Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 2
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók á dögunum enn
einn mann grunaðan um aðild að líkamsárásarmál-
inu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson
og fól meðal annars í sér að maður var fluttur nauð-
ugur til Stokkseyrar eftir hrottalegar misþyrmingar.
Einn þeirra sem er grunaður í málinu stakk af til
Danmerkur eftir að það kom upp í fyrri hluta júlí-
mánaðar. Sá er talinn hafa verið nokkuð atkvæða-
mikill í frelsissviptingunni og meðal annars ekið
með fórnarlambið til Stokkseyrar.
Lögregla leitaði mannsins vikurnar á eftir en hann
skilaði sér hins vegar ekki til landsins fyrr en 21.
ágúst eftir að hafa gefið sig fram í íslenska sendi-
ráðinu í Kaupmannahöfn. Þaðan fékk hann fylgd
íslensks lögreglumanns til landsins. Úr því að maður-
inn var kominn til landsins og var tiltækur í skýrslu-
töku gat lögregla lokið rannsókninni um viku síðar
og sent það ríkissaksóknara til ákærumeðferðar.
Maðurinn sem um ræðir er 23 ára og með dóma á
bakinu, meðal annars fyrir líkamsárásir og vopna-
lagabrot. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald
þegar hann kom til landsins og hefur setið í því síðan.
Það var í fyrradag framlengt til 2. október.
Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni var
sömuleiðis framlengt til 2. október á miðvikudag.
Fjórir til viðbótar sitja ýmist í gæsluvarðhaldi grun-
aðir um aðild að málinu og nokkrum öðrum keim-
líkum árásarmálum eða hafa hafið afplánun eldri
refsinga. Þá hafa tveir sætt varðhaldi vegna málsins
en síðan verið sleppt. - sh
Enn einn sakborningurinn í Stokkseyrarmálinu stakk af til Danmerkur í júlí:
Kom til Íslands í lögreglufylgd
STEFÁN LOGI SÍVARSSON Er talinn hafa fyrirskipað árásina á
manninn sem farið var með til Stokkseyrar.
Ólafur, á að slá á vitleysuna?
„Við gerum okkar besta til að beina
fólki á rétta braut.“
Ólafur H. Sigurjónsson er formaður Félags
stjórnenda í framhaldsskólum. Skólar reyna
margir að koma böndum á eða úthýsa alveg
busavígslum og ofbeldi sem þeim hefur fylgt.
SPURNING DAGSINS
Grundvallarrit um
vín og vínmenningu
HEILBRIGÐISMÁL Stjórnvöld ættu
að leggja fram fjármagn til að
ljúka við rannsókn á öryggi sjúk-
linga, er mat ábyrgðarmanns. Heil-
brigðisráðherra telur hendur sínar
bundnar og að slík fyrirgreiðsla
komi ekki til greina. Til að ljúka
vinnunni þarf tíu til tólf milljónir
króna.
Eins og fram hefur komið á
rannsóknin að svara því hvort
10% þeirra sem leggjast inn á spít-
ala hér á landi verði fyrir skaða
af völdum meðferðarinnar. Rann-
sóknir erlendis frá, sem eru að öllu
sambærilegar, benda til þess að svo
sé. Þetta þýðir að nokkur hundruð
manns örkumlast og tugir láta lífið
á íslenskum sjúkrahúsum á ári
vegna aðstæðna sem mætti koma í
veg fyrir í allt að helmingi tilfella.
Sigurður Guðmundsson, fyrr-
verandi landlæknir og forseti
heilbrigðisvísindasviðs Háskóla
Íslands, hefur um árabil bent á
að ekkert bendi til annars en að
reynsla annarra landa eigi við hér,
til dæmis í viðtali við Fréttablaðið í
júní 2010. Þá stóð fjárskortur rann-
sókninni fyrir þrifum, eins og nú.
„Mér finnst það ekki til fyrir-
myndar að ekki sé hægt að fjár-
magna könnun af þessu tagi,“ segir
Sigurður spurður um skoðun hans
á því að stjórnvöld klári ekki ein-
faldlega rannsóknina með fjár-
framlagi, eins og þráfaldlega hefur
verið sóst eftir. Sigurður bendir á
að mikilvægi upplýsinganna sé ein-
faldlega svo mikið að slíkt ætti
að koma til greina, ekki síst í því
umhverfi niðurskurðar í heil-
brigðiskerfinu sem allir þekki.
Niðurskurði fylgi aukin hætta á
að öryggi sjúklinga aukist. „Þau
rök hafa heyrst að mat á þjón-
ustu eins og heilbrigðisþjónustu
eigi ekki að vera á könnu vísinda-
sjóða heldur hins opinbera. Þetta
er mat á gæðum heilbrigðisþjón-
ustunnar, sem við erum alltaf
að tala um, og í því samhengi er
þetta ekki dýrt.“
Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra dregur ekkert
úr mikilvægi rannsóknarinnar,
heldur þvert á móti. En hann
telur hendur sínar bundnar þar
sem engin hefð sé fyrir því að
ráðuneyti heilbrigðismála taki
ákvörðun einhliða um að veita
fjármagn með þeim hætti sem
Sigurður nefnir. „Ráðherra situr
því miður ekki á neinum sjóðum
sem hægt væri að nýta í þetta
verkefni, þótt það sé vissulega
þarft að ljúka vinnunni,“ segir
Kristján. svavar@frettabladid.is
Rannsókn á öryggi
föst vegna fjárskorts
Tíu til tólf milljónir þarf til að ljúka rannsókn á öryggi sjúklinga á Íslandi. Fyrr-
verandi landlæknir telur það stjórnvalda að leggja fram fjármagn. Ráðherra segir
hendur sínar bundnar. Tilraunir til fjármögnunar hafa staðið um langt árabil.
Í AÐGERÐ Tíu prósent allra sem leggjast inn á sjúkrahús verða fyrir mistökum heil-
brigðisstarfsfólks, sýna rannsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON
ATVINNUMÁL Bryndís Hlöðvers-
dóttir hefur látið af störfum
sem formaður stjórnar Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna. Ástæðan
er sú að hún hefur verið ráðin
starfsmannastjóri Landspítala.
Ný stjórn lífeyrissjóðsins var
kosin í lok apríl og hafa tveir af
þeim sem kjörnir voru í stjórn
hætt, Bryndís og Elmar Hall-
gríms Hallgrímsson, sem fór
yfir til Samkeppniseftirlitsins.
Ólafía B. Rafnsdóttir, for-
maður VR, segir að gengið
verði frá kjöri nýrra stjórnar-
manna hjá Lífeyrissjóðnum
næstkomandi miðvikudag.
- jme
Lífeyrissjóður VR:
Bryndís hættir
sem formaður
STJÓRNMÁL „Ég er með frek-
ar leiðinlegt svar við þessari
spurningu, ég er enn þá að hugsa
um þetta,“ segir Oddný Sturlu-
dóttir, borgarfulltrúi Sam fylk-
ingarinnar, en hún bræðir með
sér hvort hún eigi að gefa kost
á sér í fyrsta sætið, verði niður-
staðan sú að halda prófkjör hjá
Samfylkingunni fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar. Orð-
rómur hefur verið uppi um að
Oddný íhugi að bjóða sig fram í
sæti oddvitans en Dagur B. Egg-
ertsson hefur gegnt því sæti nú í
tvö kjörtímabil.
Oddný segir einnig í samtali við
Fréttablaðið að það sé of snemmt
að segja til um hvað hún ætli sér
fyrir næstu kosningar. Bæði sé
ekki búið að ákveða með hvaða
hætti verður valið í sætin auk
þess sem hún hafi verið lengi í
stjórnmálum. „Og ég er ekki búin
að gera það upp við mig hvort ég
haldi áfram eða ekki, enda átta ár
langur tími í stjórnmálum,“ segir
Oddný. Sveitarstjórnarkosningar
fara fram í lok maí en á brattann
er að sækja fyrir Samfylkinguna,
sem hlaut afleita kosningu í síð-
ustu þingkosningum. - vg
Oddný Sturludóttir er að hugsa um það hvort hún eigi að sækja fram:
Veltir fyrir sér fyrsta sætinu
HUGSI Oddný veltir fyrir sér að gefa
kost á sér í fyrsta sæti Samfylkingar í
næstu kosningum.
VESTMANNAEYJAR Melkorka Mary Bjarnadóttir fann fyrstu lundapysju
haustsins í Vestmannaeyjum í gær. Pysjuna fann Melkorka í garðinum
heima hjá sér en hún hafði líklega flogið á eina af öspunum sem þar er
að finna.
Bjarni Ólafur Guðmundsson, pabbi Melkorku, segir þau hafa farið
með pysjuna á Náttúrugripasafnið í Eyjum þar sem hún var vigtuð.
„Pysjan var mjög vel haldin og vó heil 273 grömm,“ segir Bjarni og
bætir við að hún hafi flogið mjög vel þegar fjölskyldan sleppti henni.
„Við þurftum að vísu að sleppa henni tvisvar þar sem hún flaug
aftur upp í klappirnar á Stórhöfða í fyrra skiptið en í seinna skiptið
flaug hún mjög vel og hélt út á sjó,“ segir Bjarni. - eh
Árlegur viðburður í Vestmannaeyjum:
Melkorka fann fyrstu pysjuna
HEFUR SIG TIL FLUGS Melkorka Mary hjálpar hér fyrstu lundapysju haustsins að
hefja sig til flugs. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur ráðlagði sjósundsfólki
að synda ekki í nágrenni við skólp-
dælustöðina í Nauthólsvík í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg var möguleiki
á saurgerlamengun í sjó eftir að
bilun varð í skólpdælustöð við
Skeljanes, sem varð til þess að
skólp slapp í sjóinn. Bjarni Brynj-
ólfsson, upplýsingastjóri borgar-
innar, sagði í samtali við Frétta-
blaðið í gær að viðgerð væri
lokið. Því ætti að vera óhætt fyrir
sund garpa að taka sundsprett í
nágrenni við Nauthólsvík í dag. - bl
Bilun í skólpdælustöð:
Saur slapp í sjó
SAMFÉLAGSMÁL Öryrkjabandalag
Íslands og Landssamband eldri
borgara boða til hvatningarfundar
á Austurvelli á þriðjudag í næstu
viku. Markmiðið með honum er
að hvetja stjórnvöld til að halda
áfram að efna loforð sem gefin
voru fyrir síðustu kosningar um
að afnema kjara- og réttindaskerð-
ingar á greiðslum til eldri borgara
og öryrkja árið 2009.
Á sumarþingi afturkallaði Alþingi
tvær af þeim sex skerðingum sem
gerðar voru á kjörum þessara hópa.
Vonast er til þess að með góðri
hvatningu á fundinum muni stjórn-
völd standa við loforð um að afnema
allar sex skerðingarnar. - bl
Útifundur á Austurvelli:
Vilja að stjórn-
völd efni loforð