Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 19
KERTALJÓS OG NOTALEGHEIT Sumarið líður fljótt og nú er aftur kominn tími kertaljósa á kvöldin. Það er reyndar kósí að kveikja á kertum en ef veður er gott má sitja úti á verönd með kertaljós í luktum. Stemningin verður róandi og notaleg. STOFU- STÁSS Rakel Sævarsdóttir listfræðingur endurhleður batteríin við uppáhalds- hlutinn sinn á heimilinu, píanóið. Rakel heldur úti bæði myndlistar- galleríi og hönnunar- verslun á netinu. MYND/GVA Ég hef átt misgóðar stundir við þetta píanó, stundum hamrað á það en líka leikið á það með gleði. Foreldrar mínir keyptu það svo ég gæti æft mig heima en ég lærði á píanó sem barn þar sem ég ólst upp, í Hnífsdal,“ segir Rakel Sævarsdóttir list- fræðingur þegar hún er spurð út í uppáhaldshlutinn sinn. Píanóið góða skipar heiðurssess á heimilinu eftir að hún fékk það til eignar á fullorðinsárum. „Pabbi hélt ræðu þegar ég gifti mig fyrir tíu árum og gaf okkur píanóið í brúðkaupsgjöf. Ég hef flutt það með mér þrisvar milli staða og það er alltaf jafn mikill höfuðverkur. Það þarf sérhæfða flutningamenn í verkið,“ segir Rakel hlæjandi. Píanóið muni þó fylgja henni áfram gegnum súrt og sætt. „Það er einstaklega gott að kúpla sig út úr amstri dagsins með því að setjast niður við píanóið og spila. Eldra barnið mitt er líka farið að spila svolítið svo píanóið mun fylgja fjölskyldunni áfram um ókomna tíð. Það tekur auðvitað sitt pláss en það er falleg mubla.“ Fallegir hlutir eru Rakel hugleiknir en hún heldur úti bæði myndlistargalleríi á netinu og vefverslun með íslenska hönnun. Netgalleríið muses.is fór í loftið árið 2009 en þar er hægt að nálgast verk ungra mynd- listarmanna. Nýlega opnaði Rakel svo vefverslunina kaupstadur.is, þar sem íslensk hönnun og handverk er til sölu. „Ég vildi auðvelda fólki aðgang að fallegum munum og koma því fallega sem skapandi fólk er að gera á framfæri á netinu. Það eru ekki allir sem þræða gallerí eða vinnustofur listamanna en vilja nálgast unga íslenska myndlistamenn og fylgjast með því sem er að gerast. Á muses.is er hægt að nálgast myndlist á auðveldan máta og auk þess setjum við upp sýningar. Níunda sýningin okkar verður opnuð þann 24. ágúst á Ísafirði,“ útskýrir Rakel. „Á kaupstadur.is má svo nálgast það nýjasta í íslenskri hönnun. Það er svo mikill sköpunarkraftur í þjóðfélaginu og ungt fólk er að gera metnaðarfulla hluti, bæði í myndlist og í hönnun.“ ✮ heida@365.is KÚPLAR SIG ÚT ÚR AMSTRI DAGSINS HEIMILI Rakel Sævarsdóttir listfræðingur heldur úti myndlistargalleríi á netinu og hönnunarverslun. Hún leikur á píanó til að endurhlaða batteríin. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.