Fréttablaðið - 19.08.2013, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGAtvinnumiðlun MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 20134
Hjá Vinnumálastofnun starfar öf lugur hópur ráðgjafa sem veitir einstaklingum
í starfsleit margvíslega ráðgjöf og
þjónustu. Áhersla er lögð á að efla
einstaklinginn og skapa honum
forskot á vinnumarkaði, t.d. með
því að aðstoða við ferilskrárgerð
og kynningarbréf og undirbúning
f y r i r at v i n nuv iðt a l . Þá er
einnig boðið upp á áhugasviðs-
könnun, markmiðasetningu og
aðstoð og ráðgjöf vegna náms- og/
eða starfsvals, auk miðlunar í störf.
Allt miðar þetta að því að auka þátt-
töku og möguleika einstaklinga á
vinnumarkaði. Fjölbreytt úrræði
eru í boði fyrir atvinnu leitendur,
s.s. starfsleitarnámskeið og ýmis
starfstengd námskeið í samstarfi
v ið námskeiðsha ldara/skóla.
Vinnumálastofnun leggur mikla
áherslu á að mæta fjölbreyttum
þörfum at vinnuleitenda með
sérhæfðri þjónustu og starfa þar
ráðgjafar með sérfræðiþekkingu
á sviði náms- og starfsráðgjafar
og félags- og sálfræðilegrar ráð-
gjafar. Vinnumálastofnun rekur
átta þjónustuskrifstofur í kringum
landið, auk þriggja smærri útibúa.
Ráðgjöf fyrir ungt fólk
Atvinnutorg er samstarfsverkefni
VMST og sveitarfélaga um sér-
hæfða þjónustu við ungt fólk
sem hvorki er í námi eða vinnu.
Ráðgjafar Atvinnutorgs bjóða
ungum einstak lingum upp á
einstaklingsmiðaða ráðgjöf með
áherslu á daglega virkni og þátt-
töku í fjölbreyttum úrræðum, sem
felast í tilboði um starfsþjálfun/
vinnu, nám/námstengd úrræði,
áfengis- eða vímuefnameðferð eða
starfshæfingu.
Skert starfshæfni
Ráðgjafarþjónusta Vinnumála-
stofnunar leggur nú auk na
áherslu á að veita atvinnu-
leitendum með skerta starfshæfni
einstaklings miðaða þjónustu
með áherslu á árangursríkar
leiðir til að sem f lestir verði
aftur virkir á vinnumarkaði.
Markmiðið er ekki síst að koma
í veg fyrir að atvinnuleysi leiði
til óvinnufærni sem gæti endað í
ótímabærri örorku. Atvinna með
stuðningi (AMS), sem er hluti af
þessari þjónustu, er árangursrík
leið í atvinnumálum fyrir þá
er þurfa aðstoð við að fá vinnu
á almennum vinnumarkaði.
Áhersla er lögð víðtækan stuðning
við þá sem hafa skerta vinnu-
getu vegna andlegrar og /eða
líkamlegrar fötlunar, aðstoð við
að finna rétta starfið og að veita
stuðning á nýjum vinnustað.
Fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði
Þjónusta Vinnumálastofnunar felst
í öflugri vinnumiðlun og aðstoð
við atvinnurekendur við ráðningu
starfsfólks og upplýsingar um
framboð á vinnuafli. Þá geta fyrir-
tæki sótt um styrk til að þjálfa nýja
starfsmenn og greiðir Atvinnu-
leysistryggingasjóður sem nemur
upphæð atvinnuleysis bóta ef ráðið
er úr hópi atvinnuleitenda. Slík
vinnumarkaðsúrræði hafa reynst
vel og hefur meirihluti starfsmanna
sem ráðnir hafa verið á slíkum
forsendum haldið áfram starfi.
Atvinnuleit erlendis
Ráðgjafar Vinnumálastofnunar
aðstoða einnig þá sem hyggja
á atvinnuleit erlendis. Gott er
að byrja slíka leit á að skoða
heimasíðu samevrópsku vinnu-
m iðlu na r i n na r, w w w.eu res.
is. Nánari upplýsingar fást hjá
EURES-ráðgjafa VMST.
Nánari upplýsingar um þjónustu
Vinnumálastofnunar má finna á
heimasíðunni www.vinnumala-
stofnun.is eða með því að senda
tölvupóst á radgjafar@vmst.is.
Fjölbreytt og öflug þjónusta
Vinnumálastofnunar
Ráðgjafar Vinnumálastofnunar veita einstaklingum fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu. Vinnumálastofnun rekur átta þjónustuskrifstofur
um allt land auk þriggja smærri útibúa. Rágjafar búa yfir mikilli og fjölbreyttri þekkingu.
Öflugur hópur
ráðgjafa starfar
hjá Vinnumála-
stofnun og
veitir einstak lingum
ráðgjöf.
MYND/GVA
Ferilskrá á að vera þannig úr garði
gerð að hún endurspegli menntun,
reynslu og hæfni umsækjanda.
Lengd ferilskrár fer eftir menntun
og reynslu en algengt er að ferilskrá
rúmist á A4-blaði. Útlit ferilskrár
skal vera einfalt og aðgengilegt.
Forðast skal allt skraut og flúr.
Mikilvægt er að málfar sé stutt,
hnitmiðað og vandað og að staf-
setning sé í lagi.
Eftirfarandi þættir þurfa að koma
fram á ferilskrá:
● Persónulegar upplýsingar
Nafn, heimilisfang, símanúmer,
kennitala, hjúskaparstaða og
fjölskylduaðstæður. Æskilegt er
skanna inn andlitsmynd efst á
umsóknina.
● Markmið Sumir kjósa að setja
markmið á ferilskrá. Það á þó
einungis við þegar leitað er
að framtíðarstarfi. Þar getur
viðkomandi lýst óskum sínum
og markmiðum í stuttu máli, þ.e.
hvers konar starf hann stefnir að
að vinna í framtíðinni.
● Menntun Efst er lokapróf/
menntun sem er næst í tíma-
röð, t.d. frá háskóla, sérskóla eða
framhaldsskóla eftir því sem við
á. Síðan kemur t.d. framhalds-
skóli og síðast grunnskóli. Einnig
má tilgreina lengri námskeið sem
geta haft þýðingu. Stutt námskeið
er óþarfi að tíunda.
● Starfsreynsla Mikilvægt er að
gefa nákvæmt yfirlit yfir fyrri
störf. Byrja á núverandi starfi
eða síðasta starfi, síðan næsta
þar á undan og þannig koll af
kolli. Ekki þarf að gera grein fyrir
sumar störfum ef langt er um liðið.
Í ferilskrá þarf að koma fram nafn
fyrirtækis, starfsheiti þitt innan
þess og tímabil á hverjum stað.
● Áhugamál Með því að greina frá
áhugamálum og tóm stundum
fær atvinnurekandi mynd af
umsækjanda sem persónu. Það
ýtir svo undir að hann muni
eftir honum þegar ákvörðun um
ráðningu er tekin.
● Meðmælendur Meðmælandi (eða
umsagnaraðili ef svo ber undir)
gefur upplýsingar um hvernig um-
sækjandi hefur staðið sig við fyrri
störf og hvernig hann er sem ein-
staklingur. Meðmælandi er oft-
ast fyrrverandi vinnuveitandi en
getur þó verið kennari eða vinnu-
félagi. Mikilvægt er að hafa alltaf
samband við þann eða þá sem til-
greindir eru sem meðmælendur
á ferilskrá áður en hún er send til
atvinnurekanda.
● Fylgigögn Fylgiskjöl eru próf-
skírteini, ýmis vottorð um mennt-
un og störf, sem og einkunnir úr
skóla. Einnig geta þetta verið vott-
orð um tómstundastörf og aðra
sjálfboðavinnu. Góð meðmæla-
bréf frá fyrrverandi vinnu veitanda
eru alltaf til bóta. Fylgiskjöl og
meðmælabréf eru merkt í núm-
eraröð, þannig að númerin á þeim
séu í samræmi við þau númer sem
gefin eru upp í ferilskrá.
Hvernig á að gera ferilskrá?
Það vill stundum vefjast fyrir fólki hvernig á að gera ferilskrá þegar sótt er um
vinnu. Flestar atvinnumiðlanir eru með leiðbeiningar um það á heimasíðum
sínum og því er auðvelt að nálgast þær. Hér að neðan eru leiðbeiningar frá
Stúdentamiðlun um hvernig best er að gera ferilskrána.
„Strax eftir verslunarmannahelgi fór allt af stað á vinnumarkaðnum,“
segir Kolbeinn Pálsson, framkvæmdastjóri job.is. „Þá fóru fyrirtæki
og stofnanir á fullt að auglýsa eftir fólki til að mæta því þegar sumar-
starfsmenn hætta.“
„Job.is er mjög öflugur vefur til að auglýsa eftir starfsfólki, því við
höfum 28 þúsund einstaklinga á skrá og þeir
fá sendan tölvupóst um störf sem auglýst
eru á þeirra áhugasviði. En það er bara hálf
sagan, því með job.is geta atvinnurekendur
jafnframt tekið við öllum umsóknum, flokkað
þær og svarað umsækjendum. Þetta er miklu
auðveldari leið til að vinna úr umsóknum um
atvinnu en að láta persónulega póst hólfið
fyllast af umsóknum og ítrekunum,“ segir
Kolbeinn.
Umsjónarkerfið fyrir umsóknir kallast Job-
Pro og er notkun þess innifalin í birtingu aug-
lýsingar hjá job.is. Kolbeinn nefnir sem dæmi
að ef 100 umsóknir berast um starf og fimm
eru valdir í viðtal, þá er hægt að senda hinum
95 umsækjendunum svar úr Job-Pro-kerfinu „með einum smelli“, eins
og hann orðar það. „Þeir sem sjá um ráðningar þurfa þá ekki að fylla
eigin pósthólf og geta með einföldum hætti sýnt þá kurteisi að svara
öllum umsækjendum.“
Birting atvinnuauglýsingar hjá job.is í fjórar vikur kostar 26.700 kr.
án vsk. og eru ótakmörkuð afnot af Job-Pro umsjónarkerfinu inni-
falin í verðinu. Einnig stendur til boða að gera fastan samning við Job.
is um birtingu atvinnuauglýsinga og er sá valkostur sérstaklega vin-
sæll hjá fyrirtækjum og stofnunum sem þurfa að ráða til sín fólk með
reglulegum hætti.
„Miklu auðveldari leið
til að vinna úr um-
sóknum um atvinnu“
Miklu skiptir að ferilskráin sé vel gerð.
Kolbeinn Pálsson,
framkvæmdastjóri job.is.