Fréttablaðið - 19.08.2013, Side 18

Fréttablaðið - 19.08.2013, Side 18
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN LINDBERG JÚLÍUSSON Langholtsvegi 26, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Aðalheiður L. Gunter Adolf Örn Kristjánsson Guðrún Ólafsdóttir Grétar Kristjánsson Svana Björnsdóttir Ósk Kristjánsdóttir Guðmundur Vilhjálmsson Rut Kristjánsdóttir Jóhann Almar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Okkar ástkæra eiginkona, móðir, dóttir, tengdadóttir, systir, tengdamóðir og amma RAGNHILDUR ALDÍS KRISTINSDÓTTIR lést á Landspítalanum 7. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju 22. ágúst, kl 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarþjónustuna Karítas. Eyjólfur H. Sveinsson Kristinn A. Eyjólfsson Davíð F. Eyjólfsson Margrét Erla Einarsdóttir Gyða Eyjólfsdóttir Aðalheiður Jónsdóttir Fanney Björk, Ásdís Birna, Jón Sævar, Alexandra Aldís og systkini. Hin árlega keppni Austfjarðatröllið, sem Magnús Ver Magnússon hefur staðið að, fór fram dagana 15.-18 ágúst. Keppend- ur nú voru Andri Björnsson, sem vann titilinn Vestfjarðavíkingurinn 2013, Úlfur Orri Pétursson, Skúli Ármanns, Georg Ögmundsson, Gatis Kausen, Orri Geirsson, David Nyström og Sebastian Davidsson. Keppnin í ár var afar spenn- andi þar sem David Nyström og Sebast- ian Davidsson frá Svíþjóð voru með í keppninni, en þeir urðu í 2. og 3. sæti í keppninni um sterkasta mann Svíþjóð- ar 2013. Keppnin hófst á Höfn í Horna- firði við þar sem keppt var í kútakasti og hleðslu. Á laugardag var farið til Vopnafjarðar þar sem keppt var í öxul- lyftu og trukkadrætti. Lokaslagurinn hófst á Reyðarfirði þar sem keppt var í nokkrum þrautum og endaði keppnin á Seyðisfirði þar sem keppt var í polla- burði og atlasteini. Vaxtarræktartröllið Georg Ögmundsson vann keppnina í ár og er þetta í þriðja sinn sem hann hrepp- ir titilinn Austfjarðatröllið. „Ég byrjaði keppnina alveg hræðilega illa og útlitið var svart fyrsta daginn. Ég náði mér svo hægt og rólega á strik og það má segja að ég hafi tekið þetta síðasta daginn. Sví- arnir voru hörku keppinautar og öfugt við mig, þá byrjuðu þeir rosalega vel en náðu ekki að halda dampinum út alla keppnina.“ Úrslitin voru kynnt í gær við Herðubreið á Seyðisfirði og mætti fjöldi fólks til þess að styðja við bakið á Íslend- ingunum. „Það var svakaleg stemming og ekki skemmdi veðrið fyrir. segir sigur vegarinn Georg Ögmundsson. -áo Tröllin börðust um helgina Georg Ögmundsson vann titilinn Austfj arðatröllið þriðja árið í röð. HÖFN Austfjarðatröllið fór fram um helgina FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Það má eiginlega segja að það séu tímamót á öllum vígstöðum,“ segir tónlistarkonan Edda Borg sem kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld klukkan 21 ásamt hljómsveit. Tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur og á þeim fylgir Edda eftir útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu, No Words Needed, fyrr í sumar. Segja má að Edda sýni á sér nýja hlið á plötunni, en hún hefur lengi fengist við djasssöng. Því kom mörgum á óvart að á sólóplötunni syngur hún aðeins laglínur án orða í nokkrum lögum en hin lögin eru án söngs. Tónlistarkonan segir að tónlistinni á plötunni megi ef til vill líkja við það sem hljómsveitin Mezzoforte hefur fengist við, en gítar- leikarinn Friðrik Karlsson úr Mezzo- forte er einmitt meðlimur í sveitinni sem kemur fram með Eddu á tónleik- unum. Auk tónleikanna á Rósenberg í kvöld kemur Edda fram með sveitinni í Iðnó á menningarnótt og þar verður frítt inn. Á níunda áratugnum gerði Edda garðinn frægan með hljómsveitinni Módel, sem sendi frá sér smelli á borð við Lífið er lag og Ástarbréf merkt X. Í þeirri sveit lék Edda á hljómborð sem hún hélt á og vakti athygli fyrir vikið. „Svona hljóðfæri eru stundum köll- uð „keytar“, en ég hef líka heyrt að í bransanum hér á landi séu þau kölluð Eddu Borg-hljómborð,“ segir tónlistar- konan og hlær. „Fyrir ári sameinaðist fjölskyldan mín um að gefa mér svona hljómborð í afmælisgjöf. Dóttir mín gekk í það að leita svona hljómborð uppi á Ebay og svo var bara lagt í púkk og keypt. Ég hef ekki notað hljómborð- ið enn þá og er að hugsa um að geyma það þangað til Módel snýr aftur.“ Blaðamaður hváir, enda vitað að end- urkoma Módels er mörgum tónlistar- unnandanum ofarlega í huga. Edda útskýrir að skipuleggjendur tónlist- arhátíðarinnar Aldrei fór ég suður á Ísafirði hafi mikið reynt að fá Módel til að koma fram á hátíðinni á síðasta ári. „Það munaði litlu að það hefði tek- ist þá, en án gríns þá erum við alvar- lega að spá í að koma með „kombakk“. Frissi [Friðrik Karlsson] er fluttur aftur til landsins og þannig opnast gluggi. Eiríkur Hauksson er búsett- ur í Noregi en hann er til, þegar rétta augnablikið gefst. Ég veit ekki hvort við myndum flytja nýtt efni því þetta er allt á umræðustiginu enn þá,“ segir Edda. Einnig eru tímamót í starfsemi Tónskóla Eddu Borg um þessar mundir því skólinn er að sigla inn í sitt 25. starfsár og útskrifar senn sinn fyrsta nemanda af framhalds- stigi. Þá er tónlistarkonan nánast tilbúin með aðra plötu þar sem hún syngur djassstandarda með banda- ríska píanóleikaranum Don Randi, fyrrverandi hljómsveitarstjóra Frank Sinatra. „Það kemur í ljós hvenær sú plata kemur út, en ég tók hana upp um leið og ég vann að fyrstu sólóplöt- unni. Um leið og ég byrjaði var eins og opnaðist fyrir allt heila klabbið,“ segir Edda. kjartan@fréttablaðið.is Módel íhugar endurkomu alvarlega Tónlistarkonan Edda Borg fylgir eft ir útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu á Café Rósenberg í kvöld. Módel, hljómsveitin sem hún gerði það gott með á níunda áratugnum, íhugar endurkomu og tónskólinn hennar siglir inn í 25. starfsár sitt. MARGT AÐ GERAST Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður reyndu að fá Módel til að koma fram á Ísafirði á síðasta ári og Edda Borg segir litlu hafa munað að það hefði tekist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Merkisatburðir 1561 María, drottning Skota, snýr átján ára gömul aftur til Skot- lands eftir þrettán ára dvöl í Frakklandi. 1871 Hið íslenska þjóðvinafélag er stofnað af alþingismönnum. Almanak Þjóðvinafélagsins hefur komið út árlega síðan 1875. 1960 Rússar skjóta á loft gervitunglinu Sputnik 5 með hundana Belka og Strelka innanborðs, ásamt fimmtíu músum, tveimur rottum og fjölda plantna. 1964 Bítlamyndin A Hard Days Night er sýnd í Tónabíói og sló öll aðsóknarmet. 1991 Mikhail Gorbachev, forseti Sovétríkjanna, er settur í stofu- fangelsi í sumarfríi sínu á Foros á Krímskaga. Íslenskir togarar hófu veiðar í svokallaðri Smugu í Barentshafi þennan dag árið 1993. Smugan er á alþjóðlegu hafssvæði og höfðu Íslendingar ekki stundað veiðar þar frá því um 1960. Hins vegar höfðu færeyskir togarar undir hentifána stundað þar veiðar og landað aflanum meðal annars hér á landi. Veiðarnar 1993 vöktu strax upp mikla andstöðu hjá norskum og rússneskum stjórnvöldum, sem töldu að fiskurinn þar væri af flökkustofnum er gengju úr lög- sögu þeirra í fæðuleit. Íslenskir útgerðarmenn voru á öðru máli og sögðu að þar sem Smugan væri á alþjóðlegu hafssvæði hefðu íslensk skip fullan rétt til veiða þar. Að auki töldu þeir sig eiga sögulegan rétt til veiða vegna fyrri veru sinnar á þessum slóðum. Árið 1994 gengu veiðarnar í Smugunni glimrandi vel. Íslensku skipin veiddu um 37 tonn, sem skiluðu um fimm milljörðum í þjóðarbúið. Næstu ár fóru veiðarnar minnkandi. Strax árið 1994 hófust samningaviðræður milli þjóðanna um lausn deilunnar og var hún til lykta leidd með kvótaskipt- um í apríl 1999. ÞETTA GERÐIST: 19. ÁGÚST 1993 Smuguveiðar hinar síðari hefj ast

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.