Fréttablaðið - 19.08.2013, Side 56

Fréttablaðið - 19.08.2013, Side 56
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 28 ENSKI BOLTINN LIVERPOOL - STOKE 1-0 1-0 Daniel Sturridge (37.) ARSENAL - ASTON VILLA 1-3 1-0 Olivier Giroud (6.), 1-1 Christian Benteke (23.), 1-2 Benteke, víti (62.), 1-3 A. Luna (85.) NORWICH - EVERTON 2-2 1-0 Whittaker (51.), 1-1 Barkley (61.), 1-2 Seamus Coleman (65.), 2-2 Ricky van Wolfswinkel (71.). SUNDERLAND - FULHAM 0-1 0-1 Pajtim Kasami (53.) WEST BROM - SOUTHAMPTON 0-1 0-1 Rickie Lambert, víti (90.) WEST HAM - CARDIFF 2-0 1-0 Joe Cole (11.), 2-0 Kevin Nolan (76.). Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn. SWANSEA - MANCHESTER UNITED 1-4 0-1 Robin van Persie (34.), 0-2 Danny Welbeck (36.), 0-3 Robin van Persie (72.), 1-3 Wilfried Bony (82.), 1-4 Danny Welbeck (90.) CRYSTAL PALACE - TOTTENHAM 0-1 0-1 Roberto Soldado, víti (50.). Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn. CHELSEA - HULL 2-0 1-0 Oscar (13.), 2-0 Frank Lampard (25.). KÁTUR KARL Í BRÚNNI Jose Mourinho fagnaði því vel þegar Frank Lampard kom Cheslea í 2-0 á móti Hull í gær. Portúgalski stjórinn byrjar mjög vel með Chelsea- liðið alveg eins og þegar hann kom fyrst fyrir níu árum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason og Aron Jóhannsson voru allir á skotskón- um um helgina og það stefnir í mikið markastríð á milli íslensku framherjanna í hollensku deild- inni ef heldur áfram sem horfir. Kolbeinn og Aron fögnuðu einnig þremur stigum í húsi með liðum sínum Ajax og AZ Alkmaar en Alfreð og félagar í Heerenveen töpuðu sínum fyrsta leik í vetur. Alfreð og Aron hafa báðir skor- að í öllum leikjum tímabilsins til þessa en Alfreð er nú markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar með fjögur mörk í þremur umferð- um. Aron hefur skorað eitt mark í öllum þremur leikjum AZ Alkmaar og hann skoraði einnig eitt mark í Meistarakeppninni og er því kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum. Missir íslenska landsliðs- ins er því augljóslega mikill. Kolbeinn afgreiddi Feyenoord með tveimur mörkum í gær en þetta voru fyrstu deildarmörk hans á tímabilinu. Kolbeinn skor- aði aftur á móti eitt mark í Meist- arakeppninni og hefur því skorað þrjú mörk í fjórum leikjum á tíma- bilinu. Kolbeinn missti af fimm mánuðum af síðasta tímabili vegna meiðsla en skoraði sex mörk í síð- ustu níu leikjunum á tímabilinu og minnti síðan verulega á sig í gær. Kolbeinn hefur verið óheppinn með meiðsli fyrstu tímabilin sín með Ajax en hefur þegar fagnað tveimur meistaratitlum. Mörkin hans í gær þýða að hann hefur nú skorað fleiri deildarmörk fyrir Ajax (16) en hann gerði á sínum tíma fyrir AZ Alkmaar (15). Alfreð Finnbogason bætti markamet Péturs Péturssonar í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra þegar hann skoraði 24 mörk í 31 leik fyrir Heerenveen. Aron Jóhannsson lýsti því yfir fyrir tímabilið að hann ætlaði að taka metið af Alfreð og miðað við þessa byrjun er honum greinilega full alvara. Á sama tíma er Alfreð að sýna okkur að hann ætlar að gera betur en í fyrra. Íslensku leikmennirnir hafa nú gert níu deildarmörk í fyrstu þremur umferðunum. Það eru rúmar 30 umferðir eftir með von- andi nóg af íslenskum mörkum. Íslensku mörkin urðu alls 38 tals- ins í hollensku deildinni á síðasta tímabili (Alfreð 24, Kolbeinn 7, Aron 3, Jóhann Berg 2 og Guð- laugur Victor 2) og gætu orðið mun fleiri á þessu tímabili. ooj@frettabladid.is Skytturnar þrjár Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason og Aron Jóhannsson hafa skorað samtals ellefu mörk á fyrstu fj órum vikum hollenska fótboltatímabilsins. Kol- beinn skoraði tvö á móti Feyenoord í gær og Alfreð er markahæstur í deildinni. KOLBEINN SIGÞÓRSSON 23 ára fram- herji Ajax. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY ARON JÓHANNSSON 22 ára framherji AZ Alkmaar. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY ALFREÐ FINNBOGASON 24 ára fram- herji Heerenveen. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY 4 MÖRK Í 3 LEIKJUM 4 MÖRK Í 4 LEIKJUM 3 MÖRK Í 4 LEIKJUM FRJÁLSAR Ísland eignaðist fimm Norðurlandameistaratitla unglinga á Norðurlandamóti 19 ára og yngri sem fram fór í Espoo í Finnlandi um helgina. Aníta Hinriksdóttir og Kol- beinn Höður Gunnarsson urðu bæði Norðurlandameist- arar tvo daga í röð og Björg Gunnarsdóttir varð einnig meistari. Aníta Hinriksdóttir er með þessu heims- Evrópu og tvöfaldur Evrópumeistari á árinu 2013, en hún vann mjög örugga sigra í 800 og 1500 metra hlaupi. Aníta kom í mark í 1500 metra hlaupinu á 4:18,18 mínútum sem er hennar annar besti árangur í grein- inni. Hún hljóp 800 metrana á 2:03,94 mínútum. Kolbeinn Höður Gunnarsson setti Íslandsmet 18 til 19 ára þegar hann vann 400 metra hlaup karla á 47,91 sekúndu og hann vann síðan 200 metra hlaupið á 21,45 sekúndum sem er hans næstbesti tími á ferlinum. Björg Gunnarsdóttir sigraði í 400 metra hlaupi kvenna á nýju persónulegu meti eða 55,90 sekúndum. Íslenska kvennasveitin kom síðan önnur í mark í fjórum sinnum 400 metra boðhlaupi á 3:46,28 mínút- um sem er nýtt Íslandsmet í flokki 18-19 ára stúlkna. Sveitina skipuðu þær: Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir og Dóróthea Jóhannesdóttir. - óój Fimm íslensk gull Aníta og Kolbeinn unnu tvöfalt á NM unglinga. GOLF Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í gær sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu á Hólmsvelli í Leiru. Keilis konur héldu að þær hefði unnið úrslitaleikinn en GKG var dæmdur sigur eftir kæru. Golfklúbburinn Keilir sigraði í dag Golfklúbb Kópavogs og Garða- bæjar í úrslitaleik 1. deildar karla 4/1 eftir spennandi leik. GR varð í þriðja sæti. Mikil dramatík átti sér stað í úrslitaleik í 1. deild kvenna en bráðabana þurfti milli Golfklúbbs- ins Keilis og Golfklúbbs Kópa- vogs og Garðabæjar sem endaði með því að Keilir hafði betur, eða svo héldu viðstaddir. Það átti hins vegar eftir að breytast. GKG lagði inn kæru til móts- stjórnar vegna aðstoðar sem leik- maður Keilis óskaði eftir frá liðs- félaga. Niðurstaða mótsstjórnar og dómara var á þá leið að um brot á golfreglum (regla 8-1b) hafi verið um að ræða sem þýddi holutap fyrir viðkomandi lið. Golfklúbbur Kópavogs og Garða- bæjar sigraði því í 1. deild kvenna, Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Reykjavíkur í því þriðja. - óój Kæran réð úrslitum Keilismenn og GKG-konur unnu Sveitakeppni GSí Endurkoma Mourinho á Brúna byrjar vel FRJÁLSAR Rússar unnu flest gull- verðlaun á HM í frjálsum íþróttum sem lauk í Moskvu í gær. Rússar unnu sjö gull eða einu meira en Bandaríkin og Jamaíka. Bandaríkjamenn unnu hins vegar langflest verðlaun eða 25 (6 gull, 13 silfur, 6 brons). Alls eign- uðust átján þjóðir heimsmeistara að þessu sinni. Usain Bolt (100m og 200m hlaup karla), Shelly-Ann Fraser-Pryce (100m og 200m hlaup kvenna) sem eru bæði frá Jamaíku og Bretinn Mo Farah (5000 og 10000 metra hlaup karla) voru stjörnur mótsins en þau unnu öll tvö gull í einstaklingsgreinum. Bolt og Fraser-Pryce bættu síðan bæði við gullverðlaunum í boðhlaupunum í gær, en þau tvö áttu þátt í öllum gullum Jamaíka á HM. - óój Rússar með fl est gull Bolt og Fraser-Pryce urðu þrefaldir heimsmeistarar ELDINGIN ER ENN ÞÁ LANGFYRST Usain Bolt fagnar hér einu af þremur gull- verðlaunum sínum á HM í Moskvu ásamt liðsfélaga sínum. MYND/NORDICPHOTOS/AFP Stjörnumenn þurftu að sætta sig við enn ein silfur- verðlaunin um helgina þegar karlalið félagsins í fótbolta tapaði bikarúrslitaleiknum á móti Fram. Auk þess að tapa bikarúrslitaleik karla annað árið í röð þá voru þetta tíundu silfurverðlaun Stjörnunnar á þessu ári í fjórum stærstu boltaíþróttunum; fótbolta, körfubolta, handbolta og blaki. Silfurverðlaun Stjörnunnar árið 2013 eru: Körfubolti (Íslandsmót karla og 1. deild kvenna), handbolti (Íslandsmót kvenna, Bikarkeppni karla, 1. deild karla og umspil um sæti í efstu deild), blak (Bikarkeppni karla og deildarkeppni karla) og fótbolti (Bikarkeppni karla og Meistarakeppni kvenna). Tíundu silfurverðlaun Stjörnunnar á árinu 2013 FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfsson hætti sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins fyrir helgi og það liggur á því hjá Knattspyrnusambandinu að finna nýjan þjálfara enda aðeins rúmur mánuður í fyrsta leik í undankeppni HM. „Við erum að fara að setjast yfir þetta í fyrramálið (í morgun) og það er ekkert búið að ákveða næstu skref. Við höfum verið að velta þessu á milli okkar um helgina en við vorum á norrænum fundi,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Fréttablaðið í gær. Það ræðst því ekki strax hvort auglýst verður í stöðuna eða hvort KSÍ fer í samningavið- ræður við einhvern einstakan þjálfara. En hverjir koma til greina? Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska liðsins Kristianstad, hlýtur þar að vera ofarlega á blaði sem og Þorlákur Árnason, þjálfari verðandi Ís- landsmeistara Stjörnunnar. KSÍ gæti líka farið sömu leið og þegar Sigurður Ragnar var ráðinn en sambandið réð þá óþekktan þjálfara fyrir liðið með frábærum árangri. Þá er alltaf möguleiki að fá erlendan þjálfara eins og var gert hjá karlaliðinu en það verður þó að teljast ólíkleg niðurstaða. Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM á móti Sviss á Laugardalsvellinum 26. september næstkomandi. - óój Landsliðsþjálfaraleitin hjá KSÍ hefst væntanlega í dag SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.