Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 19.08.2013, Qupperneq 50
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 22 Listkennsludeild Listaháskólans býður uppá námskeið á meistarastigi fyrir starfandi listgreina kennara og listafólk sem vill sækja sér símenntun. – Listir og sjálfbærni – Rödd - spuni- tjáning – Skapandi skrif – Rafmögnuð tónlist – Listkennsla nemenda með sérþarfir – Námsefnisgerð – Fræðsla fullorðinna – Skapandi leiðir í píanókennslu – Bókagerð – Myndrænt leikhús/ hlutaleikhús Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, og umsóknareyðublað er að finna á lhi.is OPIN NÁMSKEIÐ Í LIST KENNSLU- DEILD NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2013 „Þetta er bara eitthvað sem ég hef haldið til haga og er úr öllum áttum og frá öllum tímum,“ segir Ófeigur Sigurðsson rithöfundur um efni hinnar nýju ljóðabók- ar sinnar, Kviðlingar. Þegar haft er orð á því að bókin virðist unnin með frekar frumstæðri prenttækni viður- kennir hann það fúslega. „Þetta er bara svona heima- föndur,“ segir hann og kveðst vera með ansi lélega ljós- ritunarvél enda sé hún komin til ára sinna. „En þetta er einungis gefið út í hundrað eintökum fyrir fólkið í kringum mig,“ segir hann. Þegar betur er að gáð er um úthugsaða list að ræða því Ófeigur segir bókina ljósritaða á gegnsæjan pappír. „Hún er fyrst vélrituð upp og þar verður hún gegnsæ líka þannig að þetta er eiginlega tvöfalt gegnsæi,“ útskýrir hann. „Ég hef gert svona heimatilbúnar bækur áður. Provence í endursýningu var vélrituð upp og síðan ljósrituð og svo gerði ég eina bók úr sílikoni. Hún hét Biscayne Blvd og var alveg gegnsæ.“ „Það hlýtur að vera djúp meining bak við það að hafa bækur gegnsæjar,“ segir blaðamaður spekingslega. „Já, alveg hyldjúp. Eiginlega botnlaus,“ segir höfundur- inn, ekki minna spekingslegur. En útgáfuheitið Sjálfskeiðungur. Hefur það einhverja æðri þýðingu en í fljótu bragði virðist? „Ja, þetta er mín sjálfsútgáfa og Ebenezerprent er bara dregið af tegund ljósritunarvélarinnar. Hún er af gerðinni Ebenezer,“ segir Ófeigur og er greinilega skemmt. Þegar haft er orð á að Kviðlingar hafi óneitanlega yfir- bragð fortíðar kemur yfirlýsing frá höfundinum: „Ég er hrifinn af fegurð fortíðarinnar, til dæmis göml- um ljóðabókum og gömlu bragarháttunum sem ég lærði sem unglingur og bý enn að. Ég hafði bragfræði Svein- björns Beinteinssonar að leiðarljósi.“ En hvar skyldu menn geta nálgast þessa nýju bók? „Hún mun fást í Útúrdúr á Hverfisgötu og svo bara hjá mér,“ er svarið. Spurð ur í lokin hvort hann sé með skáldsögu í smíðum í jólabókaflóðið svarar Ófeigur. „Já og nei. Ég er með skáldsögu en hún kemur ekki út fyrr en á næsta ári.“ gun@frettabladid.is Kviðlingar úr öllum tímum og áttum Ófeigur Sigurðsson rithöfundur hefur sent frá sér ljóðakverið Kviðlingar í eitt hundrað eintökum. Það er útgefi ð af Sjálfskeiðungi og prentað í Ebenezerprenti í Reykjavík. Það var prýðis tilefni til að slá á þráðinn til skáldsins og forvitnast um hvað því gengi til. RITHÖFUNDURINN Ég er hrifinn af fegurð fortíðar innar, til dæmis gömlum ljóðabókum og gömlu bragarháttunum sem ég lærði sem unglingur,“ segir Ófeigur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hljómsveitin ADHD spilar í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, 19. ágúst. „Þetta eru nokkuð merkilegir tónleikar því með þeim snýr ADHD aftur á sinn heimavöll en fyrstu stóru tónleikar sveitarinnar á höfuð- borgarsvæðinu fóru fram í Fríkirkjunni fyrir rétt rúmum fimm árum,“ segir Óskar Guð- jónsson, einn hljómsveitarmeð- lima. ADHD hefur að undanförnu spilað mikið erlendis. „Við héld- um 18 tónleika á 19 dögum,“ segir Óskar og útskýrir að sveitin hafi ferðast milli landa í svefnrútum þannig að tíminn hafi verið nýttur vel. ADHD er komin á kortið í Evrópu því síðustu þrjár plötur sveitarinnar hafa verið gefnar út af Contemplate Music í Þýskalandi. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20. Þeir eru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur. - gun ADHD spilar á heimavelli SAXÓFÓNLEIKARINN „Þetta verða merkilegir tónleikar,“ lofar Óskar. ➜ Í eyðidal/ á Ísalandi/ ég aldrei skal/ úti verða/ minna ferða/ á Sprengisandi MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.