Fréttablaðið - 19.08.2013, Síða 43

Fréttablaðið - 19.08.2013, Síða 43
KYNNING − AUGLÝSING Atvinnumiðlun19. ÁGÚST 2013 MÁNUDAGUR 3 Flestir sem standa frammi fyrir því að bæta við sig starfsfólki, eða hafa ráðið í stöðugildi sem hafa losnað, gera sér grein fyrir að ráðningar eru langtíma- fjárfesting. Kostnaður við að ráða inn starfsfólk er að miklu leyti fastur en frammi- staða einstaklinga getur verið mjög misjöfn og ólíkar aðstæður henta fólki misvel. Til að manna allar stöður með rétta fólkinu þarf að vanda til verka. Ráðningar eru því vísindi og innsæi í bland,“ segir Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent Ráðninga, en fyrirtækið hefur trausta, áratuga langa reynslu af ráðningum. „Meðalstarfsaldur ráðgjafa okkar er langur og hjá okkur starfar hópur fólks sem hefur unnið við ráðningar síðan snemma á níunda áratugnum,“ segir Gunnar, sem sjálfur hefur starfað hjá Capacent í þrettán ár. „Við byrjuðum að vinna á markaði sem leit á ráðningar sem verkefni sem hægt væri að leysa fyrir hádegi á mánudegi. Í dag er notast við vandaðar vinnuaðferðir sem tryggja að ávallt sé tekin eins góð ákvörðun og hægt er út frá fyrirliggjandi upplýsingum,“ útskýrir Gunnar. Leitað í brunn þekkingar Capacent telur rúmlega hundrað starfsmenn en þrettán starfa á ráðningarsviðinu. „Í fyrirtækinu öllu býr yfirgripsmikil þekking á mannauðsráðgjöf og öllu sem viðkemur starfsmannavali. Því hafa ráðgjafar okkar greiðan aðgang að sérfræðingum fyrirtækisins þegar koma upp álitaefni af ýmsu tagi og eins til að dýpka þekkingu ráðgjafa á tilteknum rekstri eða starfsgreinum.“ Fagleg vinnubrögð í hávegum Í samkeppni um hæfasta starfsfólkið nálgast Capacent umsækjendur með tveimur lykilferlum; að afla umsækjenda og velja þá hæfustu úr. „Fyrir áratug var nóg að setja atvinnu- auglýsingu í Morgunblaðið sem allir lásu en í dag eru atvinnuauglýsingar á mun fleiri miðlum, eins og vefsíðu Capacent sem er með 40 þúsund heimsóknir á mánuði og mikla virkni. Stundum dugar það ekki til og þá auglýsum við annars staðar til að finna rétta fólkið sem hægt er að kynna fyrir viðskipta- vinum,“ segir Gunnar. „Við leggjum áherslu á að kynnast viðskiptavinum okkar og umhverfi þeirra eins vel og hægt er. Með því getum við ráðlagt þeim sem allra best og fundið starfsfólk sem hentar þeirra umhverfi, og öfugt. Því er í mörg horn að líta við ráðningar og hvergi slegið af faglegum vinnubrögðum,“ segir Gunnar. Til viðbótar við aðrar valaðferðir notar Capacent staðlað og staðfært persónuleika- mat, ýmis hæfnipróf og mælitæki frá SHL, sem er stærsta prófafyrirtæki í heimi. „Með faglegum vinnubrögðum er tekin besta ákvörðunin. Það hjálpar umsækjendum að finna starf við hæfi og fyrirtækjum að ráða rétta starfsfólkið. Það er mikilvægt að gildi umsækjanda og fyrirtækjamenning passi vel saman. Þannig eru meiri líkur á að ná hámarksárangri og ánægju í starfi.“ Varhugaverður spjallari Þegar kemur að ráðningum segir Gunnar mikilvægt að fyrirtæki og umsækjendur geti leitað til trausts og reynslumikils ráðningar- aðila. „Við tökum viðtöl við mörg þúsund manns á ári vegna hundraða starfa fyrir mismunandi fyrirtæki. Reynsla okkar og þekking er því talsverð. Ráðgjafar okkar hafa allir fengið ítarlega þjálfun í gerð og töku ráðninga viðtala og nota viðurkennda matstækni þegar við á,“ útskýrir Gunnar. Í ráðningarferlinu segir Gunnar helstu hættu umsækjenda að falla í þekktar gildrur og telja sig óhultan af því að hann veit af þeim. „Algengasta hættan er þegar viðtal dettur í spjall eða er of afslappað. Spjall getur orðið til þess að einstaklingar eru ráðnir út frá því hversu vel viðmælanda líkar við umsækjanda en það gleymist að leggja mat á mikilvæg atriði sem lúta að viðhorfum og þekkingu umsækjenda. Önnur algeng gildra er „geislabaugsáhrifin“. Þá verður eitthvað jákvætt í fari umsækjandans til þess að hann er talinn hafa aðra jákvæða eiginleika án þess að það sé kannað frekar. Þetta og fleira hafa mannauðsfræðin dregið upp síðustu 70 árin og búnar hafa verið til aðferðir sem draga úr hættu á þessum villum við ráðningar.“ Allir hafa tækifæri Að sögn Gunnars er nú mikil eftirspurn eftir ýmsum sérfræðingum og starfsfólki í upp- lýsingageirann. „Við opinber ráðningar- ferli er krafa um háskólapróf orðin ríkari en flestir gera sér grein fyrir að reynsla er býsna mikils virði líka. Umsækjendur verða þó alltaf að kanna hvaða kröfur eru gerðar til þeirra í auglýsingu og leggja mat á eigin hæfni með tilliti til þeirra.“ Capacent er í Ármúla 13. Sjá nánar á www.capacent.is Ráðning er fjárfesting Hjá Capacent starfar hópur traustra og reyndra ráðgjafa sem auðvelda fyrirtækjum að finna rétta starfsfólkið. Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent Ráðninga, fyrir framan nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Ármúla 13 í Reykjavík. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.