvinnuleysi að meðaltali milli janúar og júlí árið 2013 var 4,8%:
Atvinnuleysið helst nær óbreytt
MÆLIR GÖTURNAR Lægstu atvinnu-
leysistölur frá hruni mældust í júní og
júlí.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
mótmælendur sem
höfðu verið teknir
til fanga köfnuðu þegar þeir
gerðu uppreisn í fanga-
fl utningabíl í gær.
36