Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 54
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26 BAKÞANKAR Hauks Viðars Alfreðssonar EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK ROGER EBERT B R A D P I T T COSMOPOLITAN JULIANN GAREY / MARIE CLAIRE SCOTT MANTZ / ACCESS HOLLYWOOD CHICAGO SUN-TIMES H.G., MBL V.G., DV 2 GUNS 5, 8, 10.15(P) THE WAY WAY BACK 8, 10.10 STRUMPARNIR 2 3.50, 6 2D R.I.P.D. 10.10 3D SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3.50, 6 2D THE HEAT 8 -Empire -H.G., MBL 5% ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS 2 GUNS KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 WAY WAY BACK KL. 8 - 10.20 STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 ONLY GOD FORGIVES KL. 8 - 10.10 GROWN UPS KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 THIS IS THE END KL. 8 - 10.25 STRUMPARNIR 3D KL. 6 ONLY GOD FORGIVES KL. 8 - 10 / WOLVERINE 3D KL. 10 GROWN UPS 2 KL. 6 - 8 -T.V., S&H - BÍÓVEFURINN -H.S., MBL Miðasala á: og 2 GUNS KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.30 - 8 - 10.30 2 GUNS LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 THE TO DO LIST KL. 8 STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.15 - 5.40 WOLVERINE 3D KL. 5 - 8 - 10.40 GROWN UPS KL. 8 -10.20 THE HEAT KL. 1 (TILBOÐ) - 10.20 -H.G., MBL -V.G., DV DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS ★★★ ★★ 2 Guns Leikstjórn: Baltasar Kormákur LEIKARAR: DENZEL WASHINGTON, MARK WAHLBERG, PAULA PATTON, BILL PAXTON, EDWARD JAMES OLMOS Það er freistandi að klína auka- stjörnu á mynd eins og 2 Guns. Hún er dýrasta kvikmynd sem leikstýrt hefur verið af íslenskum leikstjóra, skartar tveimur risa- stjörnum í aðalhlutverkum, hefur nú þegar halað inn sex milljarða í miðasölu, og svo held ég bara með Balta. Myndin segir reyfarakennda glæpasögu undir áhrifum frá rit- höfundinum Elmore Leonard, þar sem svik og prettir eru regla frek- ar en undantekning. Hún er ekki frumleg og enn síður fullkomin, en framsetningin er leikstjóran- um til mikils sóma. Hann nær því besta úr leikurunum, og sérstak- lega Mark Wahlberg sem sýnir sínar fyndnustu hliðar. Denzel Washington er líka skemmtilegur, en litríkastir eru aukaleikararnir. Af hverju er Bill Paxton til dæmis ekki í öllum bíómyndum? Það væri alveg vel þegið. Þó persónulegra hafi ég verið hrifnari af Contraband þá sést það glögglega að Baltasar er orð- inn öruggari með sig. Leikstjór- nin er skemmtilega dólgsleg og þau trix í bókinni sem hann hafði ekki lært þá hefur hann lært nú. Þá er hasarinn vel úr garði gerður, laus við tilgerð- arlegan óþarfa hristing og tölvubrellurúnk. Það er helst handrit- ið sem hefði mátt gera betur. Þegar grunnhug- myndin er ekki frumlegri en þetta verður hún að vera skotheld á blaði. Á köflum er fléttan orðin flóknari en mynd- in ræður við og þá fer áhorf- andann að lengja í næsta skammt af hasar. En burt séð frá öl lu er 2 Guns hress- andi hasarmynd sem ég hlakka til að skoða aftur. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Sleppum þjóðremb unni. Þrjár þræl- sterkar stjörnur á þríeykið Balta, Mark og Denzel. Dólgsleg og hressandi hasarmynd 2 GUNS Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns. Á TOPPINN Leikstjórinn Baltasar Kormákur fór beint á toppinn í Bandaríkjunum með mynd sína 2 Guns Það sést ekki á mér en stundum gleymi ég að borða. Í síðustu viku fattaði ég það um tíuleytið að ég hafði gleymt kvöldmatnum. Aðframkominn af næringarskorti gekk ég þungum skrefum að nálægum pitsustað og pantaði konung flatbakanna: pepperóní og ananas. Á meðan ég beið bökunnar kom maður á mínum aldri inn á staðinn í sömu erindagjörð- um. Ég verð að viðurkenna að ég er stútfullur af útlitsfordómum og mér fannst hann asna- legur að sjá. Hann var í hálfvitalegum skóm og með óþolandi hár. Ég veit ekki hvernig böku hann pantaði en ég heyrði hann segja nafnið sitt. Köllum hann Hannes. ÞARNA stóð ég í nokkrar mínútur með asna- lega Hannesi að bíða eftir pitsu þar til síminn hans hringdi. Að sjálfsögðu var hringitónninn hans leiðinlegur og hann brá sér út fyrir til að tala. Líklega við einhvern fábjána. SKÖMMU síðar kom annar afgreiðslu- maður með rjúkandi böku í kassa og spurði mig hvort nafn mitt væri Hann- es. Hinn var líklega farinn í kaffipásu. „Nei,“ segi ég og í ljós kom að pöntunin mín hafði misfarist. Ég þurfti því að bíða eilítið lengur og hataði ég Hannes því helm- ingi meira þegar hann kom aftur inn. ÁTTI ég að segja eitthvað? Þarna stóð hann pollrólegur og hafði ekki hugmynd um að pitsan hans var tilbúin og uppi í hillu. Afgreiðslufólkið gerði sér enga grein fyrir því að þarna væri Hannes mættur. „Nei, fjandakornið, ég get ekki farið að tala við hann,“ hugsaði ég. Plús það, hann átti það eig- inlega skilið að bíða eftir kólnandi pitsu fyrir að vera í þessum skóm. FIMM til átta mínútum síðar fékk ég bökuna mína og gekk hröðum skrefum heim á leið. Hannes var enn að bíða. „Gott á hann,“ hugs- aði ég og hló inni í mér. Honum var nær að vera með bjánalegt hár og svona stórt barka- kýli. ÞEGAR heim var komið tók ég til hnífapör, disk og afþreyingarefni. Allt sem piparsveinn þarf til að matast. Bakan lyktaði dásam- lega og ég opnaði kassann. Við blasti skinka, rjómaostur, laukur. Hvað var þetta? Nauta- hakk? ÉG trúði ekki mínum eigin augum, en aðeins meira á karma. Helvítið hann Hannes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.